Bláskógabyggð mátti ákveða að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni og standa að því með þeim hætti sem sveitarfélagið gerði að mati samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins. Mikil óánægja hefur verið á meðal þeirra sem átt hafa hjólhýsi á svæðinu með ákvörðunina en stórum hluta þeirra hefur verið gert að fjarlægja hjólhýsin og meðfylgjandi byggingar af svæðinu. Þeir sem enn eru með samninga um viðveru á svæðinu mega vera þar út árið 2022.
Samhjól, samtök hjólhýsaeigenda á svæðinu, kvörtuðu yfir málsmeðferð og ákvörðun Bláskógabyggðar til ráðuneytisins. Ráðuneytið tók málið til efnislegrar umfjöllunar en komst að niðurstöðu um að hvorki væri ákvörðunin stjórnvaldsákvörðun né hafi málsmeðferðin brotið jafnræðis-, réttmætis- eða meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Það eru reglur sem gilda til að tryggja borgurum sanngjarna málsmeðferð gagnvart stjórnvöldum.
Lengi skortur á brunavörnum
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur ekki stætt á öðru en að loka svæðinu vegna skorts á brunavarna. Það hefur þó skort …
Athugasemdir