Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Svona græddi Actavis á ópíóðafaraldrinum

Acta­vis seldi 32 millj­arða taflna af morfín­lyfj­um í Banda­ríkj­un­um 2006 til 2012, og var næst­stærsti selj­andi slíkra lyfja á með­an notk­un slíkra lyfja varð að far­aldri í land­inu. Fyr­ir­tæk­inu var stýrt af Ró­berti Wessman hluta tím­ans og var í eigu Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar all­an tím­ann. Acta­vis hef­ur nú sam­þykkt að greiða skaða­bæt­ur vegna ábyrgð­ar sinn­ar á morfín­far­aldr­in­um í Banda­ríkj­un­um en fyrr­ver­andi stjórn­end­ur fé­lags­ins við­ur­kenna ekki ábyrgð á þætti Acta­vis.

Íslenska lyfjafyrirtækið Actavis er eitt af tugum lyfjafyrirtækja sem greitt hafa skaðabætur til yfirvalda í bandarískum ríkjum vegna ábyrgðar þess á ópíóðafaraldrinum þar í landi frá árinu 2005. Ópíóðafaraldurinn í Bandaríkjunum er talinn hafa valdið andlátum á milli 400 og 500 þúsund manns þar í landi á síðustu rúmlega tveimur áratugum. Lyfjafyrirtækin, meðal annars Actavis, greiða skaðabæturnar vegna þess að þau markaðssettu þessi lyf með röngum og fölskum hætti; þau drógu úr því hversu ávanabindandi þau eru og ýktu jákvæða virkni þeirra. Fyrir vikið héldu notendur lyfjanna að þau væru minna hættuleg en þau eru.

Í tilfelli markaðssetningar Actavis þá gagnrýndi Bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) samheitalyfjafyrirtækið meðal annars fyrir falska markaðssetningu gagnvart læknum á einu þessara ópíóðalyfja, Kadian, árið 2010. Lyfjaeftirlitið taldi að Actavis setti fram staðhæfingar um lyfið sem stæðust ekki skoðun. Tilgangur markaðssetningarinnar var meðal annars að fá lækna til að skrifa Kadian út fyrir viðskiptavini sína. Ein staðhæfingin …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Alltaf gaman að sjá mynd af fullum milljarðamæringum. Slíkt er sjaldan í boði.
    0
  • Siggi Rey skrifaði
    Jakkafataklæddir dópsalar!
    2
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Þessi skaðabóta krafa FRÁ bna ER BARA BROT Í HAFIÐ HJÁ SVONA GLAPAMÖNNUM OG ÞEIR HLAEJA ÁBYIIGILEGA AF ÞESSU SMAAURUM Í ÞEIRRA AUGUM .
    Það aetti að taka af svona eiturlifjasölumönnum dauðans leifi til framleislu lifja til varnar mannkyni .en verður ábyggilega ekki gert .
    Þeir eru of ríkir til að eiithvað vaerði gert af viti í því efni ,það er nú bara svo
    1
  • Sigurður Haraldsson skrifaði
    Þessir tveir eru ekki neitt sem nokkur ætti að vera stolltur af því báðir eru þeir ótínndir glæpamenn og sem slíkir léleg tegund mankyns.
    Sorglega í þessu er að það eru til aðilar sem þá verja þrátt fyrir auglósan viðbjóð sem þeir hafa stundað og stunda enn.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stórveldi sársaukans

Lífeyrissjóður harmar ábyrgð sína á ópíóðafaraldri
ViðskiptiStórveldi sársaukans

Líf­eyr­is­sjóð­ur harm­ar ábyrgð sína á ópíóðafar­aldri

Líf­eyr­is­sjóð­irn­ir sem fjár­festu í Acta­vis þeg­ar fyr­ir­tæk­ið var stór­tækt á ópíóða­mark­að­in­um í Banda­ríkj­un­um segj­ast ekki hafa vit­að um skað­semi og vill­andi mark­aðs­setn­ingu morfín­lyfj­anna. Ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir högn­uð­ust um 27 millj­arða þeg­ar þeir seldu fjár­fest­ing­ar­fé­lagi Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar hluta­bréf í Acta­vis ár­ið 2007, eft­ir að fyr­ir­tæk­ið var far­ið að selja morfín­lyf í stór­um stíl.
Actavis borgar 30 milljarða króna bætur í Texas vegna ópíóðafaraldursins
FréttirStórveldi sársaukans

Acta­vis borg­ar 30 millj­arða króna bæt­ur í Texas vegna ópíóðafar­ald­urs­ins

Ís­lenska lyfja­fyr­ir­tæk­ið Acta­vis seldi hvergi fleiri ópíóða­töfl­ur en í Texas-fylki á ár­un­um 2006 til 2014. Um var að ræða rúm­lega þrjá millj­arða taflna. Í byrj­un fe­brú­ar var greint frá því að fyr­ir­tæk­ið hefði sæst á að greiða skaða­bæt­ur í rík­inu út af fram­leiðslu og sölu sinni á ópíóð­um í fylk­inu. Eig­andi Acta­vis-fé­lag­anna í dag, Teva, við­ur­kenn­ir hins veg­ar ekki sekt sína þrátt fyr­ir skaða­bæt­urn­ar.
Sif var háð OxyContin í tvö og hálft ár: „Ég tók þetta á hverjum einasta degi“
FréttirStórveldi sársaukans

Sif var háð OxyCont­in í tvö og hálft ár: „Ég tók þetta á hverj­um ein­asta degi“

Sif Sig­urð­ar­dótt­ir fjöl­miðla­fræð­ing­ur not­aði OxyCont­in við bak­verkj­um á ár­un­um 2009 til 2012. Lækn­ir­inn henn­ar ávís­aði lyfj­un­um til henn­ar og leið henni illa ef hún tók ekki skammt­inn sinn og fékk þá frá­hvarf­s­ein­kenni. Sif er gott dæmi um hvernig við­horf til OxyCont­in-ávís­ana hef­ur breyst.
Fékk 490 töflur frá heimilislækni á tveimur mánuðum: „Hún hættir aldrei á þessu OxyContin“
FréttirStórveldi sársaukans

Fékk 490 töfl­ur frá heim­il­is­lækni á tveim­ur mán­uð­um: „Hún hætt­ir aldrei á þessu OxyCont­in“

Sjö­tug kona á Ak­ur­eyri kynnt­ist OxyCont­in þeg­ar mað­ur­inn henn­ar var krabba­meins­sjúk­ling­ur fyr­ir að verða 20 ár­um. Kon­an hef­ur þannig lang­vinna, krón­íska verki sem hæp­ið er að ávísa morfín­lyfj­um fyr­ir sam­kvæmt lækn­um sem Stund­in hef­ur rætt við. Dótt­ir kon­unn­ar seg­ir að mamma sín muni aldrei hætta á OxyCont­in því frá­hvörf­in séu „við­bjóð­ur“.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár