Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Eignir eiganda hússins á Bræðraborgarstíg sem brann verða kyrrsettar

Eign­ir fyr­ir­tæk­is­ins HD verks sem átti hús­ið að Bræðra­borg­ar­stíg sem brann sumar­ið 2020 með þeim af­leið­ing­um að þrír lét­ust og tveir slös­uð­ust al­var­lega verða kyrr­sett­ar. Hæstirétt­ur stað­festi í dag úr­skurð Lands­rétt­ar um kyrr­setn­ingu eign­anna.

Eignir eiganda hússins á Bræðraborgarstíg sem brann verða kyrrsettar

Eignir HD verks, eiganda húss sem brann við Bræðraborgarstíg árið 2020, verða kyrrsettar. Það voru íbúar sem sluppu úr eldsvoðanum á og aðstandendur þeirra sem létust í brunanum, alls sautján manns sem fóru fram á að eignir fyrirtækisins yrðu kyrrsettar sem trygging á kröfu þeirra um skaðabætur. Fólkið reisir málatilbúning sinn á því að fyrirtækið beri ábyrgð á að eignin hafi ekki fullnægt lögbundnum kröfum um brunavarnir.

Í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um eldsvoðann á Bræðraborgarstíg sem gerð var opinber 18. desember í fyrra segir meðal annars að eigandi hússins á hverjum tíma hafi borið ábyrgð á ástandi þess. Honum hafi verið skylt að sækja um tilskilin leyfi vegna breytinga á húsnæðinu og að tryggja viðunandi brunavarnir. Í skýrslunni kemur fram að notkun hússins hafi verið önnur en teikningar gerðu ráð fyrir og forsendur allt aðrar gagnvart brunaöryggi. „Húsið var í raun notað til útleigu á herbergjum en ekki sem tvær íbúðir. Breytt notkun kallaði á auknar brunavarnir og eldvarnareftirlit,“ segir í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.  

Sama dag og skýrsla HMS var birt, það er 18. desember í fyrra, fóru íbúar hússins og aðstandendur þeirra sem létust fram á það við sýslumann að eignirnar yrðu kyrrsettar en í byrjun þessa árs synjaði sýslumaður þeirri kröfu fólksins. Málið var sent til Héraðsdóms Reykjavíkur til úrlausnar og þar var ákvörðun sýslumanns felld úr gildi. Í byrjun september var úrskurður Héraðsdóms staðfestur í Landsrétti.

Hæstiréttur staðfesti sem fyrr segir úrskurð Landsréttar og lagði fyrir sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu að gera kyrrsetningu hjá fyrirtækinu HD verk fyrir skaðabótakröfu hvers íbúa sem komst lífs af úr brunanum og hvers og eins aðstandenda þeirra sem létust í eldsvoðanum.

Skaðabótakrafa þeirra nemur tæplega 80 milljónir króna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár