Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Sænskt stórblað fjallar um launamál Björns Zoëga og spyr hvort hann sé ofurmaður

Í öðr­um leið­ara Dagens Nyheter í dag er fjall­að um laun Björns Zoëga, for­stjóra Karol­inska-sjúkra­húss­ins í Sví­þjóð, og er launa­hækk­un hans sett í sam­hengi við hækk­an­ir hjá hjúkr­un­ar­fræð­ing­um. Blað­ið skil­ur ekki hvernig Björn get­ur ver­ið í tveim­ur störf­um í Sví­þjóð og Ís­landi.

Sænskt stórblað fjallar um launamál Björns Zoëga og spyr hvort hann sé ofurmaður
Furðar sig á laununum Í leiðara sænska blaðsins Dagens Nyheter í dag furðar höfundurinn sig á launamálum Björns Zoega og aukavinnu hans fyrir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

Sænska stórblaðið Dagens Nyheter fjallar um launamál Björns Zoëga, forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð og ráðgjafa heilbrigðisráðuneytisins á Íslandi, í öðrum leiðara blaðsins í dag og varpar fram þeirri spurningu hvort hann sé ofurmaður. 

Launamál Björns hafa verið til umfjöllunar í sænska blaðinu en hann er með 270 þúsund sænskar krónur á mánuði, 3,9 milljónir króna, og þar með 90 þúsund sænskum krónum, 1,3 milljónum króna, meira í mánaðarlaun en forsætisráðherra landsins, Magdalena Anderson.

„Ef vinnuálagið og ábyrgðin er svo mikil að slík laun séu réttlætanlegt ættu maður þá ekki ganga út frá því viðtakandi launanna hafi ekki líka tíma og orku til að sinna öðru starfi á öðrum stað?“

Björn er auk þess með tæplega 1,1 milljón íslenskra króna á mánuði fyrir að vera sérstakur ráðgjafi heilbrigðisráðherrans á Íslandi, Willums Þórs Þórssonar. Bæði þessi störf Björns eru skilgreind sem 100 prósent störf eins og Stundin hefur fjallað um. Dagens Nyheter setur störf og laun Björns í Svíþjóð í samhengi við þetta aukastarf hans á Íslandi. 

Leiðari Dagens NyheterEr Björn ofurmenni, spyr leiðarahöfundur Dagens Nyheter, sem fjallar um laun hans fyrir tvö hundrað prósent störf.

Umfjöllun Dagens Nyheter fjallar hins vegar ekki eingöngu um persónu og laun Björns sem slíks heldur stærra samfélagslegt samhengi þar sem sú launahækkun sem hann fékk í fyrra, 12 prósent, er sett í samhengi við það að á sama tíma fengu hjúkrunarfræðingar í Stokkhólmsléni 2,8 prósenta launahækkun.

Launahækkun Björns var því ríflega fjórfalt hærri en launahækkun hjúkrunarfræðinganna á erfiðu ári í rekstri sænska heilbrigðiskerfisins þar sem COVID-faraldurinn setti stórt strik í reikninginn. Um þetta segir í leiðaranum: „Heilbrigðisstarfsfólkið á gólfinu hefur barist vel í COVID-faraldrinum en ef tekið er mið af launaþróuninni þá hefur innlegg þeirra ekki verið nálægt því eins mikilvægt og forstjórans.“

Sænska blaðið setur launamál Björns svo í samhengi við aukastarf hans á Íslandi, sem blaðið á erfitt með að skilja að hann geti sinnt samhliða forstjórastarfinu á Karolinska, og spyr þeirrar spurningar hvað Stokkhólms-lén, sem rekur sjúkrahúsið, fái eiginlega fyrir þessar tæpu 4 milljónir á mánuði.

„Þetta vekur spurningar um hvað Stokkhólms-lén fær eiginlega fyrir þessar 270600 sænsku krónur á mánuði. Ef vinnuálagið og ábyrgðin er svo mikil að slík laun séu réttlætanlegt ættu maður þá ekki ganga út frá því viðtakandi launanna hafi ekki líka tíma og orku til að sinna öðru starfi á öðrum stað?“

Tekið skal fram að Björn hefur sagt að hann muni láta af störfum sem ráðgjafi Willums Þórs á Íslandi ef hann getur ekki sinnt báðum störfunum. „Það mun koma í ljós á næstu mánuðum hvort það gengur að sinna báðum störfunum samtímis. Ef það gengur ekki þá mun ég hætta að vera ráðgjafi, það erum við heilbrigðisráðherrann sammála um.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Svanhvít Sigurgeirsdóttir skrifaði
    Skiljanlega botna Svíar ekkert í Íslenskri spillingu, þegar verið er að moka til sín úr Ríkiskassanum.
    0
  • Gunnhildur Sigurjónsdóttir skrifaði
    Og maður bíður í ofvæni eftir ráðgjöfinni - að honum takist að leysa stjórnunarvanda Landspítalans, eins og hann gerði á Karolinska. Virkar ekki traustvekjandi með ofurlaunin
    0
  • Siggi Rey skrifaði
    Gott dæmi um viðbjóðslegan klíkuskap. Þessi "aðstoðarmaður" er bara sýndarmennska. Segir okkur líka að það er engin þörf á þessum "aðstoðarmönnum". Sem forstjóri sjúkrahúss segir manni að það sé fullt starf en ekki aukastarf hvað þá hitt ........
    0
  • Siggi Rey skrifaði
    Gott dæmi um viðbjóðslegan klíkuskap. Þessi "aðstoðarmaður" er bara sýndarmennska. Segir okkur líka að það er engin þörf á þessum "aðstoðarmönnum". Sem forstjóri sjúkrahúss segir manni að það sé fullt starf en ekki aukastarf hvað þá hitt ........
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Auðvitað þarna eru málin rædd opinberlega og á gagnrýninn hátt. Þessi Supermaður sem flúði áður frá Íslandi vegna óviðunandi aðstæðna á vinnustað sínum, á nú að laga allt á súperlaunum. Íslensk heimska!
    0
  • SL
    Sigmundur Lýðsson skrifaði
    Halló Ingi Freyr.
    Þetta er eins og að fá Messi í Val eða KR(segir heilbrigðisráðherra)og er það nú ekkert smá 🤨😳🥴
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laun Björns Zoëga

Mest lesið

Allir forsetaframbjóðendur nema einn horfa fram á afhroð í þingkosningum
5
Fréttir

All­ir for­setafram­bjóð­end­ur nema einn horfa fram á af­hroð í þing­kosn­ing­um

Aldrei hafa fleiri for­setafram­bjóð­end­ur gef­ið kost á sér til al­þing­is og í ár. Fjór­ir fram­bjóð­end­ur reyna að ná hylli kjós­enda með nokk­uð eins­leit­um ár­angri. Tveir eru lík­leg­ir inn á þing, Jón Gn­arr sem er í Við­reisn og Halla Hrund Loga­dótt­ir, sem leið­ir lista Fram­sókn­ar í Suð­ur­kjör­dæmi, sem er þó langt fyr­ir neð­an kjör­fylgi. Minni lík­ur eru á að hinir tveir kom­ist inn. Stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir him­inn og haf á milli for­seta- og al­þing­is­kosn­inga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár