Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Vinstri græn enn með varann á sér vegna samstarfsins

Á ann­an tug fé­laga í Vinstri græn­um sem voru á fundi flokks­ins þar sem greidd voru at­kvæði um stjórn­arsátt­mál­ann lýsa áhyggj­um af því að um­hverf­is­mál­in séu nú á for­ræði Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þau segja að mörg­um hafi brugð­ið illa á fund­in­um þeg­ar það var til­kynnt. „Ég ótt­ast mjög mik­ið að nú verði far­ið af stað með nýj­ar meng­andi virkj­an­ir,“ sagði ein. Nokk­ur segj­ast hafa sam­þykkt sátt­mál­ann með sem­ingi.

Vinstri græn enn með varann á sér vegna samstarfsins
Guðmundur Ingi Guðbrandsson afhendir Guðlaugi Þór Þórðarsyni lyklavöldin í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu Mynd: Heiða Helgadóttir

Formenn ríkisstjórnarflokkanna kynntu stjórnarsáttmálann fyrir flokksfélögum sínum um helgina og að því loknu var haldin atkvæðagreiðsla um sáttmálann. Rétt tæplega 99 prósent þeirra sem höfðu atkvæðisrétt hjá Framsóknarflokknum samþykktu sáttmálann og hlutfallið var svipað hjá Sjálfstæðisflokki. Stjórnarsáttmálinn var sumsé samþykktur af nær öllum sem greiddu atkvæði. Hlutfallið var 80 prósent hjá Vinstri grænum. Á annað hundrað manns sótti fund­inn og þar af voru tæp­lega hundrað með at­kvæðis­rétt sem flokks­ráðsfull­trú­ar. Það er svipað hlutfall og samþykktu síðustu ríkisstjórn. 

Stundin hefur síðustu daga rætt við hóp fólks sem var á fundi Vinstri grænna um síðastliðna helgi. Á annan tug félaga í hreyfingunni vildi tjá sig um það sem fram fór á fundinum en ekki undir nafni. „Það voru mjög opinskáar umræður um sáttmálann og skiptingu ráðuneyta en fólk staldraði við þá staðreynd að umhverfisráðuneytið færi til Sjálfstæðisflokksins,“ sagði einn viðmælenda Stundarinnar en Guðlaugur Þór Þórðarson er umhverfis-, orku og loftslagsmálaráðherra í nýju …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sveinn Hansson skrifaði
    Að éta skít úr lófa íhaldsins þykir Katrínu og félögum gott.!
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    ....en samþykkja samninginn "með semingi" alltaf sami aumingjaskapurinn og meðvirknin! Fólk á að stappa niður færi og segja NEI!
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Er ekki fylgjandi þessari ríkisstjórn.
    0
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Snobbið er dýrt
    0
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Samkvæmt því sem haft er eftir félagsmönnum í VG í þessari grein, er augljóst að þar fer afar skoðanadauft fólk með lítilfjörlegar og yfirborðskenndar pólitískar hugsjónir. Þá er enn fremur auðsjánlegt af lestri greinarinnar að VG er orðinn hægri flokkur, að vísu hægfara, eins og Sjálfstæðisflokkurinn var fyrir fjörutíu árum, með einhverskonar loftslagagsáherslum, sem aldrei verða kapítalismananum fötur um fót.

    Ekki veit ég hvort félögum í VG sé yfirleitt sjálfrátt, þegar kemur að pólitík, ég held ekki. Og mat þess á pólitík og forustufólki VG er í meira lagi brenglað og ruglingslegt, eins og eftirfarandi ummæli gefa ótvírætt til kynna: ,,og Við erum með forsætisráðuneytið og Katrín Jakobsdóttir er gríðarlega hæfur leiðtogi og ég treysti henni til að stýra landinu,“ sagði kona sem var á fundinum". Það er alveg óhætt fyrir þetta vesalings fólk sem er á mála hjá VG að fara að tygja sig til og flytja sig um set inn í Sjálfstæðisflokkinn, - það væri best fyrir það sjálf og það væri heiðarlegt af því.
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "og Katrín Jakobsdóttir er gríðarlega hæfur leiðtogi" ???
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár