Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Rakel hættir sem fréttastjóri um áramót

Rakel Þor­bergs­dótt­ir, frétta­stjóri RÚV, mun láta af störf­um um ára­mót. Starfs­mönn­um frétta­stof­unn­ar var til­kynnt um þetta í morg­un.

Rakel hættir sem fréttastjóri um áramót
Hættir Rakel hefur leitt fréttastofu RÚV undanfarin ár en sjálf hefur hún unnið á fréttastofu stofnunarinnar í meira en tvo áratugi. Mynd: RÚV

Rakel Þorbergsdóttir hefur sagt upp störfum sem fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Hún hefur gegnt starfinu síðan 2014 en áður starfaði hún sem fréttamaður hjá stofnuninni. Starfsmönnum var tilkynnt þetta í morgun og var tilkynning send fjölmiðlum nú fyrir skömmu. 

Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri mun gegna starfi Rakelar frá áramótum en það verður auglýst laust til umsóknar á næsta ári. 

Í tilkynningu frá RÚV er haft eftir Rakel að árin á RÚV hafi verið lærdómsrík, krefjandi og skemmtileg. „Ákvörðun mín var því ekki auðveld, fréttastofan er frábær vinnustaður en það er öllum hollt að breyta til og takast á við nýjar áskoranir,“ segir hún í tilkynningunni.

„Allar mælingar staðfesta að fréttastofa RÚV er sá miðill sem þjóðin reiðir sig á, treystir og leitar til, sérstaklega þegar mikið liggur við. Ég er gríðarlega stolt af frammistöðu okkar fólks og það hefur verið heiður að fá að stýra þessari öflugu og rótgrónu fréttastofu síðustu ár. Ég kveð með söknuði og hlýju í garð minna góðu félaga á RÚV.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Almáttugur. Hún er svo ákveðin og réttsýn og lætur engan vaða yfir sig. Nú munu Sjálfstæðismenn eyðileggja endanlega RUV frettastofu. Hefur einhver þrýstingur verið á Rakel bak við tjöldin?
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Er Bogi Ágústsson ekki líka að hætta á næsta ári ?

    Fróðlegt verður að sjá hverja sjálfstæðisflokkurinn velur í störfin ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár