Þórður Már Jóhannesson lætur af störfum sem stjórnarformaður almenningshlutafélagsins Festar. Þetta er niðurstaða stjórnafundar sem var að ljúka. Þórður Már er einn fjögurra manna sem Vítalía Lazareva hefur sagt að hafi brotið á sér í sumarbústaðaferð í desember árið 2020. Hún greindi frá þessu í viðtali í þættinum Eigin konur í gær en nafngreindi mennina ekki þar.
Stjórn Festar sendi tilkynningu um niðurstöðu sína til Kauphallarinnar rétt fyrir klukkan 17 í dag.
Sá þriðji sem hættir
Þórður Már er þriðji maðurinn sem ýmist hættir eða fer í leyfi frá störfum sínum vegna málsins í dag. Hreggviður Jónsson, aðaleigandi og stjórnarformaður Veritas, sem á og stýrir nokkrum fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum, og Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, sem er systurfélag Mjólkursamsölunnar, hafa báðir látið af störfum eða farið í tímabundið leyfi ásakana Vítalíu.
Það var Stundin sem greindi …
Athugasemdir