Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Jóhannes meðhöndlari dæmdur fyrir fimmtu nauðgunina

Jó­hann­es Tryggvi Svein­björns­son var í dag dæmd­ur í eins árs fang­elsi fyr­ir að hafa nauðg­að konu á nudd­stofu sinni. Í nóv­em­ber þyngdi Lands­rétt­ur refs­ingu Jó­hann­es­ar í sex ára fang­elsi fyr­ir að hafa nauðg­að fjór­um kon­um.

Jóhannes meðhöndlari dæmdur fyrir fimmtu nauðgunina
Dæmdur í árs fangelsi Jóhannes var dæmdur fyrir fimmtu nauðgunina í dag.

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson meðhöndlari var í dag dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu á nuddstofu sinni árið 2012. Er það fimmta nauðgunin sem Jóhannes fær dóm fyrir. 

Fimmtán konur kærðu Jóhannes til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2018 vegna kynferðisbrota. Gefin var út ákæra í fjórum málum en rannsókn felld niður í ellefu, þar á meðal því máli sem Jóhannes var nú dæmdur í.  Um er að ræða brot hans gegn Ragnhildi Eik Árnadóttur sem steig fram í viðtali við Stundina sumarið 2020 og lýsti nauðguninni.

Ragnhildur Eik kærði niðurfellingu rannsóknar lögreglu til ríkissaksóknara árið 2020 og vísaði ríkissaksóknari málinu aftur til lögreglu til rannsóknar. Héraðssaksóknari gaf 12. maí á síðasta ári út ákæru í málinu. Athygli vakti að málið var rakið opnu þinghaldi en Ragnhildur hafði lýst sinni skoðun að svo ætti að vera á meðan að Jóhannes fór fram á að þinghald yrði lokað.

Sem fyrr segir er þetta fimmta nauðgunin sem Jóhannes fær dóm fyrir en í janúar á síðasta ári var hann dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum sem leituðu til hans í meðhöndlun. Þeim dómi var áfrýjað til Landsréttar, sem í nóvember síðastliðnum þyngdi refsingu Jóhannesar Tryggva í sex ára fangelsi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Á ekki að henda lyklinum þega búið er að loka svíðingin inni?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár