Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Orkustofnun rannsakar viðskiptahætti N1 Rafmagns

Rík­is­stofn­un­in Orku­stofn­un hef­ur haf­ið rann­sókn á því hvort fyr­ir­tæk­inu Ís­lenskri orkumiðl­un/N1 Raf­magni sé heim­ilt að rukka suma við­skipta­vini fyr­ir­tæk­is­ins eins og gert hef­ur ver­ið. Um er að ræða við­skipta­vini sem kom­ið hafa til fyr­ir­tæk­is­ins í gegn­um hina svo­köll­uðu þrauta­vara­leið. Rann­sókn­in er byggð á kvört­un sem barst þann 16. des­em­ber síð­ast­lið­inn.

Orkustofnun rannsakar viðskiptahætti N1 Rafmagns
Þurfa að hafa samband Framkvæmdastjóri N1, Hinrik Bjarnason, segir að viðskiptavinir N1-rafmagns þurfi að hafa samband beint við fyrirtækið til að fá lægra verð fyrir rafmagn en þrautavarataxtann.

„Það barst formleg kvörtun til okkar og við erum að skoða þetta,“ segir Hanna Björg Konráðsdóttir, lögfræðingur raforkueftirlits Orkustofnunar, aðspurð um hvað stofnuninni finnist um það fyrirtækið Íslensk orkumiðlun/N1 Rafmagn hafi rukkað mörg þúsund viðskiptavini sína um hærra verð á rafmagni en lægsta, auglýsta verð þess.

Kvörtunin barst til Orkustofnunar þann 16. desember síðastliðinn.

„Það er annars ekki hægt að tjá neina afstöðu til málsins núna þar sem rannsóknin er á frumstigi. En við þurfum auðvitað að skoða þetta gaumgæfilega og rannsaka. Regluverkið er í örri þróun og það er okkar markmið að þjóna almenningi í landinu og því er mikilvægt að við skoðum hvort það sé þörf á að endurskoða þetta umhverfi þegar niðurstaða liggur fyrir í málinu,“ segir Hanna Björg.

Stundin fjallaði um viðskiptahætti Íslenskrar orkumiðlunar/N1-rafmagns skömmu fyrir jól. 

Rannsaka N1-rafmagnHanna Björg Konráðsdóttir, lögfræðingur hjá Orkustofnun, segir kvörtun hafa borist sem nú sé til rannsóknar.

Um er að ræða viðskiptavini sem komið hafa í viðskipti við Íslenska orkumiðlun/N1 Rafmagn í gegnum það að fyrirtækið hefur verið svokallaður orkusali til þrautavara síðastliðið eitt og hálft ár. Orkustofnun velur hvaða raforkufyrirtæki á að vera orkusali til þrautavara á grundvelli þess hvaða fyrirtæki hefur verið með lægsta verðið til viðskiptavina sinna.  Samkvæmt lögunum og reglugerðinni eiga viðskiptavinir orkusala til þrautavara alltaf að greiða lægsta verðið fyrir rafmagn hverju sinni. Orkustofnun hefur eftirlit með þessu kerfi um orkusala til þrautavara. 

Símon Einarsson, einn af stofnendum raforkufyrirtækisins Straumlindar sem er samkeppnisaðili N1 Rafmagns, sagði við Stundina fyrir jól að verið væri að svíkja neytendur.  „Þetta er eiginlega bara hneyksli. Verðið er allt of hátt. Maður vill bara sjá ákveðna sanngirni og mér finnst fólk hafa rétt á að vita þetta því það er bara verið að svindla á fólki.“ 

Hærra verð fyrir þrautavarakúnnaÍ þessum tölvupósti frá starfsmanni N1-rafmagns til viðskiptavinar fyrirtækisins kemur fram að viðkomandi greiði hærra verð sem þrautavarakúnni en almennur viðskiptavinur. Tekið skal fram að N1 nefndi þetta við kúnnann að fyrra bragði.

Tjáð að hann gæti fengið lægra verð

Viðskiptavinir fyrirtækisins sem komið hafa til Íslenskrar orkumiðlunar/N1 Rafmagns í gegnum þessa þrautavaraleið hafa hins vegar ekki greitt lægsta verðið fyrir rafmagnið sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða heldur hærra verð. Forsendurnar fyrir viðskiptasambandinu, sem eru þær að þrautavarakúnnarnir hefja raforkukaup af Íslenskri orkumiðlun/N1 Rafmagni á grundvelli þess að fyrirtækið bjóði upp á lægsta verðið á markaðnum, eru því gallaðar. 

Í tölvupósti frá starfsmanni N1 Rafmagns til viðskiptavinar fyrirtækisins í nóvember síðastliðinn kom það skýrlega fram að þrautavaraviðskiptavinirnir greiða hærra verð en almennir viðskiptavinir. „Þar sem veitan þín kom inn sem þrautavaraaðili að þá er einingaverðið 7,6 kr/kWst. Með því að skrá þig í viðskipti verður einingaverði 6,44 kr/kWst,“ sagði í tölvupósti frá starfsmanni N1 Rafmagns/Íslenskrar orkumiðlunar. 

Tekið skal fram að starfsmaður N1 Rafmagns lét viðskiptavininn vita af þessum verðmun að fyrra bragði, án þess að viðskiptavinurinn væri að spyrja sérstaklega um þennan verðmun. Þetta segir viðskiptavinurinn við Stundina. Í viðtali við Stundina fyrir jól sagði Þórdís Lind Leiva, sérfræðingur á orkusviði N1, að fyrirtækið léti viðskiptavini sína vita af því ef þeir hefðu samband, að þeir gætu fengið lægra verð á rafmagni með því að skrá sig beint í viðskipti við fyrirtækið. Orð viðskiptavinarins virða því sannarlega staðfesta þetta. 

Hins vegar virðist tilgangurinn með þrautavaraleiðinni meðal annars vera sá að viðskiptavinurinn fái strax lægsta mögulega rafmagnsverð. Tilgangurinn virðist ekki vera sá að viðskiptavinurinn þurfi að hafa samband við fyrirtækið til að fá lægsta verð. 

Kvörtunin til meðferðarKvörtunin gegn N1-rafmagni er nú til meðferðar hjá Orkustofnun. Hall Hrund Logadóttir er forstjóri Orkustofnunar.

Meginmarkmiðið að tryggja fólki rafmagn

Guðmundur Ingi Bergþórsson, verkefnastjóri raforkumarkaða hjá Orkustofnun, segir aðspurður í samtali við Stundina að meginmarkmið reglugerðarinnar um raforkusala til þrautavara vera það að sjá fólki fyrir rafmagni þegar það velur sér ekki raforkusala en ekki að tryggja því lægsta verðið.  „Markmiðið er að útvega fólki rafmagn. Með raforkusala til þrautavara er tryggt að ekki verði rof í afhendingu raforku. Hin leiðin, ef fólk selur sér ekki raforkusala, er að loka fyrir afhendingu rafmagns og þetta getur falið í sér aukakostnað. Það verður settur upp mekanismi til að tryggja þetta. Hins vegar varð það ofan á við útfærslu á þessu að stjórnvöld völdu það að raforkusali til þrautavara yrði sá sem gæti sýnt fram á það að hann hefði verið með lægsta meðalverðið yfir tiltekið tímabil,“ segir Guðmundur og bætir við að Orkustofnun hvetji alla neytendur til að velja sér raforkusala og gera samning við viðkomandi. Hann segir að kerfinu með orkusala til þrautavara hafi ekki verið komið á til þess að neytendur gætu látið ríkisvaldið velja raforkusala fyrir sig. 

Vegna þess að kvörtunin er til rannsóknar getur Orkustofnun ekki tekið afstöðu til málsins eða lýst nokkurri afstöðu til þess að svo stöddu. Hvað rannsókn Orkustofnunar á kvörtuninni vegna  viðskiptahátta N1 Rafmagns leiðir fram um rétt- og lögmæti þeirra á því eftir að koma í ljós. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Viðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Saga N1 Rafmagns: Viðskiptavild í boði lífeyrissjóða og ofrukkanir gegn almenningi
ViðtalViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Saga N1 Raf­magns: Við­skipta­vild í boði líf­eyr­is­sjóða og of­rukk­an­ir gegn al­menn­ingi

Sag­an af Ís­lenskri orkumiðl­un/N1 Raf­magni er saga sem snýst í grunn­inn um það hvernig al­menn­ings­hluta­fé­lag í eigu líf­eyr­is­sjóða greiddi fjár­fest­um mörg hundruð millj­ón­ir króna fyr­ir óefn­is­leg­ar eign­ir, við­skipta­vild lít­ils raf­orku­fyr­ir­tæk­is. Þetta fyr­ir­tæki hóf svo að of­rukka neyt­end­ur fyr­ir raf­magn í gegn­um þetta al­menn­ings­hluta­fé­lag og er nú til rann­sókn­ar vegna þess. For­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Eggert Þór Kristó­fers­son, svar­ar hér spurn­ing­um um við­skipti fyr­ir­tæk­is­ins í við­tali.
Festi segir N1 Rafmagn ekki hafa ofrukkað neytendur og endurgreiðir bara tvo mánuði
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Festi seg­ir N1 Raf­magn ekki hafa of­rukk­að neyt­end­ur og end­ur­greið­ir bara tvo mán­uði

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Festi, sem með­al ann­ars á olíu­fé­lag­ið N1 og N1 Raf­magn, seg­ist ekki ætla að end­ur­greiða við­skipta­vin­um sín­um sem komu í gegn­um þrauta­vara­leið­ina nema fyr­ir tvo síð­ustu mán­uði. N1 Raf­magn baðst af­sök­un­ar á því í síð­ustu viku að hafa rukk­að þessa við­skipta­vini um hærra verð en lægsta birta verð fyr­ir­tæk­is­ins. N1 Raf­magn tel­ur sig hins veg­ar ekki hafa stund­að of­rukk­an­ir.
N1 Rafmagn baðst loks afsökunar á ofrukkunum í þriðju atrennu
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

N1 Raf­magn baðst loks af­sök­un­ar á of­rukk­un­um í þriðju at­rennu

N1 Raf­magn rétt­lætti of­rukk­an­ir á raf­magni til við­skipta­vina sinna tví­veg­is áð­ur en fyr­ir­tæk­ið baðst af­sök­un­ar. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ekki út­skýrt af hverju það ætl­ar ekki að end­ur­greiða við­skipta­vin­um sín­um mis­mun­inn á inn­heimtu verði raf­magns og aug­lýstu frá sumr­inu 2020 þeg­ar það varð sölu­að­ili til þrauta­vara.
Íslensk orkumiðlun hefur selt þúsundum neytenda rafmagn á gölluðum forsendum
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Ís­lensk orkumiðl­un hef­ur selt þús­und­um neyt­enda raf­magn á göll­uð­um for­send­um

Nýtt raf­orku­sölu­kerfi á Ís­landi fel­ur með­al ann­ars í sér hug­mynd­ina um sölu­að­ila til þrauta­vara. Við­skipta­vin­ir fara sjálf­krafa í við­skipti við það raf­orku­fyr­ir­tæki sem er með lægsta kynnta verð­ið. Ís­lensk orkumiðl­un hef­ur ver­ið með lægsta kynnta verð­ið hing­að til en rukk­ar þrauta­vara­við­skipti sína hins veg­ar fyr­ir hærra verð. Orku­stofn­un á að hafa eft­ir­lit með kerf­inu um orku­sala til þrauta­vara.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár