Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Jóhannes meðhöndlari dæmdur fyrir fimmtu nauðgunina

Jó­hann­es Tryggvi Svein­björns­son var í dag dæmd­ur í eins árs fang­elsi fyr­ir að hafa nauðg­að konu á nudd­stofu sinni. Í nóv­em­ber þyngdi Lands­rétt­ur refs­ingu Jó­hann­es­ar í sex ára fang­elsi fyr­ir að hafa nauðg­að fjór­um kon­um.

Jóhannes meðhöndlari dæmdur fyrir fimmtu nauðgunina
Dæmdur í árs fangelsi Jóhannes var dæmdur fyrir fimmtu nauðgunina í dag.

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson meðhöndlari var í dag dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu á nuddstofu sinni árið 2012. Er það fimmta nauðgunin sem Jóhannes fær dóm fyrir. 

Fimmtán konur kærðu Jóhannes til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2018 vegna kynferðisbrota. Gefin var út ákæra í fjórum málum en rannsókn felld niður í ellefu, þar á meðal því máli sem Jóhannes var nú dæmdur í.  Um er að ræða brot hans gegn Ragnhildi Eik Árnadóttur sem steig fram í viðtali við Stundina sumarið 2020 og lýsti nauðguninni.

Ragnhildur Eik kærði niðurfellingu rannsóknar lögreglu til ríkissaksóknara árið 2020 og vísaði ríkissaksóknari málinu aftur til lögreglu til rannsóknar. Héraðssaksóknari gaf 12. maí á síðasta ári út ákæru í málinu. Athygli vakti að málið var rakið opnu þinghaldi en Ragnhildur hafði lýst sinni skoðun að svo ætti að vera á meðan að Jóhannes fór fram á að þinghald yrði lokað.

Sem fyrr segir er þetta fimmta nauðgunin sem Jóhannes fær dóm fyrir en í janúar á síðasta ári var hann dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum sem leituðu til hans í meðhöndlun. Þeim dómi var áfrýjað til Landsréttar, sem í nóvember síðastliðnum þyngdi refsingu Jóhannesar Tryggva í sex ára fangelsi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Á ekki að henda lyklinum þega búið er að loka svíðingin inni?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár