Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Vann bókina í gegnum ósjálfráð skrif

Brynja Hjálms­dótt­ir not­aði hug­ar­flæði við skrif á bók­inni Kona lít­ur við, sem leið­ir les­and­ann í gegn­um ákveð­ið ferða­lag.

Bók

Kona lít­ur við

Höfundur Brynja Hjálmsdóttir
Una útgáfuhús
80 blaðsíður
Gefðu umsögn

„Bókin mín Kona lítur við er ljóðabók í þremur hlutum. Hún er ákveðið ferðalag en hlutarnir standa samt sér,“  segir Brynja Hjálmsdóttir rithöfundur. „Fyrsti hluti heitir Óramaðurinn, annar hluti heitir Kona lítur við og þriðji hluti heitir Í borg skækjunnar. Ferðalagið er þannig að í fyrsta hluta förum við á myrkan stað og öðrum hluta nokkurs konar limbó, myndi ég vilja kalla það, og í lokahlutanum förum við inn í útópíu eða einhvern stórkostlegan stað. Og við förum út þaðan.“

Fyrstu setningarnar urðu til nokkrum mánuðum eftir að Brynja gaf út fyrstu bókina, Okfrumuna. „Eftir að ég skrifaði hana og gaf hana út skrifaði ég ekki neitt í dálítinn tíma en svo allt í einu byrjaði þetta að koma til mín. Ég vann hana í gegnum hugarflæði, stream of consciousness, ósjálfráð skrif. Þaðan í raun og veru kom síðan efni sem ég vann áfram sem varð að þessari lokaútkomu.“

Hún vinnur ekki endilega á einum stað og einum tíma í algjörri rútínu. „ Það er líka öðruvísi að skrifa ljóð og prósa. Mér finnst gott að vinna með penna og blað. Ég skrifa óheflað og endurskrifa, ég vinn mikið þannig. Ég er með skrifstofu, svo skrifa ég heima, uppi í rúmi og á kaffihúsi. Það kemur ekki endilega rosalega gott stöff á kaffihúsum en þá líður manni kannski eins og maður sé alvöru rithöfundur,“ útskýrir hún.  

„Mér finnst alltaf lítið áfall að gefa út bók. Alltaf segi ég, þetta er í annað skiptið. Bæði skiptin hafa verið þannig að þegar ég fæ bókina í hendurnar þá heldur maður að það sé sigurmóment en það er líka áfalla móment því … hvað hef ég gert? Og nú er ekki hægt að hætta við. En svo þarf maður kannski tvo daga, nokkra daga og þá verður það bara venjulegt og skemmtilegt. 

Maður er að gera þetta til að fá bók í hendurnar og vonandi að einhver lesi. Og ég er bara mjög glöð og þetta er bara flott bók.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jólabókaflóðið 2021

Allir fuglar fljúga í ljósið eftir langa og djúpa hugleiðslu
ViðtalAllir fuglar fljúga í ljósið

All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið eft­ir langa og djúpa hug­leiðslu

Í bók­inni All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið riðl­ast til­vera ráfar­ans Bjart­ar og lífs­saga henn­ar brýst fram. Auð­ur Jóns­dótt­ir rit­höf­und­ur og skap­ari sög­unn­ar seg­ir að þeg­ar hún ljúki við að skrifa bók líði henni oft eins og hún sé að ranka við sér eft­ir langa og djúpa hug­leiðslu. „Þetta er eins og að hafa far­ið mjög djúpt inn í draum nema núna er draum­ur­inn kom­inn á prent og fólk er að fara að lesa hann,“ seg­ir Auð­ur.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár