Íslenska ríkið hefur haft rúmlega 10 milljarða króna í tekjur af sölu losunarheimilda í gegnum viðskiptakerfi Evrópusambandsins á nokkrum árum. Ólíkt ríkjum ESB hefur Ísland ekki sett sér nein viðmið um það hversu mikið af þessum tekjum skuli renna beint til verkefna á sviði loftslagsmála eða baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Þar að auki hefur íslenska ríkið haft rúmlega 45 milljarða króna í tekjur af innheimtu kolefnisgjalds. Samanlagt eru þetta þá rúmlega 55 milljarðar króna frá árinu 2010 til ársins 2021 af þessum tekjum.
Ísland hefur átt aðild að viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir frá árinu 2013, en Ísland er þar í sérstökum hópi, ásamt hinum EES ríkjunum, sem bjóða sameiginlega út heimildir til kolefnislosunar í gegnum uppboðsmarka þar sem mikið magn losunarheimilda er boðið upp í senn en kaupendur eru aðallega bankar og fjármálafyrirtæki sem selja heimildirnar svo áfram á markaði.
Ísland tók í fyrsta sinn þátt í slíku uppboði árið 2014 …
Athugasemdir (1)