Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Formaður Eflingar lýsir yfir stuðningi við formannsframboð Ólafar Helgu

Ólöf Helga Ad­olfs­dótt­ir, vara­formað­ur Efl­ing­ar, hef­ur ákveð­ið að sækj­ast eft­ir for­manns­sæti í stétt­ar­fé­lag­inu. Nú­ver­andi formað­ur, Agnieszka Ewa Ziól­kowska, lýs­ir yf­ir stuðn­ingi við hana.

Formaður Eflingar lýsir yfir stuðningi við formannsframboð Ólafar Helgu
Vill stólaskipti Ólöf Helga er núverandi varaformaður Eflingar og sækist eftir að fá sæti Agnieszku Ewu formanns, sem lýsir yfir stuðningi við framboðið. Mynd: efling.is

Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar, býður sig fram til formanns í stéttarfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni. Í samtali við Stundina lýsir Agnieszka Ewa Ziólkowska, núverandi formaður Eflingar, yfir stuðningi við framboð Ólafar Helgu. Sjálf vill hún aftur verða varaformaður Eflingar. „Ég mun stíga niður í varaformannsstólinn og ég lýsi fullum stuðningi við framboð Ólafar af því við erum frábært teymi. Ég er mjög bjartsýn gagnvart þessu,“ segir Agnieszka við Stundina. 

HættiSólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér sem formaður Eflingar á síðasta ári.

Kosið verður í embættið í febrúar næstkomandi, fyrr en áætlað var vegna óvæntrar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur á síðasta ári. Gera má ráð fyrir að átök verði á vinnumarkaði á komandi mánuðum en lífskjarasamningurinn svokallaði rennur út á árinu. Ólöf Helga segir í tilkynningu sinni að hún vilji leiða viðræður um nýja kjarasamninga ásamt stjórn, samninganefnd og kjararáði. 

„Ég vil leggja mitt af mörkum til að styrkja stöðu trúnaðarmanna og efla þá í starfi.  Ég vil halda áfram því öfluga starfi sem Efling hefur unnið að síðustu ár og lýtur m.a. að þjónustu við erlenda félagsmenn og þátttöku þeirra í starfi hreyfingarinnar. Ég vil takast á við vanda ungs fólks á vinnumarkaði og þeirra sem eru utan náms og vinnu af fullum þunga. Síðast en ekki síst vil ég vinna að því ásamt stjórn og skrifstofu að efla þjónustu við félagsmenn enn frekar, byggja upp fræðslustarf, auka lýðræði innan félagsins og tryggja aðgengi félaga að upplýsingum um starfsemi Eflingar,“ segir hún ennfremur. 

Ólöf Helga hefur setið í stjórn Eflingar frá árinu 2019 og sem varaformaður undanfarna mánuði. Hún og stéttarfélagið hafa staðið í deilum við Icelandair eftir að henni var sagt upp sem hlaðmanni á Reykjavíkurflugvelli á meðan hún var trúnaðarmaður Eflingar á vinnustaðnum. 

„Ég þekki því af eigin raun hversu mikilvæg öflug og skipulögð verkalýðshreyfingin er launafólki andspænis ægivaldi fyrirtækja og samtaka atvinnurekenda.“
Ólöf Helga Adolfsdóttir

„Það er erfitt að missa vinnuna og framfærsluna, ekki síst fyrir okkur sem höfum eingöngu starfað í láglaunastörfum og eigum því ekki borð fyrir báru þegar í harðbakkann slær. En það er líka sárt að vera vísað á dyr af óljósum ástæðum, sem virðast ekki vera aðrar en þær að ég sinnti hlutverki trúnaðarmanns af alúð á tímum þar sem vegið var að kjörum og réttindum starfsfólks. Við þessar aðstæður átti ég skjól hjá mínu stéttarfélagi sem reis upp mér til varnar. Ég þekki því af eigin raun hversu mikilvæg öflug og skipulögð verkalýðshreyfingin er  launafólki andspænis ægivaldi fyrirtækja og samtaka atvinnurekenda,“ segir hún í tilkynningu sinni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Óskarsdóttir skrifaði
    Mikið vona ég að þessi unga kona verði nærsti formaður, frekar en herramaðurinn sem gerði allt sem hann gat til að velta Sólveigu Önnu úr sæti. Sólveig Anna og Ragnar eru búin að sýna hvað alvöru kjarabarátta er mikilvæg. Þau hafa haft áhrif langt út yfir mörk eigin félaga.
    0
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Ef mér skjátlast ekki því meir, þá eru þetta frambjóðendur hins vinsæla skrifstofufólks Eflingar, kontóristanna. Það gefur ekki beinlínis góð fyrirheit, a.m.k. ekki fyrir almenna verkamenn félagsins.
    0
  • Óskar Guðmundsson skrifaði
    Á formaðurinn ekki að vera hlutlaus?
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Er fiskur undir þessum steini?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár