Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Nælonsokkabuxnaþrykk og Seigla Gjörningaklúbbsins

„Nælon­sokka­bux­ur eru í raun­inni okk­ar olíulit­ir,“ segja með­lim­ir Gjörn­inga­klúbbs­ins.

Nælonsokkabuxnaþrykk og Seigla Gjörningaklúbbsins
Úr iðrum kvenlægs veruleika Nælon, rétt eins og konur, býr yfir eiginleikum úthalds, þolgæðis og þrautseigju.

Laugardaginn 15. janúar opnar The Icelandic Love Corporation / Gjörningaklúbburinn, sem skipaður er myndlistarkonunum Eirúnu Sigurðardóttur og Jóní Jónsdóttur, sýninguna Seiglu í NORR11, Hverfisgötu 18.

Gjörningaklúbburinn

Um tvenns konar verk er að ræða, annars vegar einstök nælonsokkabuxnaþrykk, þar sem hinn margslungni vísinda- og félagsvefur nælonsins fær að njóta sín í öllum sínum fjölbreytileika og leikgleði, og hins vegar veggverkið Seigla sem býr yfir aðdáunarverðri aðlögunarhæfni og styrk þar sem fínlegir nælonsokkar mynda eina heild sem inniheldur hnefastórt grjót í hverri tá. Nælonsokkabuxurnar, olíulitir Gjörningaklúbbsins, koma beint úr iðrum hins kvenlæga veruleika þar sem efniviðurinn, nælonið, býr yfir eiginleikum úthalds, þolgæðis og þrautseigju. 

„Við höfum áður gert svona nælonþrykk og fannst svo gaman að sjá afraksturinn af vinnunni strax því undanfarin ár höfum við verið að vinna í stærri og flóknari langtímaverkefnum og mikilli tölvuvinnu; okkur langaði að fá smá skít á puttana,“ segja listakonurnar. „Þegar við gerum þrykkin þá vætum við sokkabuxurnar í prentsvertu, þær eru gegnumsýrðar í litnum og svo þurfum við með ákveðinni aðferð að gera þær prenthæfar. Hvert verk er einstakt, þetta eru nokkurs konar „action painting“ með sokkabuxum. Okkur langaði að fara meira inn í „tradisjónina“ sem listamenn, ekki vera bara að svara „emailum“ og halda fundi.

SeiglaNælonsokkar búa yfir aðlögunarhæfni og styrk.

Nælonsokkabuxur eru í rauninni okkar olíulitir, koma beint úr iðrum hins kvenlæga veruleika sem við þekkjum mjög vel og er eitt okkar helsta viðfang í myndlistinni. Nöfnin á verkunum á sýningunni segja líka sína sögu, við erum með Skörunga, Glímu, Vinaþel og svo er Ópið sem er bæði svolítið húmorískt en líka hættulegt.

Verkið Seigla er óður til allra kvenna í heiminum og allra þeirra sem þurfa að berjast en það er líka hægt að horfa á verkið sem bara eitthvað fallegt, það hefur oft verið okkar „teik“ í myndlistinni að gera verk sem í fyrstu líta út fyrir að vera falleg eða jafnvel fyndin en þegar betur er að gáð er oftast líka í þeim ádeila.“

Seigla er úr litríkum nælonsokkabuxum, rauðum, bleikum og appelsínugulum, sem mynda eina heild með hnefastórum steinum í hverri tá sem gerir hana hættulega, gera hana að brimbrjót. „Það er engin tilviljun að það eru rauðir sokkar í Seiglunni, við stöndum á herðum þeirra kvenna sem hafa komið á undan okkur í kvennabaráttunni og eru undanfarar þess sem er að gerast í dag með MeToo. Seiglan er uppfull af slöngvivöðum sem tengjast hugmyndinni um kraftinn í fjöldasamstöðu, og að hinn smái geti sigrað þann stóra, sbr. Davíð og Golíat. Steinninn bara brýtur glerþökin.“

Óður til allra kvennaVerkið er fallegt en í því felst einnig ádeila.

Gjörningaklúbburinn er samstarfshópur. „Við höfum unnið saman síðan 1996 í ýmsum formum og vinnum í flesta miðla innan nútímamyndlistar, enginn miðill er okkur óviðkomandi, hugmyndirnar ráða ferlinu. Við erum alltaf að takast á við eitthvað nýtt, hvort sem það eru hugmyndir eða aðferðir, enginn dagur er eins og maður er oftast bara á brúninni, alltaf að leita að einhverju sem maður veit ekki hvar endar. Við, Eirún og Jóní, stofnuðum Gjörningaklúbbinn ásamt Sigrúnu Hrólfsdóttur 1996; hún var í klúbbnum til 2016 og svo var Dóra Ísleifsdóttir með okkur frá 1996 til 2001.“

Hugmyndir Gjörningaklúbbsins tengjast oft félagslegum málefnum með femínískum áherslum í bland við glettni og hressandi einlægni. Gjörningaklúbburinn vinnur í þá miðla sem þjóna hugmyndum hans hverju sinni svo sem gjörninga, ljósmyndir og innsetningar og nýtir sér gjarnan verkfræði ömmunnar, handverk og útsjónarsemi í bland við glæsileika og nútímatækni. Gjörningaklúbburinn á að baki fjölda einka- og samsýninga í söfnum og galleríum um allan heim, þar á meðal MoMA í New York, Kunsthalle Vienna, Schirn Kunsthalle, Hamburger Bahnhof, Amos Anderson, ARoS og Lilith Performance Studio.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár