Sænska stórblaðið Dagens Nyheter fjallar um launamál Björns Zoëga, forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð og ráðgjafa heilbrigðisráðuneytisins á Íslandi, í öðrum leiðara blaðsins í dag og varpar fram þeirri spurningu hvort hann sé ofurmaður.
Launamál Björns hafa verið til umfjöllunar í sænska blaðinu en hann er með 270 þúsund sænskar krónur á mánuði, 3,9 milljónir króna, og þar með 90 þúsund sænskum krónum, 1,3 milljónum króna, meira í mánaðarlaun en forsætisráðherra landsins, Magdalena Anderson.
„Ef vinnuálagið og ábyrgðin er svo mikil að slík laun séu réttlætanlegt ættu maður þá ekki ganga út frá því viðtakandi launanna hafi ekki líka tíma og orku til að sinna öðru starfi á öðrum stað?“
Björn er auk þess með tæplega 1,1 milljón íslenskra króna á mánuði fyrir að vera sérstakur ráðgjafi heilbrigðisráðherrans á Íslandi, Willums Þórs Þórssonar. Bæði þessi störf Björns eru skilgreind sem 100 prósent störf eins og Stundin hefur fjallað um. Dagens Nyheter setur störf og laun Björns í Svíþjóð í samhengi við þetta aukastarf hans á Íslandi.
Umfjöllun Dagens Nyheter fjallar hins vegar ekki eingöngu um persónu og laun Björns sem slíks heldur stærra samfélagslegt samhengi þar sem sú launahækkun sem hann fékk í fyrra, 12 prósent, er sett í samhengi við það að á sama tíma fengu hjúkrunarfræðingar í Stokkhólmsléni 2,8 prósenta launahækkun.
Launahækkun Björns var því ríflega fjórfalt hærri en launahækkun hjúkrunarfræðinganna á erfiðu ári í rekstri sænska heilbrigðiskerfisins þar sem COVID-faraldurinn setti stórt strik í reikninginn. Um þetta segir í leiðaranum: „Heilbrigðisstarfsfólkið á gólfinu hefur barist vel í COVID-faraldrinum en ef tekið er mið af launaþróuninni þá hefur innlegg þeirra ekki verið nálægt því eins mikilvægt og forstjórans.“
Sænska blaðið setur launamál Björns svo í samhengi við aukastarf hans á Íslandi, sem blaðið á erfitt með að skilja að hann geti sinnt samhliða forstjórastarfinu á Karolinska, og spyr þeirrar spurningar hvað Stokkhólms-lén, sem rekur sjúkrahúsið, fái eiginlega fyrir þessar tæpu 4 milljónir á mánuði.
„Þetta vekur spurningar um hvað Stokkhólms-lén fær eiginlega fyrir þessar 270600 sænsku krónur á mánuði. Ef vinnuálagið og ábyrgðin er svo mikil að slík laun séu réttlætanlegt ættu maður þá ekki ganga út frá því viðtakandi launanna hafi ekki líka tíma og orku til að sinna öðru starfi á öðrum stað?“
Tekið skal fram að Björn hefur sagt að hann muni láta af störfum sem ráðgjafi Willums Þórs á Íslandi ef hann getur ekki sinnt báðum störfunum. „Það mun koma í ljós á næstu mánuðum hvort það gengur að sinna báðum störfunum samtímis. Ef það gengur ekki þá mun ég hætta að vera ráðgjafi, það erum við heilbrigðisráðherrann sammála um.“
Þetta er eins og að fá Messi í Val eða KR(segir heilbrigðisráðherra)og er það nú ekkert smá 🤨😳🥴