Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna var haldin í tuttugasta og sjötta sinn í Glasgow á dögunum. 40 þúsund gestir komu fljúgandi frá öllum heimshornum, þar á meðal 120 þjóðarleiðtogar. Það vakti athygli að langstærsta sendinefndin var á vegum olíuframleiðenda, en þeir sendu meira en fimm hundruð fulltrúa til að gæta sinna hagsmuna á ráðstefnunni. Þar að auki voru fulltrúar slíkra fyrirtækja hafðir með í sendinefndum 27 ríkja, Rússar og Kanadamenn voru meðal þeirra sem sendu beinlínis útsendara olíuiðnaðarins fyrir sína hönd.
Umhverfisverndarsamtökin Global Witness sendu frá sér yfirlýsingu fyrir ráðstefnuna þar sem því var harðlega mótmælt að sjálfur olíu- og gasiðnaðurinn fengi svo fyrirferðarmikið hlutverk. Talsmaður þeirra, Murray Worthy, sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið að það gæfi ekki mikla von um breytingar þegar samtalinu væri stýrt af slíkum hagsmunaaðilum.
„Þessi iðnaður hefur síðustu áratugi varið miklu púðri í að afneita vandanum og tefja allar alvöru aðgerðir sem gætu komið í veg …
Athugasemdir