Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Missti allt úr höndunum eftir sýknudóm

Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur er eini heil­brigð­is­starfs­mað­ur­inn á Ís­landi sem hef­ur ver­ið ákærð fyr­ir mann­dráp af gá­leysi í starfi. Lög­reglu­rann­sókn, ákær­an, sem og máls­með­ferð­in, tóku mik­ið á Ástu sem lýs­ir með­ferð máls­ins sem stríði. Þrátt fyr­ir að hafa hlot­ið sýknu í mál­inu hef­ur stríð­ið set­ið í henni, leitt hana á dimma staði þang­að til að hún „missti allt úr hönd­un­um“.

Missti allt úr höndunum eftir sýknudóm

„Mig langar að skila skömminni,“ segir Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur, eini heilbrigðisstarfsmaðurinn á Íslandi sem hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi í starfi. Henni var gert að sök að hafa sýnt vanrækslu í starfi og gert mistök sem urðu til þess að 73 ára maður lést í hennar umsjá. Ásta var sýknuð af þessum sökum þremur árum síðar. Þrátt fyrir sýknu voru afleiðingarnar gríðarlegar fyrir Ástu, verri en hana hefði nokkurn tíma getað órað fyrir.  

Missti allt

Andlát mannsins bar að þann 3. október 2012 en það var ekki fyrr en daginn eftir sem líf Ástu breyttist til frambúðar. Skyndilega var hún orðin sakborningur í rannsókn lögreglunnar á máli sem endaði með ákæru og fór fyrir dóm. Sem fyrr segir var Ásta sýknuð af ákærunni, þar sem ekki var sannað að hún hefði sýnt vanrækslu í starfi eða gert mistök sem leiddu til dauða mannsins. Ekki var hægt að …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (33)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Benedikt Sigurðarson skrifaði
    Las viðtalið/greinina með athygli; - mjög áhugavert mál og raunar á margan hátt "vafasamt" mál og ætti að vekja athygli á þörf fyrir skýrari vernd starfsmanna og fagmenntaðra til að starfa á ábyrgð þeirrar faglegu stjórnar sem eigandi þjónustu á að bera ábyrgð á - - meðan viðkomandi starfsmaður starfar eftir viðurkenndri þekkingu og verkferlum - og brýtur ekki af sér með vísvitandi hætti eða fráleitri vanvirðingu við starfsreglur og gegn bestu vitneskju.
    Fyrirsögnin á greininni hins vegar er eiginlega hálfgert öfugmæli; ástæðan fyrir að viðkomandi "missti allt" var auðvitað ekki sýknudómurinn - heldur málshöfðunin og kæran. Það er auðvitað ámælisvert að LSH skyldi tilkynna eða í raun kæra viðkomandi starfsmann sem settur var í óboðlegar aðstæður af hálfu LSH - - með slæmri stjórnun og ömurlegum aðbúnaði að starfsfólki undir of miklu álagi
    0
  • ÞEÁ
    Þórdís Erla Ágústsdóttir skrifaði
    Gangi þér vel Ásta. Þú hefur staðið af þér miklar hörmungar. Það er svo fáránlega óréttlátt að ráðast að einni manneskju í svona aðstæðum. Ábyrgðin er kerfisins sem er löngu laskað. Ég finn mikið til með þér. ❤️
    0
  • Kristjana Jónsdóttir skrifaði
    Gangi þér vel elsku Ásta
    0
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Gangi þér vel kæra Ásta málið þitt snerti djúpa strengi hjá okkur sem vinnum á spítalanum og ég bað fyrir þér
    0
  • Jói Waage skrifaði
    Átakanleg frásögn en þörf og góð og vona ég að þér vegni vel það sem eftir er lífsins.
    Þeir mega skammast sín sem fóru svona með þetta mál. Sem og dómstólar að draga taum ríkisins og sýkna það af bótakröfu
    0
  • Jóhann Guðjónsson skrifaði
    Þú getur verið stolt af þér, því þú ert hetja. Gangi þér allt í haginn🥰
    0
  • Guðrún Sigurðardóttir skrifaði
    Gangi þer svo mikið vel i framtíðinni kæra Ásta ❤Átakanlegt en um leið falleg frásögn ❤
    0
  • Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifaði
    Elsku Ásta min þu ert nu meiri hetjan ❤
    Gangi þer svo mikið vel i framtíðinni
    Eg er stolt af þer ❤
    0
  • Anna Óskarsdóttir skrifaði
    Mikið góð lýsing á því hvernig mönnum spítalans var engan vegin í lagi. Gangi þér vel
    - uuu - Og svo halda menn að Covid valdi vandanum. - hann var þar fyirr og stækkaði bara og stækkaði. Svei þeim stjórnmálaflokki sem næstum samfellt hefur ráðið annað hvort fjármálaráðuneytinu eða forsætisráðuneytinu frá því löngu fyrir aldamót og hefur svelt heilbrigðiskerfið kerfisbundið alla þessa öld
    0
  • Anna L Agnarsdóttir skrifaði
    Átakanleg frásögn, gangi þér vel Ásta🥰🥰
    0
  • Guðný Hilmisdóttir skrifaði
    Sökin er hjá Fjármálaráðherra sem sveltir bæði sjúkrahúsin og hjúkrunarheimilin
    0
  • KEB
    Kristín Erla Benediktsdóttir skrifaði
    Átakanlegt en um leið fallegt viðtal. Gangi þér vel ❤
    0
  • Þorgerður Elíasdóttir skrifaði
    Elsku Ásta þú ert falleg hetja. Gangi þér alltaf sem best.💖😘
    0
  • Sigriður Jakobsdóttir skrifaði
    Elsku Ásta gangi þér vel . Þú hefur svo fallega sál og hafðir hana strax sem lítil stúlka . Gangi þér allt í haginn þu átt það skilið elsku Ásta min ❤️
    0
  • Heiða Sigurðardóttir skrifaði
    Knús á þig Ásta, þú ert sko að standa þig stelpa 💕
    0
  • Þórunn Ragnarsdóttir skrifaði
    Hræðilega sorglegt og illa komið fram við hjúkrunarfræðinginn. Hringt á lögreglu án þess að tala við hana ?? Þetta getur ekki verið rétt.
    0
  • Arna Þórðardóttir skrifaði
    🤍🤍🤍
    0
  • AR
    Auðbjörg Reynisdóttir skrifaði
    Átakanlegt og fallegt viðtal.
    0
  • Litríkur Eiríkur skrifaði
    HETJA.
    0
  • Þuríður Sveinsdóttir skrifaði
    Mikið ofboðslega er ég stolt af þér elsku elsku Ásta mín
    0
  • KEP
    Kolbrún Erna Pétursdóttir skrifaði
    Gangi þér allt í haginn þú átt allt gott skilið.
    0
  • Lára Sif Lárusdóttir skrifaði
    Gott og átakanlegt viðtal gangi þér vel ❤
    0
  • Gangi þér vel nafna.
    Þú ert hetja fyrir að standa uppi eftir þetta allt saman.
    Kv. Ásta Kristín Ástráðsdóttir
    0
  • Fanney Rut Eiríksdóttir skrifaði
    Gangi þer vel.
    0
  • Þórður Sigurjónsson skrifaði
    Ríkisvaldið ætti að skammast sín fyrir framkomu sína gagnvart þessari konu.
    0
  • LAE
    Laufey Andrea Emilsdóttir skrifaði
    gangi þér vel, hef svo oft hugsað um þetta atvik. Og fundist það svo ósanngjarnt.
    Og nú situr annar hjúkrunarfræðingur í svipuðum sporum. Sorglegt hvernig farið er með hjúkrunarfræðinga. Á meðan að læknir sem er grunaður um 6 morð og aðild að öðrum andlátum í vinnu á LSH, konur eru alltaf dæmdar harðar er karlmenn.
    0
  • Erna Arnadottir skrifaði
    Gangi þér vel. Þú átt svo sannarlega skilið annað tækifæri.
    0
  • Guðrún Björk Björnsdóttir skrifaði
    Sorgleg saga samgleðst að þú sért komin á góðan stað. Gangi þér allt í haginn❤️
    0
  • Rannveig Elíasdóttir skrifaði
    Hjúkkuhjartað mitt er laskað eftir þennan lestur. Elsku konan. Ómannúðlegt álag verður til þess að mannleg mistök eiga sér stað. Hver ber ábyrgð á mönnun deilda? Jú það eru stjórnendur ekki fólkið á gólfinu. Ef einhver er sekur í þessu máli eru það þeir fyrir að skapa hættulegar aðstæður með lélegri mönnun og þannig of miklu álagi á starfsfólk. ❤️❤️❤️❤️ Þessi kona á enga sök í þessu máli að mínu mati en að ríkið skuli ekki axla ábyrgð á framkomu í hennar garð er skammarlegt!!
    0
  • Drífa Guðmundsdóttir skrifaði
    Elsku hjartans vinkona, þetta er hrikalegur lestur, en á sama tíma gott að heyra að þú sért búin að ná fótfestunni aftur. Þú átt allt gott skilið og ég sé á fb að þið mæðginin hafið það gott
    0
  • Edda Hafsteinsdóttir skrifaði
    Gangi þér vel sterka kona ❤
    0
  • Sigrún Jónsdóttir skrifaði
    En átakanlegt! Guð blessi þig <3
    0
  • Guðný Bjarnadóttir skrifaði
    Mikið er þetta sorglegt og einlægt viðtal. Samgleðst þér að vera komin á góðan stað núna þó sárið á sálinni skilji eftir sig ör.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Spítalinn er sjúklingurinn

Léttir að heilbrigðisráðherra ætlar að skoða réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Létt­ir að heil­brigð­is­ráð­herra ætl­ar að skoða rétt­ar­stöðu heil­brigð­is­starfs­fólks

Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur varð meyr við að lesa frétt­ar­til­kynn­ingu frá stjórn­ar­ráð­inu þess efn­is að heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið að taka til skoð­un­ar rétt­ar­stöðu heil­brigð­is­starfs­fólks í tengsl­um við til­kynn­ing­ar og rann­sókn al­var­legra at­vika í heil­brigð­is­þjón­ustu. Ásta er eini heil­brigð­is­starfs­mað­ur­inn á Ís­landi sem hef­ur feng­ið rétt­ar­stöðu sak­born­ings vegna starfs síns.
Yfirfull bráðamóttaka gat ekki tekið á móti sjúklingi í hjartastoppi
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Yf­ir­full bráða­mót­taka gat ekki tek­ið á móti sjúk­lingi í hjarta­stoppi

Helga Rósa Más­dótt­ir, deild­ar­stjóri bráða­mót­töku Land­spít­al­ans, stað­fest­ir í sam­tali við Stund­ina að sjúk­lingi í hjarta­stoppi var vís­að frá bráða­mót­tök­unni yf­ir á Hjarta­gátt spít­al­ans vegna þess að bráða­mót­tak­an var full. Skráð hef­ur ver­ið at­vik vegna máls­ins. „Við er­um að hafna deyj­andi fólki,“ seg­ir áhyggju­full­ur starfs­mað­ur.
Veikt fólk innilokað í gluggalausu rými
VettvangurSpítalinn er sjúklingurinn

Veikt fólk inni­lok­að í glugga­lausu rými

Á þeim þrem­ur mán­uð­um sem liðn­ir eru frá því að starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar sendi frá sér hjálp­arkall þar sem það sagð­ist lifa ham­far­ir hef­ur lít­ið sem ekk­ert ver­ið að­hafst til að bæta starfs­að­stæð­ur þeirra. Ef eitt­hvað er þarf það að hlaupa enn hrað­ar og mann­rétt­indi sjúk­linga eru brot­in að mati bráða­lækn­is sem fylgdi blaða­manni í gegn­um deild­ina. Að­stæð­ur á vett­vangi voru slá­andi.
Áhyggjur af því að komandi kosningar hafi áhrif á samstöðu almennings
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Áhyggj­ur af því að kom­andi kosn­ing­ar hafi áhrif á sam­stöðu al­menn­ings

Hjalti Már Björns­son, bráða­lækn­ir á Land­spít­al­an­um, seg­ir að hann og ann­að heil­brigð­is­starfs­fólk hafi áhyggj­ur af því að það „muni skorta á sam­stöðu fólks til að tak­ast á við þetta með sama hætti og hef­ur ver­ið gert hing­að til“. Þá seg­ist hann einnig hafa áhyggj­ur af sam­stöðu al­menn­ings í ljósi þess að kosn­ing­ar séu á næsta leiti og að stjórn­mála­menn lýsi and­stöðu sinni við ráð­legg­ing­ar sótt­varna­lækn­is.
Læknar á Landspítalanum með heilabilunareinkenni vegna álags
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Lækn­ar á Land­spít­al­an­um með heila­bil­un­ar­ein­kenni vegna álags

Ólaf­ur Þór Æv­ars­son, geð­lækn­ir og sér­fræð­ing­ur í streitu og kuln­un, seg­ist hitta tvo til þrjá lækna á viku í starfi sínu sem eru orðn­ir óvinnu­fær­ir vegna sjúk­legr­ar streitu. Lækn­arn­ir geta þó ekki tek­ið sér veik­inda­leyfi vegna mönn­un­ar vand­ans á spít­al­an­um og geta því ekki hvílt sig til að ná bata.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár