Sólin sem fikraði sig yfir sjóndeildarhringinn fyrsta janúar 2021 bar með sér fyrirheit um betri tíma. Árið 2020 var liðið, „loksins“ sögðu sumir. Orð árs 2020 hafði verið valið skömmu áður: „þríeykið“. Orðið „sóttkví“ fékk líka mörg atkvæði og ofarlega á listanum var einnig gamalgróið orð sem hafði fengið nýja merkingu: „kófið“.
Þetta orð sem vísar til snjófjúks sem byrgir sýn svo erfitt er að rata vísaði nú til þess að fólk var fast heima hjá sér og mátti ekki hitta aðra vegna lítillar veiru sem gekk laus og ógnaði lífi og heilsu. En nú var sumsé komið nýtt ár og það vissi á nýja tíma, vonandi betri tíma. Þetta var árið þar sem lífið yrði aftur venjulegt, ekki fordæmalaust á sífellt nýjan og nýjan hátt.
En svo liðu dagarnir og veiran gaf lítið eftir, fólk var enn fast heima hjá sér, enn í sóttkví, enn var grímuskylda. Faðmlög voru …
Athugasemdir (3)