Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Aðgerðir lögreglu gegn blaðamönnum ólögmætar

Hér­aðs­dóm­ur Norð­ur­lands eystra hef­ur úr­skurð­að að Lög­regl­unni á Norð­ur­landi eystra hafi ver­ið óleyfi­legt að veita Að­al­steini Kjart­ans­syni, blaða­manni Stund­ar­inn­ar rétt­ar­stöðu grun­aðs manns.

Aðgerðir lögreglu gegn blaðamönnum ólögmætar
Lögreglan gerð afturreka Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði í dag að aðgerðir Lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefðu verið ólögmætar, þegar blaðamönnum var veitt réttarstaða grunaðra manna. Mynd: Stundin / JIS

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað að lögreglunni á Norðurlandi eystra hafi verið óheimilt að veita Aðalsteini Kjartanssyni, blaðamanni Stundarinnar, réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja. Aðalsteinn kærði þá ráðstöfun lögreglunnar í síðustu viku og féll úrskurður héraðsdóms nú fyrir skemmstu. Eftir því sem næst verður komist er það í fyrsta skipti sem látið hefur verið reyna á slíkt fyrir dómstólum.

Í greinargerð lögreglu kom fram að Aðalsteini var gert að hafa gerst brotlegur við 228. og 229. grein almennra hegningarlaga, sem snúa að friðhelgi einkalífs. „Hver sem brýtur gegn friðhelgi einkalífs annars með því að hnýsast í, útbúa, afla, afrita, sýna, skýra frá, birta eða dreifa í heimildarleysi skjölum, gögnum, myndefni, upplýsingum eða sambærilegu efni um einkamálefni viðkomandi, hvort heldur sem er á stafrænu eða hliðrænu formi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári, enda sé háttsemin til þess fallin að valda brotaþola tjóni,“ segir í 228. greininni.

Við báðar greinar er hins vegar undaþáguákvæði þar sem lögin eru ekki sögð eiga við þegar um sé að ræða almanna- eða einkahagsmuni. „Er ljóst að þar er meðal annars átt við móttöku blaðamanna á gögnum sem innihalda upplýsingar sem eiga erindi við almenning,“ segir í dómnum.

Í niðurstöðu dómsins er enda bent á þetta atriði í lögunum og sagt að „blaðamaður verði ekki talinn brotlegur við 228. gr. og/eða 229. gr. almennra hegningarlaga fyrir það eitt að móttaka og sjá viðkvæm persónuleg gögn sem ekki varða almenning, enda er það þáttur í starfi blaðamanna að móttaka ýmis gögn og ábendingar sem þeir meta hvort eigi erindi við almenning.“ Enn fremur segir í dómnum að slíkt verði einnig að teljast eiga við almennt, það er að segja að það eitt að maður taki við og opni gögn sem dreift er í óþökk þess sem þau varðar, sé ekki refsivert athæfi.

Þá segir einnig í dómnum að af þeim gögnum sem lögð voru fram verði ekki ráðið að brotaþoli, Páll Steingrímsson, hafi leitað til lögreglu vegna þeirra persónulegu myndbanda sem lögreglan vísar til að séu ástæða þess að Aðalsteinn fékk stöðu sakbornings. Sömuleiðis hafi Páll ekki lýst áhyggjum af afdrifum þeirra myndbanda. „Ekki er um það deilt í málinu að þær fréttir sem blaðamenn, þar á meðal sóknaraðili, unnu upp úr gögnum úr síma brotaþola hafi átt erindi við almenning og sætir sú háttsemi ekki rannsókn lögreglu. Í þeirri umfjöllun var ekkert fjallað um þessi myndbönd eða önnur persónuleg málefni brotaþola.“

Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aðalsteins, segir að niðurstaða dómsins sé staðfesting á því sem lagt hafi verið til grundvallar þegar aðgerðir lögreglu voru kærðar. „Þetta er staðfesting á því að málatilbúnaður lögreglu á hendur blaðamönnum er reistur á sandi. Og jafnframt á þeirri afdráttarlausu réttarvernd sem blaðamenn njóta lögum samkvæmt. Sú vernd er virt. Fullyrðingar sem komið hafa fram, meðal annars frá ráðamönnum, um að eitthvað annað og meira búi að baki voru og eru tilhæfulausar. Þarna er það staðfest.“


Fyrirvari um hagsmuni: Í fréttinni fjallar Stundin um atburði sem varða fjölmiðlinn og starfsmann Stundarinnar beint.

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Besta dæmi um spillingu er þegar aðilar misnota stöðu sína til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert sem lög ekki heimila eða skylda þá til. Og í þessu dæmi er þetta nokkuð skýrt og sýnir vel íslenska kerfisspillingu að ekkert þeirra þarf að sæta ábyrgð gerða sinna... hvorki fjárhagslega né á annan hátt... telst líklega gott ef þeim yrði veitt áminning fyrir að áfrýja skýrum niðurstöðum héraðsdóms.

    Ég get ... ég geri og þarf engva ábyrð að bera... frekar súrt í brot að eftir meira en áratug þá sitjum við uppi með sömu spillingu og áður. Og spilling er ekki háð stjórnmálaskoðunum þó flestir eigi erfitt með að kyngja því.

    Hvað gerir Katrín við því kerfið hennar hunsar skýrar dómsniðurstöður ?

    Ekkert nema innihaldslaus orð.... því stóllinn er mjúkur.
    5
  • Runólfur Þór Andrésson skrifaði
    Yfirheyra Páleyju með réttarstöðu sakbornings, en einnig þennan Eyþór aðstoðar saksóknara um hugsanlegar múturgreiðslur til þeirra, því þeirra framganga er mjööööög óeðlileg!
    6
  • Matthildur Jóhannsdóttir skrifaði
    Niðurstaða máls er að það sé eitthver hórkall á Norðurlandi, með eitthvað vafasamt í pokahorninu og að hann vinni í ábyrgðarstöðu hjá stórfyrirtæki.
    1
  • Sveinn Hansson skrifaði
    ÆÆÆÆ
    Hvað segir FALS-on núna ?
    Í niðurstöðu dómsins er enda bent á þetta atriði í lögunum og sagt að „blaðamaður verði ekki talinn brotlegur við 228. gr. og/eða 229. gr. almennra hegningarlaga fyrir það eitt að móttaka og sjá viðkvæm persónuleg gögn sem ekki varða almenning, enda er það þáttur í starfi blaðamanna að móttaka ýmis gögn og ábendingar sem þeir meta hvort eigi erindi við almenning.“ Enn fremur segir í dómnum að slíkt verði einnig að teljast eiga við almennt, það er að segja að það eitt að maður taki við og opni gögn sem dreift er í óþökk þess sem þau varðar, sé ekki refsivert athæfi.
    4
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Lögreglustjóri Samherja og Sjálfstæðisflokksins rassskellt !!
    8
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Nú þarf að kalla Páleyju í yfirheyrslu með réttarstöðu sakbornings. Það er eitthvað meira en „dúbíus" við þessa stjórnsýslu.
    10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Spilltur gjörningur“ að semja um afgreiðslu hvalveiðileyfis fyrir fram
3
Fréttir

„Spillt­ur gjörn­ing­ur“ að semja um af­greiðslu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram

Hauk­ur Arn­þórs­son stjórn­sýslu­fræð­ing­ur tel­ur það spillt­an gjörn­ing sem varði við stjórn­sýslu­lög hafi ver­ið sam­ið um stjórn­sýslu­ákvörð­un um veit­ingu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram. Hann tel­ur að ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni ekki geta veitt hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber.
„Þú ert hluti vandamálsins, gaur“
5
Viðtal

„Þú ert hluti vanda­máls­ins, gaur“

Mynd­in Stúlk­an með nál­ina eft­ir Magn­us von Horn er nú sýnd í Bíó Para­dís og er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verð­laun­anna. Laus­lega byggð á raun­veru­leik­an­um seg­ir hún sögu Karol­ine, verk­smiðju­stúlku í harðri lífs­bar­áttu við hrun fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. At­vinnu­laus og barns­haf­andi hitt­ir hún Dag­mar sem að­stoð­ar kon­ur við að finna fóst­urstað fyr­ir börn. En barn­anna bíða önn­ur ör­lög. Danska stór­leik­kon­an Trine Dyr­holm leik­ur Dag­mar og var til í við­tal.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár