Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Starfsmaður yfirkjörstjórnar: Atkvæðaseðlar voru ekki endurtaldir frá grunni

Á fundi und­ir­bún­ings­nefnd­ar fyr­ir rann­sókn kjör­bréfa sagði Kar­en Birg­is­dótt­ir, starfs­mað­ur yfir­kjör­stjórn­ar sem hafði um­sjón með starfs­fólki taln­ing­ar, að í end­urtaln­ing­unni í Norð­vest­ur­kjör­dæmi sunnu­dag­inn 26. sept­em­ber hafi at­kvæða­seðl­ar ekki ver­ið end­urtald­ir frá grunni.

Starfsmaður yfirkjörstjórnar: Atkvæðaseðlar voru ekki endurtaldir frá grunni
Atkvæði ekki talin frá grunni Starfsmaður yfirkjörstjórnar sem hafði umsjón með starfsfólki talningar í Norðvesturkjördæmi tjáði undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa að atkvæði sem yfirkjörstjórn fór yfir hafi ekki verið endurtalin. Mynd: Shutterstock

Í málsatvikalýsingu undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa sem birtist á vef Alþingis í gær kemur fram að samkvæmt Karen Birgisdóttur, starfsmanni yfirkjörstjórnar sem hafði umsjón með starfsfólki talningar, hafi atkvæðaseðlar ekki verið taldir frá grunni í endurtalningunni í Norðvesturkjördæmi.

Í viðtali við Ríkisútvarpið þann 6. nóvember sagði Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, að gert væri ráð fyrir því að nefndin myndi starfa út vikuna í það minnsta. Þá sagði hann einnig að nefndin væri langt á veg komin með gagnaöflun sem snérist að mestu leiti um að varpa ljósi á talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Málsatvikalýsingin er hluti af þeirri vinnu.

Málsatvikalýsing í vinnslu

Í samtali við Stundina segir Birgir Ármannsson að málsatvikin sem hafi verið birt séu enn í vinnslu, þar að segja, að endanlega niðurstaða sé ekki komin í málið. Aðilar að málinu hafa nú allir fengið frest þangað til á morgun til að skila athugasemdum til nefndarinnar svo hægt sé að ljúka við gerð málsatvikalýsingarinnar. 

Þegar athugasemdum hefur verið skilað á samkvæmt Birgi eftir að funda um þær áður en hægt er að ljúka vinnunni. Hann telur ekki víst að þeirri vinnu verði lokið í þessari viku.

Yfirkjörstjórn verið byrjuð að telja

Samkvæmt málsatvikalýsingunni kom Karen upp í Borgarnes klukkan 14.30 sunnudaginn 26. september og við komu hafi yfirkjörstjórnin verið byrjuð að telja nokkra listabókstafi. Þegar starfsfólk talningar kom á svæðið hafi verið búið að telja nokkra flokka áður en starfsfólkið hóf störf. 

Þá kemur einnig fram að eftir að starfsfólk talningar kom á svæðið hafi aðeins einn villa fundist í talningunni, aðrar villur höfðu áður verið komnar fram. 

Karen segist aðspurð hafa viljað fá að telja öll atkvæði aftur með sínu starfsfólki og að hún hefði gert athugasemd við Inga Tryggvason hefði hún vitað að hann ætlaði að byrja talninguna áður en hún mætti á staðinn. 

Samkvæmt meðlimi undirbúningsnefndarinnar er ekki útilokað að nefndin fari aftur í Borgarnes til þess að fara yfir kjörgögn að nýju.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Endurtalning í Norðvesturkjördæmi

„Það er enginn dómari í eigin sök“
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.
Þingmenn sem brjóta lög
Þorvaldur Gylfason
PistillEndurtalning í Norðvesturkjördæmi

Þorvaldur Gylfason

Þing­menn sem brjóta lög

Saga helm­inga­skipta­flokk­anna og föru­nauta þeirra er löðr­andi í lög­brot­um langt aft­ur í tím­ann. Ef menn kom­ast upp með slíkt fram­ferði ára­tug fram af ára­tug án þess að telja sig þurfa að ótt­ast af­leið­ing­ar gerða sinna og brota­vilj­inn geng­ur í arf inn­an flokk­anna kyn­slóð fram af kyn­slóð, hvers vegna skyldu þeir þá ekki einnig hafa rangt við í kosn­ing­um, spyr Þor­vald­ur Gylfa­son.
Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi
Fréttir

Með­lim­ur í kjör­stjórn kær­ir vegna „gruns um kosn­inga­svik“ í Suð­vest­ur­kjör­dæmi

Geir Guð­munds­son, með­lim­ur í kjör­stjórn Kópa­vogs, hef­ur lagt fram kæru til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna fram­kvæmd kosn­inga í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann vill að lög­regla rann­saki kjör­gögn áð­ur en þeim er eytt, vegna full­yrð­inga um­boðs­manns Sósí­al­ista­flokks­ins um mis­mun­andi stærð kjör­seðla.
Þetta gerðist í Norðvestur
GreiningEndurtalning í Norðvesturkjördæmi

Þetta gerð­ist í Norð­vest­ur

At­burða­rás­in á því hvað gerð­ist í Norð­vest­ur­kjör­dæmi sunnu­dag­inn 26. sept­em­ber er hægt og ró­lega að koma í ljós. Stund­in hef­ur sett sam­an tíma­línu út frá gögn­um frá lög­reglu, máls­at­vik­um und­ir­bún­ings­nefnd­ar um rann­sókn kjör­bréfa, gögn­um sem hafa ver­ið birt á vef Al­þing­is og sam­töl­um við að­ila sem voru á svæð­inu.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár