Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Guðlaugi Þór eignuð menningarmál fyrir mistök

Mis­tök við birt­ingu for­seta­úrskurð­ar um skipt­ingu mála­flokka á milli ráð­herra urðu til þess að Guð­laug­ur Þór Þórð­ars­son, ný­skip­að­ur um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­mála­ráð­herra, var sett­ur yf­ir menn­ing­ar­mál.

Guðlaugi Þór eignuð menningarmál fyrir mistök
Óvænt verkefni Það kom fólki á óvart að Guðlaugur Þór hefði fengið menningarmál á sitt borð enda nýskipaður umhverfisráðherra. Mynd: xd.is

Vegna mistaka við birtingu forsetaúrskurðar um skiptingu starfa ráðherra í Stjórnartíðindum í gærkvöldi virtist sem svo að Guðlaugi Þór Þórðarsyni, nýskipuðum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefði verið falin stjórn menningarmála. Var hann sagður fara fyrir málefnum bókmennta, myndlistar, listskreytingar opinberra bygginga, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Kvikmyndamiðstöðvar, starfslauna listamanna, Þjóðleikhússins og Íslenska dansflokksins. 

    Svo er hins vegar ekki, samkvæmt upplýsingum frá Róberti Marshall, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Mistök hafi verið gerð við birtingu úrskurðarins. Hin eiginlegu skjöl hafi verið rétt og því hafi mistökin ekki haft áhrif á raunverulega skiptingu verkefna á milli ráðherra. 

    Hið rétta er að Guðlaugur Þór fær á sitt borð verkefni umhverfisráðuneytisins að viðbættum málefnum tengdum menningarminjum, sem tilheyra mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Undir þeim málaflokki er varðveisla menningararfs, skil menningarverðmæta til annarra landa, verndarsvæði í byggð og Minjastofnun Íslands.

    Lilja Dögg Alfreðsdóttir, nýskipaður ferðamála-, viðskipta- og menn­ingarmála­ráðherra, er sú sem fer með forræði yfir þeim menningar- og listamálum sem voru sögð á borði Guðlaugs Þórs. 

    Mistökin fólust í því að farið var línuvillt þegar vísað var til verkefna umhverfisráðherrans en menningarmál er í næstu línu á eftir menningarminjum í öðrum forsetaúrskurði þar sem verkefni hvers ráðuneytis eru talin upp. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar er verið að uppfæra auglýsinguna í Stjórnartíðindum. 

    Uppfært klukkan 11.32 til að árétta að mistök við birtingu forsetaúrskurðar höfðu ekki lagaleg áhrif á skiptingu málaflokka á milli ráðherra.

    Kjósa
    0
    Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

    Athugasemdir (3)

    Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

    Mest lesið

    Mest lesið

    Mest lesið í vikunni

    Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
    6
    Fréttir

    Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

    Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

    Mest lesið í mánuðinum

    „Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
    4
    Fréttir

    „Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

    Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

    Mest lesið í mánuðinum

    Nýtt efni

    Mest lesið undanfarið ár