Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sænskt stórblað fjallar um launamál Björns Zoëga og spyr hvort hann sé ofurmaður

Í öðr­um leið­ara Dagens Nyheter í dag er fjall­að um laun Björns Zoëga, for­stjóra Karol­inska-sjúkra­húss­ins í Sví­þjóð, og er launa­hækk­un hans sett í sam­hengi við hækk­an­ir hjá hjúkr­un­ar­fræð­ing­um. Blað­ið skil­ur ekki hvernig Björn get­ur ver­ið í tveim­ur störf­um í Sví­þjóð og Ís­landi.

Sænskt stórblað fjallar um launamál Björns Zoëga og spyr hvort hann sé ofurmaður
Furðar sig á laununum Í leiðara sænska blaðsins Dagens Nyheter í dag furðar höfundurinn sig á launamálum Björns Zoega og aukavinnu hans fyrir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

Sænska stórblaðið Dagens Nyheter fjallar um launamál Björns Zoëga, forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð og ráðgjafa heilbrigðisráðuneytisins á Íslandi, í öðrum leiðara blaðsins í dag og varpar fram þeirri spurningu hvort hann sé ofurmaður. 

Launamál Björns hafa verið til umfjöllunar í sænska blaðinu en hann er með 270 þúsund sænskar krónur á mánuði, 3,9 milljónir króna, og þar með 90 þúsund sænskum krónum, 1,3 milljónum króna, meira í mánaðarlaun en forsætisráðherra landsins, Magdalena Anderson.

„Ef vinnuálagið og ábyrgðin er svo mikil að slík laun séu réttlætanlegt ættu maður þá ekki ganga út frá því viðtakandi launanna hafi ekki líka tíma og orku til að sinna öðru starfi á öðrum stað?“

Björn er auk þess með tæplega 1,1 milljón íslenskra króna á mánuði fyrir að vera sérstakur ráðgjafi heilbrigðisráðherrans á Íslandi, Willums Þórs Þórssonar. Bæði þessi störf Björns eru skilgreind sem 100 prósent störf eins og Stundin hefur fjallað um. Dagens Nyheter setur störf og laun Björns í Svíþjóð í samhengi við þetta aukastarf hans á Íslandi. 

Leiðari Dagens NyheterEr Björn ofurmenni, spyr leiðarahöfundur Dagens Nyheter, sem fjallar um laun hans fyrir tvö hundrað prósent störf.

Umfjöllun Dagens Nyheter fjallar hins vegar ekki eingöngu um persónu og laun Björns sem slíks heldur stærra samfélagslegt samhengi þar sem sú launahækkun sem hann fékk í fyrra, 12 prósent, er sett í samhengi við það að á sama tíma fengu hjúkrunarfræðingar í Stokkhólmsléni 2,8 prósenta launahækkun.

Launahækkun Björns var því ríflega fjórfalt hærri en launahækkun hjúkrunarfræðinganna á erfiðu ári í rekstri sænska heilbrigðiskerfisins þar sem COVID-faraldurinn setti stórt strik í reikninginn. Um þetta segir í leiðaranum: „Heilbrigðisstarfsfólkið á gólfinu hefur barist vel í COVID-faraldrinum en ef tekið er mið af launaþróuninni þá hefur innlegg þeirra ekki verið nálægt því eins mikilvægt og forstjórans.“

Sænska blaðið setur launamál Björns svo í samhengi við aukastarf hans á Íslandi, sem blaðið á erfitt með að skilja að hann geti sinnt samhliða forstjórastarfinu á Karolinska, og spyr þeirrar spurningar hvað Stokkhólms-lén, sem rekur sjúkrahúsið, fái eiginlega fyrir þessar tæpu 4 milljónir á mánuði.

„Þetta vekur spurningar um hvað Stokkhólms-lén fær eiginlega fyrir þessar 270600 sænsku krónur á mánuði. Ef vinnuálagið og ábyrgðin er svo mikil að slík laun séu réttlætanlegt ættu maður þá ekki ganga út frá því viðtakandi launanna hafi ekki líka tíma og orku til að sinna öðru starfi á öðrum stað?“

Tekið skal fram að Björn hefur sagt að hann muni láta af störfum sem ráðgjafi Willums Þórs á Íslandi ef hann getur ekki sinnt báðum störfunum. „Það mun koma í ljós á næstu mánuðum hvort það gengur að sinna báðum störfunum samtímis. Ef það gengur ekki þá mun ég hætta að vera ráðgjafi, það erum við heilbrigðisráðherrann sammála um.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Svanhvít Sigurgeirsdóttir skrifaði
    Skiljanlega botna Svíar ekkert í Íslenskri spillingu, þegar verið er að moka til sín úr Ríkiskassanum.
    0
  • Gunnhildur Sigurjónsdóttir skrifaði
    Og maður bíður í ofvæni eftir ráðgjöfinni - að honum takist að leysa stjórnunarvanda Landspítalans, eins og hann gerði á Karolinska. Virkar ekki traustvekjandi með ofurlaunin
    0
  • Siggi Rey skrifaði
    Gott dæmi um viðbjóðslegan klíkuskap. Þessi "aðstoðarmaður" er bara sýndarmennska. Segir okkur líka að það er engin þörf á þessum "aðstoðarmönnum". Sem forstjóri sjúkrahúss segir manni að það sé fullt starf en ekki aukastarf hvað þá hitt ........
    0
  • Siggi Rey skrifaði
    Gott dæmi um viðbjóðslegan klíkuskap. Þessi "aðstoðarmaður" er bara sýndarmennska. Segir okkur líka að það er engin þörf á þessum "aðstoðarmönnum". Sem forstjóri sjúkrahúss segir manni að það sé fullt starf en ekki aukastarf hvað þá hitt ........
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Auðvitað þarna eru málin rædd opinberlega og á gagnrýninn hátt. Þessi Supermaður sem flúði áður frá Íslandi vegna óviðunandi aðstæðna á vinnustað sínum, á nú að laga allt á súperlaunum. Íslensk heimska!
    0
  • SL
    Sigmundur Lýðsson skrifaði
    Halló Ingi Freyr.
    Þetta er eins og að fá Messi í Val eða KR(segir heilbrigðisráðherra)og er það nú ekkert smá 🤨😳🥴
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laun Björns Zoëga

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár