Erlendur námsmaður sem, ásamt samnemendum sínum, heimsótti kaffihúsið Kaffivagninn á Granda í janúar mætti mismunun af hálfu eiganda staðarins. Þrátt fyrir að allir í hópnum hafi pantað sama kaffidrykkinn með flóaðri mjólk fékk hún sitt kaffi svart og í glasi, en ekki bolla. Hún var sú eina í hópnum sem er dökk á hörund og þegar óskað var eftir leiðréttingu á pöntuninni sagðist starfsfólk ekki geta orðið við því.
Samkvæmt heimildum Stundarinnar bannaði eigandi staðarins starfsfólki að verða við óskum konunnar um leiðréttingu. Mun þetta ekki vera í fyrsta skipti sem eigandinn hefur haft uppi kynþáttafordóma og hafa bæði starfsmenn og gestir upplifað slíkt. Eigandi staðarins hafnar þessu.
Nemandinn tilkynnti atvikið til kennara síns í náminu við Háskóla Íslands og hefur Vinnueftirlitið verið upplýst um málið.
Eru í jafnréttisnámi á Íslandi
Hópurinn sem sótti Kaffivagninn er á landinu á vegum GEST, verkefnis hjá Háskóla Íslands, en íslensk stjórnvöld styrkja hóp …
Og það sem skiptir máli í þessu samhengi er að viðskiptavininum leið eins og henni væri mismunað, og virðist hafa þurft að ganga mjög stíft eftir að fá leiðréttingu, með þjósti, og svo reynir fyrirtækið að gera lítið úr málinu og þar með henni í kjölfarið?
Mér finnst þessi afneitun bara hreint ekki trúverðug, né svörin hljóma eins og fyrirtækið sé opið fyrir að bæta sig.