Orkukostir sem undir eru í þriðja áfanga rammaáætlunar myndu samanlagt hafa uppsett afl upp á rétt rúmlega 4.000 megawött. Orkuframleiðsla allra virkjana sem geta verið í rekstri á Íslandi í dag hafa afl upp á 3.127, samkvæmt gögnum frá Orkustofnun. Það tekur þó til varaafls og fleiri þátta sem ekki eru í virkri notkun. Nær lagi er að tala um að uppsett afl virkjana sé um tæplega 3.000 megawött.
Miðað við þær forsendur hafa Íslendingar þegar virkjað um 40 prósent af þeirri orku sem raunhæft er að virkja í landinu, eins og staðan er í dag, án sérstaks tillits til umhverfisþátta. Þessar tölur byggja þó á fræðilegri getu virkjananna og kostanna til orkuframleiðslu en ekki því sem raunverulega kemur til með að fást á ári.
Ekki takmarkalaus orka
Orkuframleiðsla undanfarin ár hefur verið á bilinu 19-20 terawattsstundir á ári. Þeir kostir sem eru undir í þriðja áfanga rammaáætlunar hafa áætlaða …
Athugasemdir