Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Guðlaugi Þór eignuð menningarmál fyrir mistök

Mis­tök við birt­ingu for­seta­úrskurð­ar um skipt­ingu mála­flokka á milli ráð­herra urðu til þess að Guð­laug­ur Þór Þórð­ars­son, ný­skip­að­ur um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­mála­ráð­herra, var sett­ur yf­ir menn­ing­ar­mál.

Guðlaugi Þór eignuð menningarmál fyrir mistök
Óvænt verkefni Það kom fólki á óvart að Guðlaugur Þór hefði fengið menningarmál á sitt borð enda nýskipaður umhverfisráðherra. Mynd: xd.is

Vegna mistaka við birtingu forsetaúrskurðar um skiptingu starfa ráðherra í Stjórnartíðindum í gærkvöldi virtist sem svo að Guðlaugi Þór Þórðarsyni, nýskipuðum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefði verið falin stjórn menningarmála. Var hann sagður fara fyrir málefnum bókmennta, myndlistar, listskreytingar opinberra bygginga, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Kvikmyndamiðstöðvar, starfslauna listamanna, Þjóðleikhússins og Íslenska dansflokksins. 

    Svo er hins vegar ekki, samkvæmt upplýsingum frá Róberti Marshall, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Mistök hafi verið gerð við birtingu úrskurðarins. Hin eiginlegu skjöl hafi verið rétt og því hafi mistökin ekki haft áhrif á raunverulega skiptingu verkefna á milli ráðherra. 

    Hið rétta er að Guðlaugur Þór fær á sitt borð verkefni umhverfisráðuneytisins að viðbættum málefnum tengdum menningarminjum, sem tilheyra mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Undir þeim málaflokki er varðveisla menningararfs, skil menningarverðmæta til annarra landa, verndarsvæði í byggð og Minjastofnun Íslands.

    Lilja Dögg Alfreðsdóttir, nýskipaður ferðamála-, viðskipta- og menn­ingarmála­ráðherra, er sú sem fer með forræði yfir þeim menningar- og listamálum sem voru sögð á borði Guðlaugs Þórs. 

    Mistökin fólust í því að farið var línuvillt þegar vísað var til verkefna umhverfisráðherrans en menningarmál er í næstu línu á eftir menningarminjum í öðrum forsetaúrskurði þar sem verkefni hvers ráðuneytis eru talin upp. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar er verið að uppfæra auglýsinguna í Stjórnartíðindum. 

    Uppfært klukkan 11.32 til að árétta að mistök við birtingu forsetaúrskurðar höfðu ekki lagaleg áhrif á skiptingu málaflokka á milli ráðherra.

    Kjósa
    0
    Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

    Athugasemdir (3)

    Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

    Mest lesið

    Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
    1
    ViðtalFerðamannalandið Ísland

    Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

    Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

    Mest lesið

    Mest lesið í vikunni

    Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
    2
    ViðtalFerðamannalandið Ísland

    Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

    Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

    Mest lesið í mánuðinum

    Hann var búinn að öskra á hjálp
    4
    Viðtal

    Hann var bú­inn að öskra á hjálp

    Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

    Mest lesið í mánuðinum

    Nýtt efni

    Mest lesið undanfarið ár