Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Í þetta fara peningarnir

Rík­is­rekst­ur­inn dregst sam­an að raun­gildi sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi næsta árs.

Í þetta fara peningarnir

Tæplega átta milljarða króna samdráttur verður á ríkisútgjöldum miðað við fjárlög síðasta árs að teknu tilliti til verðlagsþróunar, verði fjárlagafrumvarpið samþykkt í þeirri mynd sem það var lagt fram á Alþingi. Frumvarpið er í raun fremur tíðindalítið og ekki um neina stefnubreytingu að ræða hjá ríkisstjórninni, sem endurnýjaði samstarf sitt aðeins stuttu áður en fjárlagafrumvarpið var kynnt.

Aðhaldskrafa er gerð til allra ráðuneyta en ríkisútgjöld vaxa engu að síður til ýmissa málaflokka. Áframhaldandi hallarekstur verður á ríkissjóði sem fjármagnaður er með lántökum. Það dregur þó verulega úr hallanum á milli ára og meira en búist hafði verið við. Kórónuveirukreppan var ekki jafn djúp og ríkisvaldið átti von á. 

Samkvæmt greiningu Stundarinnar, sem byggir á fylgigögnum frumvarpsins, er mesta viðbótin vegna sjúkrahúsþjónustu, sem er líka langdýrasti málaflokkurinn í rekstri ríkisins. Raunhækkun nemur 6,7 prósentum á milli ára og gerir frumvarpið ráð fyrir 136,6 milljörðum króna í málaflokkinn. Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa, kaup …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár