„Mig langar að skila skömminni,“ segir Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur, eini heilbrigðisstarfsmaðurinn á Íslandi sem hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi í starfi. Henni var gert að sök að hafa sýnt vanrækslu í starfi og gert mistök sem urðu til þess að 73 ára maður lést í hennar umsjá. Ásta var sýknuð af þessum sökum þremur árum síðar. Þrátt fyrir sýknu voru afleiðingarnar gríðarlegar fyrir Ástu, verri en hana hefði nokkurn tíma getað órað fyrir.
Missti allt
Andlát mannsins bar að þann 3. október 2012 en það var ekki fyrr en daginn eftir sem líf Ástu breyttist til frambúðar. Skyndilega var hún orðin sakborningur í rannsókn lögreglunnar á máli sem endaði með ákæru og fór fyrir dóm. Sem fyrr segir var Ásta sýknuð af ákærunni, þar sem ekki var sannað að hún hefði sýnt vanrækslu í starfi eða gert mistök sem leiddu til dauða mannsins. Ekki var hægt að …
Fyrirsögnin á greininni hins vegar er eiginlega hálfgert öfugmæli; ástæðan fyrir að viðkomandi "missti allt" var auðvitað ekki sýknudómurinn - heldur málshöfðunin og kæran. Það er auðvitað ámælisvert að LSH skyldi tilkynna eða í raun kæra viðkomandi starfsmann sem settur var í óboðlegar aðstæður af hálfu LSH - - með slæmri stjórnun og ömurlegum aðbúnaði að starfsfólki undir of miklu álagi
Þeir mega skammast sín sem fóru svona með þetta mál. Sem og dómstólar að draga taum ríkisins og sýkna það af bótakröfu
Gangi þer svo mikið vel i framtíðinni
Eg er stolt af þer ❤
- uuu - Og svo halda menn að Covid valdi vandanum. - hann var þar fyirr og stækkaði bara og stækkaði. Svei þeim stjórnmálaflokki sem næstum samfellt hefur ráðið annað hvort fjármálaráðuneytinu eða forsætisráðuneytinu frá því löngu fyrir aldamót og hefur svelt heilbrigðiskerfið kerfisbundið alla þessa öld
Þú ert hetja fyrir að standa uppi eftir þetta allt saman.
Kv. Ásta Kristín Ástráðsdóttir
Og nú situr annar hjúkrunarfræðingur í svipuðum sporum. Sorglegt hvernig farið er með hjúkrunarfræðinga. Á meðan að læknir sem er grunaður um 6 morð og aðild að öðrum andlátum í vinnu á LSH, konur eru alltaf dæmdar harðar er karlmenn.