Sjálfstæðisflokkurinn hyggst byggja fjölbýlishús með 47 íbúðum á 4 til 6 hæðum á lóðinni sem höfuðstöðvar flokksins, Valhöll, standa á við Háleitisbraut í Reykjavík. Þá stendur einnig til að atvinnuhúsnæði verði í húsinu. Um er að ræða samtals rúmlega 7.300 fermetra fasteign. Beiðni Sjálfstæðisflokksins um húsbygginguna var samþykkt á fundi byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar þann 19. október síðastliðinn.
Eins og segir í fundargerðinni frá byggingafulltrúanum: „570269-1439 Sjálfstæðisflokkurinn, Pósthólf 5296, 125 Reykjavík. Sótt er um leyfi til þess að byggja 4-6 hæða steinsteypt fjölbýlishús, klætt málmklæðningu, með alls 47 íbúðum, atvinnurými á hluta jarðhæðar og bílakjallara, mhl. 02, á lóð nr. 1 við Háaleitisbraut. Stærðir: 7.329.4 ferm., 21.079.7 rúmm.“
Kvaðir um „félagslega blöndun“ í samningnum
Sjálfstæðisflokkurinn og Reykjavíkurborg gerðu með sér samkomulag um umrædda uppbyggingu á lóðinni …
Athugasemdir (1)