Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hörður „gengst við því“ að vera sá sem misnotaði yfirburðarstöðu sína gagnvart Jódísi

Hörð­ur J. Odd­fríð­ar­son, dag­skrár­stjóri göngu­deild­ar SÁÁ á Ak­ur­eyri, seg­ir í sam­tali við Stund­ina að hann gang­ist við því að vera mað­ur­inn sem mis­not­aði yf­ir­burð­ar­stöðu sína gagn­vart Jó­dísi Skúla­dótt­ur þing­konu Vinstri grænna. Hörð­ur er kom­inn í leyfi frá störf­um hjá SÁÁ og hef­ur í dag sagt sig frá ýms­um starfs­skyld­um, með­al ann­ars sem formað­ur full­trúa­ráðs Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þá hef­ur hann sagt sig úr stjórn Sund­sam­bands Ís­lands.

Hörður „gengst við því“ að vera sá sem misnotaði yfirburðarstöðu sína gagnvart Jódísi

Hörður J. Oddfríðarson segist í samtali við Stundina hafa „dregið við sig“ að svara fyrirspurnum um hvort hann væri maðurinn sem Jódís Skúladóttir, alþingiskona nefndi í status á Facebook í fyrradag,  „Ég gengst við því“ segir Hörður hinsvegar í samtali við Stundina og bætir við að hann sé að klára yfirlýsingu þess efnis sem hann muni svo senda frá sér. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs segir að Hörður sé kominn í leyfi frá störfum sínum fyrir SÁÁ og málið sé til skoðunar hjá samtökunum.  

Jódís lýsti því að maður sem misnotaði yfirburðastöðu sína gagnvart henni hefði tekið á móti henni þegar hún var send í eftirmeðferð á Staðarfelli þremur árum síðar.

„Þegar ég mætti með rútunni í eftirmeðferð á Staðarfell í Dölum tók á móti mér maður sem var kanóna innan SÁÁ, sá sami hafði misnotað yfirburðaðstöðu sína gagnvart mér þrem árum fyrr. Ég hafði þá verið 17 ára, hann 30 ára. Hann, edrú, gaf mér áfengi, káfaði á mér og tróð tungunni upp í mig. Ég forðaði mér en hann mætti heim til mín um nóttina og vildi komast inn.“

Á hans ábyrgð að stíga fram 

Jódís sagði nóg komið og kallaði eftir aðgerðum því „hvert ömurlega málið hafi rekið annað árum saman innan SÁÁ“.  Hörður segir í samtali við Stundina að hann hafi viljað að taka tillit til Jódísar og því ekki sagt frá því að hann væri maðurinn sem um ræddi.  ,,En ég gengst við þessu og hefði gjarnan viljað ræða við hana en ég rengi að sjálfsögðu ekki frásögn Jódísar á neinn hátt og mun birta yfirlýsingu um málið hið fyrsta.” segir Hörður. 

„Ég gengst við því“

Stundin náði tali af Jódísi og bar þessi orð undir hana. „Ég tók ákvörðun um að nafngreina hann ekki af því að það er á hans ábyrgð að stíga fram.“

Hörður hefur sagt sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna vegna málsins, en hann var formaður fulltrúaráðs flokksins. 

Hörður segist einnig vera búinn að segja sig úr stjórn Sundsambands Íslands  en hann var formaður sambandsins um árabil. „Moldviðrið í SÁÁ undanfarið gerir það að verkum að ég ætla að draga mig í hlé frá trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna og úr Sundsambandinu.“

Heldur áfram hjá SÁÁ  enn um sinn

Aðspurður hvort hann ætli að halda áfram að vinna hjá SÁÁ þar sem hann er dagskrárstjóri göngudeildar á Akureyri segist hann halda áfram, enn um sinn, að sinna þeim verkum sem yfirmenn sínir hjá SÁÁ muni fela sér.  „Þetta samtal er ekki búið milli mín og minna yfirmanna hjá SÁÁ,“ segir Hörður.

Hann segist hafa gengið of langt í að gagnrýna Sjúkratryggingar Íslands en sem kunnugt er hafa Sjúkratryggingar kært SÁÁ til saksóknara vegna þúsunda tilhæfulausra reikninga og krafið samtökin um 174 milljóna króna endurgreiðslu. „Sú skoðun tengist að nokkru leyti verkefnum sem ég hef haft með að gera og kostar mikla vinnu og yfirlegu. Ég þarf eins og aðrir þegar ég sé fréttir af því að verið sé að kæra það að setjast yfir það og athuga hvort einhver fótur sé fyrir því þegar saksóknari bankar uppá,“ segir Hörður og aðspurður um gagnrýni sína á störf Sjúkratrygginga í Fréttablaðinu fyrir nokkrum dögum síðan vegna málsins. Þar sakaði Hörður Sjúkratryggingar Íslands um að hafa framið brot við rannsókn málsins. 

Þá segist hann enn vera á þeirri skoðun að starfsstétt ráðgjafa sé sýndur hroki í bréfi SÍ en það skipti ekki máli þegar upp sé staðið. „Ég var of fljótur á mér þegar ég gagnrýndi SÍ sem er bara að vinna sína vinnu,“ segir Hörður. 

Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs staðfestir við Stundina að Hörður sé enn starfandi hjá SÁÁ en að málið sé til skoðunar þar.  Hún segir að rannsókn á málinu hafi byrjað hjá SÁÁ þegar hún sá skrif Jódísar Skúladóttur alþingiskonu. Valgerður segist hafa sent Jódísi skilaboð og beðið um að fá að heyra í henni.  „Ég spurði hvort sá sem hún væri að skrifa um væri starfsmaður hjá SÁÁ núna. Hún staðfesti það og þá fór af stað rannsókn á málinu hér hjá okkur. Atburðurinn sem Jódís segir frá átti sér stað áður en starfsmaðurinn kom til vinnu hjá SÁÁ, hins vegar var hann sannarlega að vinna hjá samtökunum þegar Jódís kom í meðferð eins og hún lýsir sjálf,“ segir Valgerður og bætir við að nú sé verið að skoða málið út frá starfseminni í dag. , ,Verklag í þessum málum er gjörbreytt hjá samtökunum en það er alltaf hægt að gera betur og læra af því sem gerst hefur í fortíðinni“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs.

Hörður J. Oddfríðarson sendi eftirfarandi tilkynningu eftir að Stundin birti frétt um málið síðdegis: 

Yfirlýsing varðandi sögu Jódísar Skúladóttur alþingismanns 

  

Jódís Skúladóttir, þingmaður VG, hefur greint frá atviki sem hún varð fyrir þegar hún var sautján ára og undirritaður þrítugur. Þremur árum eftir þetta atvik átti sér stað fór hún í meðferð og þá tók ég á móti henni, þá orðinn starfsmaður SÁÁ. 

 

Ég fór sjálfur í meðferð skömmu eftir að þetta atvik átti sér stað og hóf störf hjá samtökunum skömmu síðar.  


Ég rengi ekki frásögn Jódísar á nokkurn hátt og bið hana afsökunar því sem gerðist og þeim afleiðingum sem það hefur haft fyrir hana.  


Ég er í samtali við mína yfirmenn hjá SÁÁ um framtíð mína og hef óskað eftir því að úttekt verði gerð á mínum störfum þar sl. 25 ár.     

  

Akureyri 27. janúar 2022 

Hörður J. Oddfríðarson

Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs, hafði samband við Stundina rétt í þessu og tilkynnti að Hörður væri kominn í leyfi frá störfum sínum fyrir SÁÁ. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna María Sverrisdóttir skrifaði
    Það er enginn að taka hann af lífi. Auðvitað vont og leiðinlegt en hann gengst við að hafa hagað sér eins og fífl gagnvart annarri manneskju í viðkvæmri stöðu. Það er gott. Ég hef enga trú á að hann sé illmenni
    0
  • Laufey Jóhannesdóttir skrifaði
    Er ekki doldið langt gengið að maðurinn sé tekinn af lífi fyrir eitthvað fylleríisrugl fyrir 30 árum eða svo ef hann hefur lifað flekklausu lífi síðan og jafnvel getað nýtt reynslu sína af ruglinu til að hjálpa oðrum? Tveir alkar á fylleríi kann yfirleitt ekki góðri lukku að stýra og fáheyrt að það þurfi að neyða áfengi ofaní virka alkóhólista.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu