Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Lögreglan segist rannsaka blaðamennina vegna klámefnis

Lög­regl­an á Ak­ur­eyri seg­ist rann­saka kyn­ferð­is­brot gegn Páli Stein­gríms­syni, skip­stjóra Sam­herja, sem hafi fal­ist í því að blaða­menn hafi veitt við­töku og miðl­að gögn­um sem hafi með­al ann­ars inni­hald­ið klám­efni úr hans einka­eigu.

Lögreglan segist rannsaka blaðamennina vegna klámefnis
Lögreglustjórinn Sakborningar úr stétt blaðamanna ásamt Páli Steingrímssyni, skipstjóra Samherja, og Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra. Mynd: Stundin / JIS

Samkvæmt kröfugerð lögreglu telur hún sig hafa fengið fram játningu einstaklings sem nákominn er Páli, þar sem viðkomandi gengst við að hafa byrlað Páli svefnlyfjum, tekið síma hans og dreift efni þaðan til fjölmiðla, í maí í fyrra. Lögreglan segir viðkomandi hafa gert það „hugsanlega í hefndarskyni“ og síðan komið síma með gögnum í hendur ótilgreinds blaðamanns. Lögreglan átelur blaðamenn fyrir að hafa nýtt sér gögn „faglega og fjárhagslega“ í stað þess að styðja viðkomandi.

Þrír af þeim blaðamönnum sem lögreglan á Akureyri setur í stöðu sakborninga í rannsókn sinni birtu umfjallanir um svokallaða Skæruliðadeild Samherja, sem Páll var hluti af ásamt fleiri starfsmönnum og verktökum útgerðarfélagsins Samherja, og hafði það hlutverk að snúa almenningsáliti gegn blaðamönnum og uppljóstrara í mútumáli Samherja í Namibíu. 

Lögregla segir nákominn aðila hafa játað

Einn sakborninganna, Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, fór fram á það fyrir helgi að dómstólar skæru úr um hvort lögreglan hefði heimild til að yfirheyra hann sem sakborning, þar sem hann þyrfti að lúta 25. grein fjölmiðlalaga sem meinaði honum að tjá sig um heimildir sínar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fór Páll Steingrímsson, brotaþoli í rannsókninni, fram á að opið þinghald væri í málinu. Lögmaður Aðalsteins tók undir þá kröfu. Dómari kvað hins vegar upp þann úrskurð að þinghald væri lokað.

Kröfugerð lögreglu var lögð fram í dag. „Lögreglan veit hver heimildarmaðurinn er,“ segir þar. Þá er málsatvikum lýst, sem byggja ýmist á skýrslutöku yfir þeim einstaklingi, eða Páli Steingrímssyni.

Því er lýst að X, sem lögregla segir vera heimildarmanninn, hafi komið í yfirheyrslu 5. október síðastliðinn. „Í þeirri skýrslutöku viðurkennir X að hafa óskað eftir að fá að skoða síma brotaþola og þegar hann neitaði því kveðst X hafa snöggreiðst og farið fram og náð í svefnlyf sem hann vissi ekki hvaða tegund var og sett út í drykk brotaþola.“ Þá segir: „X viðurkennir að hafa skoðað innihald síma brotaþola og hafa ekki fengið heimild brotaþola til að gera slíkt. Hann viðurkennir líka að hafa afhent fjölmiðlamönnum símann daginn eftir að flogið var með brotaþola í sjúkraflugi til Reykjavíkur.“

Lögmaður Samherja greindi frá því 25. maí síðastliðinn að síma Páls hafi verið stolið þegar hann hafi legið á sjúkrahúsi. Þá sagði lögmaðurinn að þjófnaðurinn hefði verið kærður til lögreglu.

Fjölmiðlar hafi hugsanlega séð eða miðlað klámefni

Auk þess að veita X stöðu sakbornings segir lögreglan á Akureyri að fjórir blaðamenn séu grunaðir um brot. Það er þó ekki þjófnaðarbrot, eins og kært var í upphafi, heldur miðlun klámefnis og brot á friðhelgi.

„Lögreglan hefur staðfest að myndbönd af kynferðislegum toga hafi verið í síma brotaþola og að afrit slíkra myndbanda hafi verið sent úr símanum. Brotaþoli hefur staðfest við lögreglu að í síma hans hafi verið myndbönd af honum í kynlífsathöfnum,“ segir í kröfugerð lögreglu, sem kveðst telja fjölmiðla hugsanlega hafa tekið við klámefni, jafnvel þó hvergi sé getið um hvort umrædd myndbönd hafi verið send til blaðamannanna eða að þeir hafi komið að þeirri sendingu að öðru leyti.

„Þar sem X afhenti ekki gögn úr símanum heldur símann sjálfan liggur fyrir að fjölmiðlar sem tóku við símanum afrituðu hann. Ekki er ljóst hvort síminn var afritaður að hluta eða að öllu leyti en ljóst er að þeir sem afrituðu símann hafa þurft að skoða allt sem í símanum var þó þeir hafi bara afritað hann að hluta. Það er ljóst að gögnum úr þessum afritaða síma var dreift á milli fjölmiðlamanna, þ.á.m. hugsanlega kynlífsmyndböndum.”

Engin tilvísun er þó í klámefni í umfjöllunum fjölmiðla um skæruliðadeild Samherja og vísar lögregla ekki til neinna tilfella þess að klámefni hafi verið dreift.

Af kröfugerð lögreglu er ekki ljóst hvert sakarefni blaðamannanna er að öðru leyti. „Þau sakarefni sem er verið að rannsaka er líkamsárás (byrlun) og friðhelgisbrot. Rannsóknin snýst einnig um meint kynferðisbrot (dreifing á kynferðislegu myndefni),“ segir í kröfugerðinni. Þar kemur skýrt fram að sakborningur „er sá maður sem borinn er sökum og/eða grunaður um refsiverða háttsemi“.

Lögregla segir meintan heimildarmann „hugsanlega í hefndarhug“

Fram kemur í lýsingu lögreglu að meintur heimildarmaður, X, hafi játað að hafa rætt við tvo blaðamenn, sem viðkomandi nafngreinir ekki. Páll hafi síðan fullyrt að hann hafi fengið játningu frá sama einstaklingi, sem hafi verið „hágrátandi“, samkvæmt lýsingu lögreglu á vitnisburði Páls.

Lögreglan segist hafa undir höndum samskipti blaðamanna við heimildarmanninn. „Lögreglan er með töluvert af símasamskiptum, tölvupóstum og annars konar samskiptum X við ákveðna fjölmiðlamenn.”

Í máli Aðalsteins Kjartanssonar, sem dómsmálið varðar sérstaklega, vísar lögreglan til þess að Aðalsteinn hafi, ásamt fleirum, síðar á árinu fengið sendan fjöldapóst frá umræddum aðila sem stílaður var á lögmann viðkomandi og barst einnig fjölmiðlafólki sem kom ekki að umfjöllun um skæruliðadeild Samherja. Þessi fjöldapóstur er eina atvikið sem tengist Aðalsteini Kjartanssyni beint í allri atvikalýsingu lögreglu í greinargerðinni.

Fordæmir að blaðamenn hafi nýtt upplýsingar

Lögreglan fordæmir blaðamennina í kröfugerðinni.

„Blaðamönnum er umhugað um vernd heimildamanna sinna. Á móti bendir ákæruvaldið á að fjölmiðlar eru að hagnýta sér viðkvæma stöðu heimildarmannsins,“ segir lögreglan. Þá segir lögreglan að heimildarmaðurinn „sé mjög viðkvæmur og hugsanlega í hefndarhug“.

Lögreglan segir að fjölmiðlar hafi nýtt sér „augljóst brot“ heimildarmannsins sér í hag, „faglega og fjárhagslega“, og það „Í stað þess að staldra aðeins við og veita X stuðning og hjálp“.

Meðal þess sem kom fram í umfjöllun um hópinn, sem kallaði sig skæruliðadeild Samherja, voru áform um að hindra vitnisburð Jóhannesar Stefánssonar, uppljóstrara og fyrrverandi framkvæmdastjóra Samherja í Namibíu, í Afríkulandinu síðar á árinu. Að auki skrifaði hópurinn greinar sem birtar voru í nafni Páls Steingrímssonar, til varnar Samherja og gegn fjölmiðlum. Í kjölfar þess að fréttirnar um skæruliðadeildina birtust baðst útgerðarfélagið Samherji afsökunar á framgöngu sinni.

Nýta lög til varnar þolendum hefndarkláms

Ef meint brot hefðu verið kærð fyrir árið 2021 hefði lögregla ekki haft lagaheimild til að saksækja blaðamennina. Í kröfugerð lögreglu er útskýrt að fyrir árið 2021 hafi lögregla ekki haft lagaheimild til að saksækja fyrir þau meintu brot sem blaðamenn eru nú grunaðir um, en hins vegar hafi brotaþoli áður þurft að höfða svokallað einkarefsimál. Í fyrra var lagagreinin uppfærð og var það kynnt af Stjórnarráði Íslands sem svar við hefndarklámi. „Tilefni lagasetningarinnar er aukið stafrænt kynferðisofbeldi í íslensku samfélagi. Engin einhlít skilgreining lá fyrir um hugtakið en með því er vísað til háttsemi sem felst í því að nýta stafræn samskipti til þess að búa til, dreifa eða birta kynferðislegt myndefni af öðrum í heimildarleysi,“ sagði á vef Stjórnarráðsins í febrúar í fyrra.


Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (13)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Jónsson skrifaði
    Allir fyrir Norðan vita hver heimildarkonan er. Af hverju er hún ekki nefnd og tengsl hennar við "fórnarlambið" upplýst? Meiri skollaleikurinn.
    0
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Ég vildi óska þess að lögreglan legði sama púður í nauðgunarmál þar sem fórnalömbin hafa jafnvel hljotið mikinn líkamlegan og andlegan skaða af en eru látin bíða til hliðar í bunkum án þess að nokkuð sé gert í þeim.
    9
  • Hulda Marteinsdóttir skrifaði
    Það væri áhugavert að vita hvernig öðrum kynferðisbrotamálum sem kærð hafa verið til sama lögregluumdæmis miðar. Voru þau sett til hliðar og allt kapp lagt í að rannsaka eitthvað hugsanlega/mögulega, kannski bara brot.
    4
  • John Sigurdsson skrifaði
    Nú er þetta að verða reglulega skemmtilegt :)
    2
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Þetta getur ekki verið rétt, því þá er lögreglan að gera sig að fífli.
    1
  • Anna Óskarsdóttir skrifaði
    Jahérnahér, ekki er maðurinn bara í hefndarhug fyrir hönd vinnuveitandans, heldur vill hann endilega koma á framfæri að hafa verið með símann fullan af klámi! Ekki rufu blaðamennirnir þá friðhelgi hans að eiga klámefni, það gerir hann sjálfur.
    5
    • Einar Steingrimsson skrifaði
      Áttu við að fólk sem á klámefni eigi ekki að njóta friðhelgi einkalífs?
      -2
    • SFG
      Sveinn Flóki Guðmundsson skrifaði
      Einar, það sem Anna á við er að það hefur ekkert komið fram sem gefi til kynna að fréttamenn hafi dreift klámi sem haldið er fram að þeim hafi verið sent. Og opinberun á meintu klámefni verður í kjölfar ásakana, innistæðulausra að er virðist, um það að meint dreifing meints kláms hafi verið framkvæmd af hálfu fréttamanna.
      2
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Ánægjulegt að sjá hversu harkalega og skilvirkt lögreglan á Akureyri tekur á svona klámbrotum. Vandamálið er að líklega á það bara við í þessu eina tilfelli þar sem hægt er að blanda 4 fjölmiðlamönnum sem fjalla um Samherjamálið inn í dæmið. Að vísu svolítið langsótt hjá lögreglunni en ber er hver að baki nema vini eigi á réttum stöðum. Svo er auðvitað vandamálið að íslenskir fjölmiðlar eru ekki stærstu hárkarlarnir í sjónum þar sem Samherji hefur verið að leika leikina sína.
    10
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Ja hérna, þetta kalla ég einbeittan ákæruvilja.
    10
  • Petur Ottesen skrifaði
    Vekur það engar grunsemdir að kæran er lögð fram deginum á efir seinasta verbúðarþættinum sem fjallaði um óheiðarlegt viðskiftasiðferði samherjaforstjórans á nærgöngulan hátt.
    4
  • Sveinn Hansson skrifaði
    Er þetta brandari ?
    13
    • Ingibjörg Þorleifsdóttir skrifaði
      Ja hverjum og með hverjum var maðurinn að.....?
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi
8
FréttirLoftslagsvá

And­rúms­loft­inu sama hvort kolt­víoxíð losni á Ítal­íu eða Ís­landi

Ál­ver­in á Ís­landi losa jafn­mik­ið af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um og vega­sam­göng­ur og fiski­skipa­flot­inn sam­an­lagt. Það er hins veg­ar „lít­ið að frétta“ af að­ferð­um sem minnka þá los­un, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. En senn fer að þrengja að mögu­leik­um til kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. Og sam­hliða eykst þrýst­ing­ur á að bregð­ast við.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár