Bergþóra leitaði til lögreglu árið 2004 þar sem hún tilkynnti að þeir Magnús og Gunnar Örn hefðu brotið gegn sér. Með henni var faðir hennar, sem staðfestir frásögn hennar. Vitnisburður hennar var hins vegar ekki skráður í málaskrá lögreglu, LÖKE, týndist og hefur ekki fundist aftur síðan.
Það kom í ljós þegar Bergþóra leitaði aftur til lögreglu árið 2011 og óskaði eftir því að tilkynna málið enn á ný, vegna þess að hún taldi sig bera skyldu til þess. Henni fannst að þeir yrðu að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna og átta sig á alvarleika málsins, en fékk þau svör að lögreglan myndi ekki kalla þá til nema fyrir lægi formleg kæra.
Bergþóra fór því heim og hugsaði sinn gang, með hvatningu um að hafa aftur samband ef hún treysti sér til að kæra. Í vitnisburði hennar kom fram að málið hefði …
Það eru 50 ár siðan. Við erum enn á ótrúlega vondum stað með svona mál, en jafnvel þótt svona viðhorf finnist meðan lögreglunnar enn (vonandi sjaldgæf samt) hlýtur að vera refsivert að færa ekki kæru inn í málaskrá.