Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Landspítalinn svaraði ekki ályktun um kynferðislega áreitni

Í vor sendu tvö fag­fé­lög lækna, Fé­lag al­mennra lækna og Fé­lag sjúkra­hús­lækna, frá sér álykt­un sem hvatti stjórn­end­ur spít­al­ans til þess að end­ur­skoða verklag sitt er varð­ar kyn­ferð­is­lega áreitni, kyn­bund­ið áreiti og of­beldi á Land­spít­al­an­um. Hvor­ugt fé­lag­ið fékk svar við álykt­un­inni.

Landspítalinn svaraði ekki ályktun um kynferðislega áreitni

Félag sjúkrahúslækna og Félag almennra lækna sendu frá sér sameiginlega ályktun er varðaði „kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á Landspítala“ þann 27. maí síðastliðinn vegna óánægju beggja félaga með verklag spítalans í málaflokknum. „Kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og ofbeldi viðgengst á Landspítala og öðrum vinnustöðum lækna“, segir í ályktuninni.

Árni Johnsen, formaður Félags almennra lækna, segir að ályktunin hafi fyrst og fremst verið send vegna óánægju félaganna tveggja er varðaði verklag og viðbrögð spítalans við formlegri kvörtun á hendur Birni Loga Þórarinssyni, sérfræðilækni á Landspítala, en kvörtun vegna framkomu hans barst í febrúar.

Hvorugt félagið fékk svar eða viðbrögð við ályktuninni en hún var send á Pál Matthíasson, þáverandi forstjóra Landspítala, Ólaf Baldursson, framkvæmdastjóra lækninga, framkvæmdastjóra allra sviða Landspítalans og forstöðumenn allra kjarna á Landspítala. 

Hvattir til að endurskoða verklag

Í ályktuninni voru stjórnendur spítalans …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár