„Ég er búin að skrifa þessi skilaboð cirka 100 sinnum og stroka út því ég veit í rauninni ekkert hvað ég get sagt. Ég trúi samt á það að viðurkenna mistök sín og taka ábyrgð og ætla þess vegna að henda þessu til þín. Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar ég fékk símtal frá vini mínum út af þessu atviki sem þú lentir í 2010.“
Þannig hefst bréf sem barst konu sem kærði þá Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliða og Eggert Gunnþór Jónsson, fyrrverandi landsliðsmann, fyrir kynferðisbrot. Þar segir fyrrverandi vinkona landsliðsmannanna að þeir hafi att vinahópnum gegn konunni með það að marki að koma í veg fyrir kæruna og verja mannorð sitt.
Þar segir: „Þetta voru vinir mínir sem gerðu þér þetta. Það hafði spurst út að þú ætlaðir að kæra þá og vinahópurinn átti að fara á fullt að reyna að koma í veg …
Athugasemdir (2)