Íslenska lyfjafyrirtækið Actavis er eitt af tugum lyfjafyrirtækja sem greitt hafa skaðabætur til yfirvalda í bandarískum ríkjum vegna ábyrgðar þess á ópíóðafaraldrinum þar í landi frá árinu 2005. Ópíóðafaraldurinn í Bandaríkjunum er talinn hafa valdið andlátum á milli 400 og 500 þúsund manns þar í landi á síðustu rúmlega tveimur áratugum. Lyfjafyrirtækin, meðal annars Actavis, greiða skaðabæturnar vegna þess að þau markaðssettu þessi lyf með röngum og fölskum hætti; þau drógu úr því hversu ávanabindandi þau eru og ýktu jákvæða virkni þeirra. Fyrir vikið héldu notendur lyfjanna að þau væru minna hættuleg en þau eru.
Í tilfelli markaðssetningar Actavis þá gagnrýndi Bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) samheitalyfjafyrirtækið meðal annars fyrir falska markaðssetningu gagnvart læknum á einu þessara ópíóðalyfja, Kadian, árið 2010. Lyfjaeftirlitið taldi að Actavis setti fram staðhæfingar um lyfið sem stæðust ekki skoðun. Tilgangur markaðssetningarinnar var meðal annars að fá lækna til að skrifa Kadian út fyrir viðskiptavini sína. Ein staðhæfingin …
Það aetti að taka af svona eiturlifjasölumönnum dauðans leifi til framleislu lifja til varnar mannkyni .en verður ábyggilega ekki gert .
Þeir eru of ríkir til að eiithvað vaerði gert af viti í því efni ,það er nú bara svo
Sorglega í þessu er að það eru til aðilar sem þá verja þrátt fyrir auglósan viðbjóð sem þeir hafa stundað og stunda enn.