Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Stéttamunur á upplifun ofbeldismanna á eigin brotum

Það er mik­ill mun­ur á hvernig ein­stak­ling­ar upp­lifa brot sín eft­ir því hver sam­fé­lags­staða þeirra er, seg­ir doktorsnemi sem rann­sak­ar við­horf þeirra sem hafa beitt of­beldi til eig­in brota.

Stéttamunur á upplifun ofbeldismanna á eigin brotum
Rannsakar Katrín Ólafsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands, hefur framkvæmt viðtalsrannsókn við þá sem sjálfir hafa gengist við að hafa beitt ofbeldi. Mynd: HÍ

Mikill munur er á hvernig gerendur ofbeldis upplifa og skýra brot sín eftir því hvaða stétt þeir tilheyra. Þetta sýnir rannsókn sem er hluti af doktorsverkefni Katrínar Ólafsdóttur. Rannsóknin byggir á viðtölum við einstaklinga sem sjálfir skilgreina sig sem gerendur ofbeldis. Í rannsókninni greinir Katrín þeirra sögu og sjálfsmynd og hvernig þeir staðsetja sig með tilliti til ofbeldisins. 

„Það er mikill munur á hvernig einstaklingar upplifa brot sín eftir því hver samfélagsstaða þeirra er. Það er alveg skýr stéttamunur á hvað þessir einstaklingar draga fram, hvað þeim finnst mikilvægt þegar þeir eru að skýra sín brot. Einstaklingar af verkastétt eru meira að hugsa um karlmennskuhugmyndir og hvernig þeir máta sig við þær á meðan einstaklingar af miðstétt eru meira að hugsa um hvort rétt sé að kalla brotin því nafni sem hefur verið lagt á þau: „Eru mín brot ofbeldisbrot eða eru þau kannski eitthvað annað?““ segir Katrín.

„Ef maður setur þetta í samhengi við enn þá frægari einstaklinga sem við sjáum sögur af í dag, hvernig við sjáum þetta endurspeglast í frásögnum þekktra manna sem er verið að nefna sem gerendur og þeirra viðbrögð við því, þá finnst þeim þetta kannski erfitt vegna þess að þeir hafa notið frægðar og frama og eiga erfiðara með það að staða þeirra sé mögulega að breytast. Þá fara þeir í vörn.“

Katrín kynnir niðurstöður sínar á Kynjaþingi Kvenréttindafélags Íslands sem fram fer laugardaginn 13. nóvember næstkomandi. Þar segist Katrín ætla að setja niðurstöður sínar í samhengi við nýjustu bylgju #metoo frásagna. Hvernig á að bregðast við henni og hvernig er hægt að læra. 

„Eru mín brot ofbeldisbrot eða eru þau kannski eitthvað annað?“

Katrín segir að það sé áskorun að finna einstaklinga til að taka þátt í rannsókn eins og þessari, þar sem forsenda er að einstaklingarnir hafi viðurkennt og gengist við því að vera gerendur ofbeldis. Þeir einstaklingar eru ekki á hverju strái. „Þeir eru það ekki. Það er mjög flókið að finna viðmælendur fyrir verkefni eins og þetta en hins vegar kemur það á óvart þegar farið er af stað að það eru einstaklingar sem gangast við sínum brotum og vilja að þeirra frásögn geti hjálpað einhverjum, svo ekki fleiri einstaklingar gangi þennan veg. Flestir eru að hugsa um forvarnargildið,“ segir hún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu