Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Blekkingarleikur á loftslagsráðstefnu

Jafn­vel þó að stað­ið yrði við há­leit markmið ný­af­stað­inn­ar lofts­lags­ráð­stefnu myndi það ekki duga til að koma í veg fyr­ir ham­far­ir af völd­um lofts­lags­breyt­inga. Nýj­ar rann­sókn­ir sýna að mann­kyn­ið er að tapa kapp­hlaupi við tím­ann og óaft­ur­kræf­ar breyt­ing­ar eru þeg­ar að eiga sér stað. Keðju­verk­andi áhrif gera út­lit­ið enn svart­ara.

Blekkingarleikur á loftslagsráðstefnu

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna var haldin í tuttugasta og sjötta sinn í Glasgow á dögunum. 40 þúsund gestir komu fljúgandi frá öllum heimshornum, þar á meðal 120 þjóðarleiðtogar. Það vakti athygli að langstærsta sendinefndin var á vegum olíuframleiðenda, en þeir sendu meira en fimm hundruð fulltrúa til að gæta sinna hagsmuna á ráðstefnunni. Þar að auki voru fulltrúar slíkra fyrirtækja hafðir með í sendinefndum 27 ríkja, Rússar og Kanadamenn voru meðal þeirra sem sendu beinlínis útsendara olíuiðnaðarins fyrir sína hönd.

Umhverfisverndarsamtökin Global Witness sendu frá sér yfirlýsingu fyrir ráðstefnuna þar sem því var harðlega mótmælt að sjálfur olíu- og gasiðnaðurinn fengi svo fyrirferðarmikið hlutverk. Talsmaður þeirra, Murray Worthy, sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið að það gæfi ekki mikla von um breytingar þegar samtalinu væri stýrt af slíkum hagsmunaaðilum. 

„Þessi iðnaður hefur síðustu áratugi varið miklu púðri í að afneita vandanum og tefja allar alvöru aðgerðir sem gætu komið í veg …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár