Formenn ríkisstjórnarflokkanna kynntu stjórnarsáttmálann fyrir flokksfélögum sínum um helgina og að því loknu var haldin atkvæðagreiðsla um sáttmálann. Rétt tæplega 99 prósent þeirra sem höfðu atkvæðisrétt hjá Framsóknarflokknum samþykktu sáttmálann og hlutfallið var svipað hjá Sjálfstæðisflokki. Stjórnarsáttmálinn var sumsé samþykktur af nær öllum sem greiddu atkvæði. Hlutfallið var 80 prósent hjá Vinstri grænum. Á annað hundrað manns sótti fundinn og þar af voru tæplega hundrað með atkvæðisrétt sem flokksráðsfulltrúar. Það er svipað hlutfall og samþykktu síðustu ríkisstjórn.
Stundin hefur síðustu daga rætt við hóp fólks sem var á fundi Vinstri grænna um síðastliðna helgi. Á annan tug félaga í hreyfingunni vildi tjá sig um það sem fram fór á fundinum en ekki undir nafni. „Það voru mjög opinskáar umræður um sáttmálann og skiptingu ráðuneyta en fólk staldraði við þá staðreynd að umhverfisráðuneytið færi til Sjálfstæðisflokksins,“ sagði einn viðmælenda Stundarinnar en Guðlaugur Þór Þórðarson er umhverfis-, orku og loftslagsmálaráðherra í nýju …
Ekki veit ég hvort félögum í VG sé yfirleitt sjálfrátt, þegar kemur að pólitík, ég held ekki. Og mat þess á pólitík og forustufólki VG er í meira lagi brenglað og ruglingslegt, eins og eftirfarandi ummæli gefa ótvírætt til kynna: ,,og Við erum með forsætisráðuneytið og Katrín Jakobsdóttir er gríðarlega hæfur leiðtogi og ég treysti henni til að stýra landinu,“ sagði kona sem var á fundinum". Það er alveg óhætt fyrir þetta vesalings fólk sem er á mála hjá VG að fara að tygja sig til og flytja sig um set inn í Sjálfstæðisflokkinn, - það væri best fyrir það sjálf og það væri heiðarlegt af því.