Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Formaður Eflingar lýsir yfir stuðningi við formannsframboð Ólafar Helgu

Ólöf Helga Ad­olfs­dótt­ir, vara­formað­ur Efl­ing­ar, hef­ur ákveð­ið að sækj­ast eft­ir for­manns­sæti í stétt­ar­fé­lag­inu. Nú­ver­andi formað­ur, Agnieszka Ewa Ziól­kowska, lýs­ir yf­ir stuðn­ingi við hana.

Formaður Eflingar lýsir yfir stuðningi við formannsframboð Ólafar Helgu
Vill stólaskipti Ólöf Helga er núverandi varaformaður Eflingar og sækist eftir að fá sæti Agnieszku Ewu formanns, sem lýsir yfir stuðningi við framboðið. Mynd: efling.is

Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar, býður sig fram til formanns í stéttarfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni. Í samtali við Stundina lýsir Agnieszka Ewa Ziólkowska, núverandi formaður Eflingar, yfir stuðningi við framboð Ólafar Helgu. Sjálf vill hún aftur verða varaformaður Eflingar. „Ég mun stíga niður í varaformannsstólinn og ég lýsi fullum stuðningi við framboð Ólafar af því við erum frábært teymi. Ég er mjög bjartsýn gagnvart þessu,“ segir Agnieszka við Stundina. 

HættiSólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér sem formaður Eflingar á síðasta ári.

Kosið verður í embættið í febrúar næstkomandi, fyrr en áætlað var vegna óvæntrar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur á síðasta ári. Gera má ráð fyrir að átök verði á vinnumarkaði á komandi mánuðum en lífskjarasamningurinn svokallaði rennur út á árinu. Ólöf Helga segir í tilkynningu sinni að hún vilji leiða viðræður um nýja kjarasamninga ásamt stjórn, samninganefnd og kjararáði. 

„Ég vil leggja mitt af mörkum til að styrkja stöðu trúnaðarmanna og efla þá í starfi.  Ég vil halda áfram því öfluga starfi sem Efling hefur unnið að síðustu ár og lýtur m.a. að þjónustu við erlenda félagsmenn og þátttöku þeirra í starfi hreyfingarinnar. Ég vil takast á við vanda ungs fólks á vinnumarkaði og þeirra sem eru utan náms og vinnu af fullum þunga. Síðast en ekki síst vil ég vinna að því ásamt stjórn og skrifstofu að efla þjónustu við félagsmenn enn frekar, byggja upp fræðslustarf, auka lýðræði innan félagsins og tryggja aðgengi félaga að upplýsingum um starfsemi Eflingar,“ segir hún ennfremur. 

Ólöf Helga hefur setið í stjórn Eflingar frá árinu 2019 og sem varaformaður undanfarna mánuði. Hún og stéttarfélagið hafa staðið í deilum við Icelandair eftir að henni var sagt upp sem hlaðmanni á Reykjavíkurflugvelli á meðan hún var trúnaðarmaður Eflingar á vinnustaðnum. 

„Ég þekki því af eigin raun hversu mikilvæg öflug og skipulögð verkalýðshreyfingin er launafólki andspænis ægivaldi fyrirtækja og samtaka atvinnurekenda.“
Ólöf Helga Adolfsdóttir

„Það er erfitt að missa vinnuna og framfærsluna, ekki síst fyrir okkur sem höfum eingöngu starfað í láglaunastörfum og eigum því ekki borð fyrir báru þegar í harðbakkann slær. En það er líka sárt að vera vísað á dyr af óljósum ástæðum, sem virðast ekki vera aðrar en þær að ég sinnti hlutverki trúnaðarmanns af alúð á tímum þar sem vegið var að kjörum og réttindum starfsfólks. Við þessar aðstæður átti ég skjól hjá mínu stéttarfélagi sem reis upp mér til varnar. Ég þekki því af eigin raun hversu mikilvæg öflug og skipulögð verkalýðshreyfingin er  launafólki andspænis ægivaldi fyrirtækja og samtaka atvinnurekenda,“ segir hún í tilkynningu sinni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Óskarsdóttir skrifaði
    Mikið vona ég að þessi unga kona verði nærsti formaður, frekar en herramaðurinn sem gerði allt sem hann gat til að velta Sólveigu Önnu úr sæti. Sólveig Anna og Ragnar eru búin að sýna hvað alvöru kjarabarátta er mikilvæg. Þau hafa haft áhrif langt út yfir mörk eigin félaga.
    0
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Ef mér skjátlast ekki því meir, þá eru þetta frambjóðendur hins vinsæla skrifstofufólks Eflingar, kontóristanna. Það gefur ekki beinlínis góð fyrirheit, a.m.k. ekki fyrir almenna verkamenn félagsins.
    0
  • Óskar Guðmundsson skrifaði
    Á formaðurinn ekki að vera hlutlaus?
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Er fiskur undir þessum steini?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár