Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Yfirlögfræðingur Landsvirkjunar hætti í kjölfar áminningar vegna ótilhlýðilegrar háttsemi

Helgi Jó­hann­es­son, fyrr­ver­andi yf­ir­lög­fræð­ing­ur Lands­virkj­un­ar, lét af störf­um hjá fyr­ir­tæk­inu eft­ir að kona hafði kvart­að und­an hegð­un hans. Hegð­un Helga sner­ist um óvið­eig­andi orð auk þess sem hann strauk henni í fram­an gegn vilja henn­ar. Lands­virkj­un seg­ist ekki geta tjáð sig um mál­efni ein­stakra starfs­manna.

Yfirlögfræðingur Landsvirkjunar hætti í kjölfar áminningar vegna ótilhlýðilegrar háttsemi
Helgi vill ekki tjá sig Helgi Jóhannsson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, vill ekki tjá sig um starfslok sín hjá fyrirtækinu. Mynd: Landsvirkjun / Samsett

Helgi Jóhannesson, sem starfaði sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar þar til í lok október, lét af störfum  í kjölfar þess að hafa fengið formlega áminningu í starfi vegna ótilhlýðilegrar háttsemi í garð kvenkyns starfsmanns hjá fyrirtækinu. Starfsmaðurinn kvartaði með formlegum hætti til yfirstjórnar Landsvirkjunar í vor eftir að Helgi hafði ítrekað farið yfir mörk starfsmannsins og áreitt hana með orðum og gjörðum. Þetta herma heimildir Stundarinnar.

Helgi var einn af æðstu stjórnendum Landsvirkjunar og var konan undirmaður hans í formlegum skilningi. Hún starfaði á starfsmannasviði Landsvirkjunar. Skömmu áður en Helgi hætti sagði starfsmaðurinn upp störfum hjá Landsvirkjun á þeim forsendum að hún gæti ekki unnið á sama vinnustað og Helgi. 

Helgi vill ekki ræða málið

Aðspurður vill Helgi ekki ræða við Stundina um starfslok sín hjá Landsvirkjun. Í sms-skilaboðum til blaðamanns segir hann:„Ég vildi hætta hjá Landsvirkjun og óskaði eftir starfslokum. Meira er ekki um það að segja.“

Þráspurður um starfslokin, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Til Grænlands á gamalli eikarskútu
4
Vettvangur

Til Græn­lands á gam­alli eik­ar­skútu

Ittoqqortoormiit á aust­ur­strönd Græn­lands er eitt af­skekkt­asta þorp í heimi. Þang­að liggja eng­ir veg­ir og til að kom­ast í þorp­ið þarf að fljúga með þyrlu eða fara á snjó- eða hunda­sleð­um frá flug­vell­in­um sem er í 60 kíló­metra fjar­lægð. Yf­ir há­sumar­ið er hægt að sigla þang­að en Ittoqqortoormiit er við mynni Scor­es­bysunds sem er stærsta fjarða­kerfi í heim­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu