Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Dagur tekur slaginn í borginni

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri til­kynnti í morg­un að hann hyggð­ist gefa kost á sér til að leiða lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar áfram. Skotárás­in á bíl hans á síð­asta ári hafi haft veru­leg áhrif á hann.

Dagur tekur slaginn í borginni
Óttast ekki að missa meirihlutann Dagur segist hafa ástríðu fyrir pólitík og óttist ekki að missa meirihlutann í borgarstjórn. Mynd: reykjavik.is

Dagur B. Eggertsson mun gefa kost á sér til að leiða lista Samfylkingarinnar í komandi sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík. Dagur segir að fyrir ári síðan hafi hann haft efasemdir um að fara fram á ný, ekki síst eftir að skotið var á bíl hans utan við heimili hans.

Dagur greindi frá ákvörðun sinni í Morgunútvarpinu á Rás 2 nú í morgun. Þar sagði hann að umrædd skotárás hefði haft veruleg áhrif á hann, meiri en hann hefði viljað viðurkenna fyrsta kastið. Þannig hafi hann hætt að fara út að ganga á kvöldin með eiginkonu sinni.

Spurður um hvaða mál hann myndi leggja áherslu á á nýju kjörtímabili sagði Dagur mörg stór mál þegar komin af stað og nefndi þar meðal annars samgöngur og skipulagsmál. Dagur var spurður hvort hann hefði áhyggjur af því að úrslit kosninganna gætu orðið með þeim hætti að hann myndi þurfa að sitja í minnihluta á næsta kjörtímabili, ef til að mynda Viðreisn kysi að starfa með Sjálfstæðisflokknum. Dagur sagðist ekki óttast að sú staða gæti komið upp en hann væri þó meðvitaður um þann möguleika. Hann hefði hins vegar ástríðu fyrir þáttöku sinni í stjórnmálum.

Dagur hefur setið í borgarstjórn í tæp tuttugu ár, var fyrst kjörinn árið 2002. Hann varð borgarstjóri árið 2007 en sat aðeins í eitthundrað daga þar eð meirihlutinn í borgarstjórn féll. Dagur var formaður Borgarráðs á árunum 2010 til 2014 en hefur setið sem borgaarstjóri frá kosningunum 2014.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Þórarinsson skrifaði
    Þessi fallegi Dagur. Nóg um það. Kv
    0
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Frábært. Davíð er einfaldlega besti borgarstjóri sem Reykjavík hefur haft. Ef hann hefði ekki gefið kost á sér myndi Sjálfstæðisflokkurinn eflaust ná að mynda meirihluta. Að vísu aukast möguleikar Sjálfstæðisflokksins með brotthvarfi Eyþórs og framboði Hildar en ég held þó að það nægi ekki. Til þess er hún ekki nógu sterkur frambjóðandi.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár