Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Kvartað undan kynþáttafordómum á Kaffivagninum

Kona úr hópi er­lendra náms­manna sem sett­ist á Kaffi­vagn­inn hljóp út grát­andi vegna mis­mun­un­ar. Kenn­ari við Há­skóla Ís­lands til­kynnti mál­ið til Vinnu­eft­ir­lits­ins. Eig­and­inn seg­ir þetta ósatt.

Kvartað undan kynþáttafordómum á Kaffivagninum
Kaffivagninn Nýir eigendur tóku við rekstrinum árið 2020, en heimildir Stundarinnar herma að viðskiptavinir og starfsfólk hafi upplifað kynþáttafordóma. Mynd: Davíð Þór

Erlendur námsmaður sem, ásamt samnemendum sínum, heimsótti kaffihúsið Kaffivagninn á Granda í janúar mætti mismunun af hálfu eiganda staðarins. Þrátt fyrir að allir í hópnum hafi pantað sama kaffidrykkinn með flóaðri mjólk fékk hún sitt kaffi svart og í glasi, en ekki bolla. Hún var sú eina í hópnum sem er dökk á hörund og þegar óskað var eftir leiðréttingu á pöntuninni sagðist starfsfólk ekki geta orðið við því.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar bannaði eigandi staðarins starfsfólki að verða við óskum konunnar um leiðréttingu. Mun þetta ekki vera í fyrsta skipti sem eigandinn hefur haft uppi kynþáttafordóma og hafa bæði starfsmenn og gestir upplifað slíkt. Eigandi staðarins hafnar þessu.

Nemandinn tilkynnti atvikið til kennara síns í náminu við Háskóla Íslands og hefur Vinnueftirlitið verið upplýst um málið.

Eru í jafnréttisnámi á Íslandi

Hópurinn sem sótti Kaffivagninn er á landinu á vegum GEST, verkefnis hjá Háskóla Íslands, en íslensk stjórnvöld styrkja hóp …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Jónsson skrifaði
    Nú treystum við á að ferðamenn flykkist til landsins. Verðum við ekki vara þá við Kaffivagninum út á Granda?
    0
  • Alexandra Briem skrifaði
    Mjög skrítið svar hjá fyrirtækinu. Er það ómögulegt að einn starfsmaður hafi verið með fordóma af því aðrir starfsmenn séu svartir? Er þetta ekki bara fyrirtækjaútgáfan af 'Ég á marga svarta vini svo ég get ekki verið rasisti?' rökvillunni/lyginni?

    Og það sem skiptir máli í þessu samhengi er að viðskiptavininum leið eins og henni væri mismunað, og virðist hafa þurft að ganga mjög stíft eftir að fá leiðréttingu, með þjósti, og svo reynir fyrirtækið að gera lítið úr málinu og þar með henni í kjölfarið?

    Mér finnst þessi afneitun bara hreint ekki trúverðug, né svörin hljóma eins og fyrirtækið sé opið fyrir að bæta sig.
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Svona framkoma á ekki að líðast.
    0
  • Elín Kona Eddudóttir skrifaði
    Takk fyrir að benda á kynþáttafordóma í hinu svokallaða ,,jafnréttisparadísarleikriti" á Íslandi.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár