Til stendur að endurskoða hvernig valið er á lista CreditInfo yfir svokölluð Framúrskarandi fyrirtæki og taka tillit til þess þegar fyrirtæki eru til rannsóknar yfirvalda. Vera Samherja, sem er til rannsóknar opinberra aðila fyrir að greiða mútur í Namibíu, á síðasta birta lista fyrirtækisins sem og hugbúnaðarfyrirtækisins Init hefur sætt gagnrýni. Systurfyrirtæki Init, Init-Rekstur, hefur einnig verið að listanum.
Listinn hefur verið notaður fyrst og fremst í markaðsstarf þeirra fyrirtækja sem komast á hann. CreditInfo kallar þá sem komast á listann „afreksfólk atvinnulífsins“ og hafa fyrirtækin uppfyllt nokkur skilyrði um rekstur til að fá sæti á honum. Fyrirtæki greiða um eitt hundrað þúsund krónur fyrir að mega nýta þá niðurstöðu í auglýsingar með merki verkefnisins.
Breytingar framundan
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri CreditInfo, segir ljóst að mælikvarðar á árangur fyrirtækja séu að taka breytingum og að gerðar séu enn ríkari kröfur til …
Athugasemdir (2)