Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af ásökunum um að hafa brotið á ungri konu á síðasta ári. Hann er kominn í leyfi frá störfum sínum á útvarpsstöðinni K100 vegna ásakananna. Það tilkynnti hann sjálfur við upphaf síðdegisþáttarins þar sem hann er einn umsjónarmanna.
„Ég er saklaus af þeim sökum sem á mig hafa verið bornar undanfarna daga. Ég hef alla mína ævi haft andstyggð á hvers kyns ofbeldi, staðið með fórnarlömbum þess og stutt baráttu þeirra í gegnum tíðina. Ekkert er fjær mér en að þröngva annarri manneskju til kynferðislegra athafna,“ segir Logi í færslu á Facebook-síðu sinni. Ekki hefur náðst í Loga undanfarið vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Konan, Vítalía Lazareva, nafngreindi hann á Instagram-reikningi sínum en í viðtali í hlaðvarpsþættinum Eigin konur lýsti hún nánar um hvað ásakanir sínar fela í sér án þess að …
Athugasemdir (4)