Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða á síðasta ári og ætlar sér að greiða 14,4 milljarða í arð til ríkisins. Þetta kemur fram í tilkynningu um niðurstöðu uppgjör bankans fyrir árið. Það er miklu meiri hagnaður en árið áður, þegar bankinn skilaði 10,5 milljarða hagnaði. Samkvæmt tilkynningu bankans eru flestir mælikvarðar í rekstrinum betri nú en árið á undan.
Verði arðgreiðslan samþykkt í bankaráði, sem verður að teljast líklegt, þýðir það að arðgreiðslur Landsbankans til eigenda – sem er að langstærstum hluta íslenska ríkið – komi til með að nema samtals 160 milljörðum króna á árabilinu 2013-2022. Bankaráð er líka með til skoðunar að leggja til að greiddur verði út sérstakur arður á árinu 2022.
Rekstrartekjurnar voru 62,3 milljarðar króna á árinu, sem er hækkun um 24 milljarða. Rekstrargjöldin voru aftur á móti áþekk á milli ára; hækkuðu úr 25,6 milljörðum í 25,9 milljarða. Þetta leiðir af sér að kostnaður sem …
Athugasemdir (2)