Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fer með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi til Mannréttindadómstóls Evrópu

Magnús Dav­íð Norð­dal, lög­mað­ur og fram­bjóð­andi Pírata í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, hef­ur ákveð­ið að fara með brot á kosn­inga­lög­um til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu.

Fer með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi til Mannréttindadómstóls Evrópu
Fer með kosningamálið til MDE Magnús Davíð Norðdahl, frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi í nýafstöðnum alþingiskosningum, hefur ákveðið að fara með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Mynd: Heida Helgadottir

„Eftir töluverða umhugsun hef ég ákveðið að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi til Mannréttindadómstóls Evrópu,“ segir í yfirlýsingu sem Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata í kjördæminu, sendi frá sér rétt í þessu.

Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands og eigandi lögmannstofunnar Réttur, mun fara með málið fyrir hönd Magnúsar. 

Magnús lagði fram kæru til Alþingis þann 1. október síðastliðinn og krafðist ógildingar kosninganna í Norðvesturkjördæmi. „Allar málsástæður kærunnar, hver um sig og eins allar saman, fólu í sér ógildingarannmarka
sem voru til þess fallnir að draga úr trúverðugleika talningarinnar,
sama hvort litið var til þeirrar fyrri eða síðari, lögbrota og starfa
yfirkjörstjórnar í heild og þar með trúverðugleika kosninganna sem fram
fóru í kjördæminu,“ segir Magnús. 

Kjarna málsins segir hann vera þann að „fyrir lágu tvær talningar í meingölluðu ferli þar sem hver ágallinn á fætur öðrum hefur komið í ljós. Vilji kjósenda lá engan veginn fyrir enda breyttust niðurstöður milli talninga sem leiddu til breyttrar samsetningar þingsins“.

„Þingmenn, frambjóðendur og kjósendur í landinu vita því ekki hvort núverandi samsetning þingsins er rétt. Slíkt þing getur aldrei talist lögmætt.“

Segir þingmenn þurfa íhuga stöðu sína

Magnús segir í yfirlýsingunni að þeir 42 þingmenn sem lögðu blessun sína yfir kosningarnar í Norðvesturkjördæmi þurfi að „íhuga stöðu sína og framtíð í stjórnmálum fari svo að mál þetta vinnist fyrir Mannréttindadómstól Evrópu“.

„Enginn ætti að taka lýðræðinu sem gefnum hlut, sérstaklega þegar kjörnum fulltrúum er falið að úrskurða um gildi kosninga þar sem þeir sjálfir
náðu kjöri. Ég trúi því að réttlætið muni sigra í þessu máli þó síðar
verði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Axel Axelsson skrifaði
    vont er þeirra ranglæti en verra er hið evrópska réttlæti . . .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Endurtalning í Norðvesturkjördæmi

„Það er enginn dómari í eigin sök“
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.
Þingmenn sem brjóta lög
Þorvaldur Gylfason
PistillEndurtalning í Norðvesturkjördæmi

Þorvaldur Gylfason

Þing­menn sem brjóta lög

Saga helm­inga­skipta­flokk­anna og föru­nauta þeirra er löðr­andi í lög­brot­um langt aft­ur í tím­ann. Ef menn kom­ast upp með slíkt fram­ferði ára­tug fram af ára­tug án þess að telja sig þurfa að ótt­ast af­leið­ing­ar gerða sinna og brota­vilj­inn geng­ur í arf inn­an flokk­anna kyn­slóð fram af kyn­slóð, hvers vegna skyldu þeir þá ekki einnig hafa rangt við í kosn­ing­um, spyr Þor­vald­ur Gylfa­son.
Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi
Fréttir

Með­lim­ur í kjör­stjórn kær­ir vegna „gruns um kosn­inga­svik“ í Suð­vest­ur­kjör­dæmi

Geir Guð­munds­son, með­lim­ur í kjör­stjórn Kópa­vogs, hef­ur lagt fram kæru til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna fram­kvæmd kosn­inga í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann vill að lög­regla rann­saki kjör­gögn áð­ur en þeim er eytt, vegna full­yrð­inga um­boðs­manns Sósí­al­ista­flokks­ins um mis­mun­andi stærð kjör­seðla.
Þetta gerðist í Norðvestur
GreiningEndurtalning í Norðvesturkjördæmi

Þetta gerð­ist í Norð­vest­ur

At­burða­rás­in á því hvað gerð­ist í Norð­vest­ur­kjör­dæmi sunnu­dag­inn 26. sept­em­ber er hægt og ró­lega að koma í ljós. Stund­in hef­ur sett sam­an tíma­línu út frá gögn­um frá lög­reglu, máls­at­vik­um und­ir­bún­ings­nefnd­ar um rann­sókn kjör­bréfa, gögn­um sem hafa ver­ið birt á vef Al­þing­is og sam­töl­um við að­ila sem voru á svæð­inu.
Starfsmaður yfirkjörstjórnar: Atkvæðaseðlar voru ekki endurtaldir frá grunni
FréttirEndurtalning í Norðvesturkjördæmi

Starfs­mað­ur yfir­kjör­stjórn­ar: At­kvæða­seðl­ar voru ekki end­urtald­ir frá grunni

Á fundi und­ir­bún­ings­nefnd­ar fyr­ir rann­sókn kjör­bréfa sagði Kar­en Birg­is­dótt­ir, starfs­mað­ur yfir­kjör­stjórn­ar sem hafði um­sjón með starfs­fólki taln­ing­ar, að í end­urtaln­ing­unni í Norð­vest­ur­kjör­dæmi sunnu­dag­inn 26. sept­em­ber hafi at­kvæða­seðl­ar ekki ver­ið end­urtald­ir frá grunni.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár