Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Kæruferlið hjá lögreglu gerði ofbeldisupplifunina verri

Kona sem kærði fyrr­ver­andi sam­býl­is­mann sinn fyr­ir að beita sig al­var­legu of­beldi á heim­ili þeirra seg­ir að kæru­ferl­ið hjá lög­regl­unni hafi gert of­beld­is­upp­lif­un­ina erf­ið­ari. Hún seg­ir vinnu­brögð lög­reglu hing­að til hafa ver­ið eitt alls­herj­ar klúð­ur; gögn hafi týnst, neyð­ar­hnapp­ar ekki virk­að og þeg­ar hún kærði hafi henni ver­ið sagt að rann­sókn lyki eft­ir þrjá mán­uði, síð­an sé lið­ið rúmt ár og mál­ið sé enn á borði lög­reglu.

Eitt þeirra tæplega 500 heimilisofbeldismála sem nú eru í vinnslu hjá lögreglu varðar árás karlmanns á kærustuna sína. Konan kærði árásina fyrir tæpum tveimur árum og er afar ósátt við vinnubrögð lögreglu. Stundin ræddi við konuna sem vill ekki koma fram undir nafni. Hún segist samt vilja segja frá því hvernig lögregla hafi hingað til meðhöndlað hennar mál í þeirri von að vinnubrögðin verði endurskoðuð og löguð í framhaldinu. 

„Kæruferlið hjá lögreglu er búið að gera upplifun mína af ofbeldinu miklu verri, ég kemst ekki frá atburðinum þótt rúm tvö ár séu liðin og næ ekki að halda almennilega áfram með líf mitt. Mér líður eins og ég sé í vinnu fyrir kerfið en ekki öfugt. Ég hélt að lögreglan ætti að passa mig en ég hef upplifað mikið öryggisleysi eftir að ég kærði,“ segir hún.

Flúði íbúðina

Árásin sem hún kærði hafi átt sér stað að næturlagi á heimili …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    I. kafli. Hlutverk lögreglu o.fl.
    1. gr. Hlutverk.
    1. Ríkið heldur uppi starfsemi lögreglu.
    2. Hlutverk lögreglu er:
    a. að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu, leitast við að tryggja réttaröryggi borgaranna og vernda eignarrétt, opinbera hagsmuni og hvers konar lögmæta starfsemi,
    b. að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins,
    c. að vinna að uppljóstran brota, stöðva ólögmæta háttsemi og fylgja málum eftir í samræmi við það sem mælt er fyrir um í lögum um meðferð [sakamála] 1) eða öðrum lögum,
    d. að greiða götu borgaranna eftir því sem við á og aðstoða þá þegar hætta steðjar að,
    e. að veita yfirvöldum vernd eða aðstoð við framkvæmd starfa sinna samkvæmt fyrirmælum laga eða venju eftir því sem þörf er á,
    f. að starfa í samvinnu við önnur stjórnvöld og stofnanir sem hafa með höndum verkefni sem tengjast starfssviði lögreglu,
    g. að sinna öðrum verkefnum sem henni eru falin í lögum eða leiðir af venju.
    1)L. 88/2008, 234. gr.
    2. gr. Tengsl við þjóðarétt.
    Lögregla skal í störfum sínum hafa í heiðri þær þjóðréttarlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist.
    3. gr. Lögreglumenn.
    Til lögreglumanna teljast þeir sem skipaðir eru eða settir til lögreglustarfs skv. [4. mgr.] 1) 28. gr. eða ráðnir tímabundið skv. [5. mgr.] 1) 28. gr.
    1)L. 51/2014, 1. gr.

    II. kafli. Skipulag lögreglu og æðsta stjórn.
    4. gr. Æðsta stjórn lögreglu.
    [Ráðherra] 1) er æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár