„Voru þær leiddar að bæli hennar, og þótt skömm sé frá því að segja, gátu sumar þeirra ekki látið kerlingarveslinginn óáreittan, heldur fóru að yrða á hana og jafnvel erta hana. Hafði hún ekki svarað með öðru heldur en orgi.“
Þessi lýsing er meðal þeirra sem til eru um lífshlaup Sólveigar Eiríksdóttur, konu frá Eyjafirði á Norðurlandi, sem lést árið 1868. Sólveig þessi var seinfær einstæðingur og utangarðskona sem var á hreppnum í sinni sveit og var höfð þar að háði og spotti. Síðustu ár ævi sinnar lá hún í kör á bænum Öngulsstöðum og kom fólk í einhverjum tilfellum til að sjá hana, líkt og hún væri einhvers konar frík eða fyrirbæri.
Sagan …
Athugasemdir