Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Örlög jaðarsettra Íslendinga: „Maður finnur nánast fyrir líkamlegu ógeði“

Sex sagn­fræð­ing­ar hafa gef­ið út bók með heim­ild­um um jað­ar­setta Ís­lend­inga á öld­um áð­ur. Um er að ræða lýs­ing­ar á lífs­hlaupi fólks sem var á ein­hvern hátt fatl­að, and­lega eða lík­am­lega, og lenti jafn­vel í einelti og stríðni. Tveir af sagn­fræð­ing­un­um, Sig­urð­ur Gylfi Magnús­son og Sól­veig Ólafs­dótt­ir, segja að með auk­inni og bættri með­vit­und um fatl­að fólk og stofn­ana­væð­ingu sam­fé­lags­ins hafi jað­ar­sett fólk feng­ið meira skjól en á fyrri öld­um.

Örlög jaðarsettra Íslendinga: „Maður finnur nánast fyrir líkamlegu ógeði“

„Voru  þær leiddar að bæli hennar, og þótt skömm sé frá því að segja, gátu sumar þeirra ekki látið kerlingarveslinginn óáreittan, heldur fóru að yrða á hana og jafnvel erta hana. Hafði hún ekki svarað með öðru heldur en orgi.“

Þessi lýsing er meðal þeirra sem til eru um lífshlaup Sólveigar Eiríksdóttur, konu frá Eyjafirði á Norðurlandi, sem lést árið 1868. Sólveig þessi var seinfær einstæðingur og utangarðskona sem var á hreppnum í sinni sveit og var höfð þar að háði og spotti. Síðustu ár ævi sinnar lá hún í kör á bænum Öngulsstöðum og kom fólk í einhverjum tilfellum til að sjá hana, líkt og hún væri einhvers konar frík eða fyrirbæri.  

Bók um jaðarsett og fátækt fólkBókin fjallar um jaðarsett og fátækt fólk á Íslandi á fyrri öldum og allt fram á fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Sagnfræðingarnir Sigurður Gylfi Magnússon og Sólveig Ólafsdóttir eru meðal höfunda.

Sagan …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár