Vísindamenn hafa bent á að sjötta útrýmingarskeið dýrategunda í jarðsögunni standi nú yfir, sem megi rekja beint eða óbeint til athafna mannsins. Í því samhengi hafa spendýr verið best rannsökuð, en á undanförnum öldum hefur tíðni útrýmingar aukist stórkostlega á meðal þeirra, auk þess sem fjölda innan einstakra tegunda hefur snarfækkað á meðal flestra tegunda sem eru eftirlifandi. Stærri spendýr sem þurfa stórt landsvæði hafa þurft að láta undan ágangi mannsins, svo sem fílar og nashyrningar. Sömuleiðis stórar kjötætur eins og úlfar, brúnbirnir og ljón.
Vistkerfum jarðar hrakar á ógnarhraða og hlutfall villtra dýrategunda sem eru nú í útrýmingarhættu er komið í 28 prósent, þeirra á meðal er stærsta núlifandi eðlutegund heims, því eyjar þar sem eðlurnar þrífast minnka hratt vegna hækkandi yfirborðs sjávar.
Breytingar á hitastigi sjávar munu hafa keðjuverkandi áhrif hér á landi að mati Þorleifs Eiríkssonar, sem er með doktorspróf í dýrafræði með áherslu á atferlisfræði. …
Athugasemdir