Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þetta eru hversdagssorgir

Ragn­heið­ur Lár­us­dótt­ir skrif­aði bók­ina Glerflísaklið­ur sem fjall­ar um tvær kon­ur; hana, sem var að skilja við eig­in­mann­inn, og móð­ur henn­ar, sem glím­ir við Alzheimer.

Bók

Glerflísaklið­ur

Höfundur Ragnheiður Lárusdóttir
Bjartur
44 blaðsíður
Gefðu umsögn

Bókin Glerflísakliður fjallar um tvær konur sem eiga í ákveðnum vandamálum. Önnur er í sorg vegna skilnaðar og henni batnar nú þegar líður á bókina. Hin er veik af Alzheimer og henni hrakar og deyr að lokum. Þannig lýsir rithöfundurinn, Ragnheiður Lárusdóttir, bókinni. 

Nýskilin og að hugsa um veikindi móðurinnar

Þegar ég settist niður og byrjaði að skrifa þessi ljóð var ég með hugann við tíma í lífi mínu þar sem ég var sjálf nýskilin og var að hugsa um mömmu mína sem var með Alzheimer. Þannig að þetta er persónuleg reynsla sem kemur fram í þessum ljóðum. 

Ljóðin koma yfirleitt bara í höfuðið á mér og eru þar að malla í einhvern tíma. Það skiptir engu máli hvar ég er að skrifa, ég bara þarf að koma þessu frá mér. Ég skrifa alltaf beint í tölvuna og þetta kemur í skjalið nokkuð hreint og klárt og tilbúið. En auðvitað er ég lengi að snyrta og laga til þegar ég fæ einhverjar nýjar hugmyndir.

Á hverri opnu er annað ljóðið um konuna með Alzheimer og hinum megin er konan sem er í skilnaðarsorginni. 

Margir þekkja þessa sorg

Mér líður bara mjög vel með að bókin sé komin út. Þetta var ekkert hugsað sem þerapía fyrir mig sjálfa en það hefur gagnast sem slíkt. Þannig að mér finnst þetta bara gott. Og ég finn að það eru svo margir sem segja mér að þetta tali til þeirra. Fólk sem hefur lent í svipuðum aðstæðum. Þetta eru hversdagssorgir, það lenda rosalega margir í að skilja og mjög margir eiga aðstandanda sem er með Alzheimer. Þannig að ég held að það hafi verið þörf á þessari bók að einhverju leyti. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jólabókaflóðið 2021

Allir fuglar fljúga í ljósið eftir langa og djúpa hugleiðslu
ViðtalAllir fuglar fljúga í ljósið

All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið eft­ir langa og djúpa hug­leiðslu

Í bók­inni All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið riðl­ast til­vera ráfar­ans Bjart­ar og lífs­saga henn­ar brýst fram. Auð­ur Jóns­dótt­ir rit­höf­und­ur og skap­ari sög­unn­ar seg­ir að þeg­ar hún ljúki við að skrifa bók líði henni oft eins og hún sé að ranka við sér eft­ir langa og djúpa hug­leiðslu. „Þetta er eins og að hafa far­ið mjög djúpt inn í draum nema núna er draum­ur­inn kom­inn á prent og fólk er að fara að lesa hann,“ seg­ir Auð­ur.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár