Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Blekkingarleikur á loftslagsráðstefnu

Jafn­vel þó að stað­ið yrði við há­leit markmið ný­af­stað­inn­ar lofts­lags­ráð­stefnu myndi það ekki duga til að koma í veg fyr­ir ham­far­ir af völd­um lofts­lags­breyt­inga. Nýj­ar rann­sókn­ir sýna að mann­kyn­ið er að tapa kapp­hlaupi við tím­ann og óaft­ur­kræf­ar breyt­ing­ar eru þeg­ar að eiga sér stað. Keðju­verk­andi áhrif gera út­lit­ið enn svart­ara.

Blekkingarleikur á loftslagsráðstefnu

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna var haldin í tuttugasta og sjötta sinn í Glasgow á dögunum. 40 þúsund gestir komu fljúgandi frá öllum heimshornum, þar á meðal 120 þjóðarleiðtogar. Það vakti athygli að langstærsta sendinefndin var á vegum olíuframleiðenda, en þeir sendu meira en fimm hundruð fulltrúa til að gæta sinna hagsmuna á ráðstefnunni. Þar að auki voru fulltrúar slíkra fyrirtækja hafðir með í sendinefndum 27 ríkja, Rússar og Kanadamenn voru meðal þeirra sem sendu beinlínis útsendara olíuiðnaðarins fyrir sína hönd.

Umhverfisverndarsamtökin Global Witness sendu frá sér yfirlýsingu fyrir ráðstefnuna þar sem því var harðlega mótmælt að sjálfur olíu- og gasiðnaðurinn fengi svo fyrirferðarmikið hlutverk. Talsmaður þeirra, Murray Worthy, sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið að það gæfi ekki mikla von um breytingar þegar samtalinu væri stýrt af slíkum hagsmunaaðilum. 

„Þessi iðnaður hefur síðustu áratugi varið miklu púðri í að afneita vandanum og tefja allar alvöru aðgerðir sem gætu komið í veg …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár