Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Þessir strákar höfðu allt valdið í höndum sér“

Í skýrslu vegna kyn­ferð­isof­beld­is­mála sem tengst hafa leik­mönn­um í karla­lands­lið­um Ís­lands er birt bréf frá fyrr­ver­andi vin­konu tveggja lands­liðs­manna í fót­bolta, þar sem hún bið­ur konu af­sök­un­ar á að hafa ekki stað­ið með henni á sín­um tíma en þeg­ar frétt­ist að hún ætl­aði að kæra hafi vina­hóp­ur lands­liðs­mann­anna far­ið á fullt að reyna að koma í veg fyr­ir það til að verja mann­orð þeirra. Tengda­móð­ir brota­þola vinn­ur hjá KSÍ og sendi stjórn og starfs­fólki bréf­ið ásamt lýs­ingu tengda­dótt­ur sinn­ar á at­burð­in­um fyr­ir ell­efu ár­um.

„Þessir strákar höfðu allt valdið í höndum sér“
Baðst afsökunar á að hafa tekið afstöðu með þeim Í bréfi sem fyrrverandi vinkona Arons Einars og Eggerts skrifaði er því lýst hvernig þeir hvöttu vinahópinn gegn konunni í tilraun til að verja mannorð sitt. Segir vinkonan að þeir hafi haft allt vald í höndum sér, verið ríkir og frægir, um leið og hún biðst afsökunar á að hafa tekið afstöðu með þeim. Mynd: Stundin / JIS

„Ég er búin að skrifa þessi skilaboð cirka 100 sinnum og stroka út því ég veit í rauninni ekkert hvað ég get sagt. Ég trúi samt á það að viðurkenna mistök sín og taka ábyrgð og ætla þess vegna að henda þessu til þín. Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar ég fékk símtal frá vini mínum út af þessu atviki sem þú lentir í 2010.“

Þannig hefst bréf sem barst konu sem kærði þá Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliða og Eggert Gunnþór Jónsson, fyrrverandi landsliðsmann, fyrir kynferðisbrot. Þar segir fyrrverandi vinkona landsliðsmannanna að þeir hafi att vinahópnum gegn konunni með það að marki að koma í veg fyrir kæruna og verja mannorð sitt. 

Þar segir: „Þetta voru vinir mínir sem gerðu þér þetta. Það hafði spurst út að þú ætlaðir að kæra þá og vinahópurinn átti að fara á fullt að reyna að koma í veg …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón M Ívarsson skrifaði
    Það ætti að mega gera því skóna að landsliðferli Arons Einar Gunnarssonar sé lokið með skömm.
    0
  • Katrin Eyjólfsdóttir skrifaði
    Ég er áskrifandi að netblaðinu og hef verið það lengi, svo ég skil ekki hversvegna það virðist breytt.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár