Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þriðjungur allra íbúðakaupa fyrstu kaup

Dreg­ið hef­ur jafnt og þétt úr fjölda fyrstu kaupa á íbúð­um á yf­ir­stand­andi ári. Verð fyrstu íbúða fólks er nú um fjór­um millj­ón­um hærra en var fyr­ir ári síð­an. Með­al­ald­ur fyrstu kaup­enda er 29,5 ár.

Þriðjungur allra íbúðakaupa fyrstu kaup
Fyrstu kaupum fækkar Kaupum á fyrstu eign hefur fækkað um talsvert frá því á fyrsta ársfjórðungi. Mynd: Shutterstock / Jóhann Helgason

Á þriðja ársfjórðungi yfirstandandi árs voru 1.562 íbúðir keyptar af fólki sem var að kaupa sína fyrstu eign. Eru það töluvert færri fyrstu kaup en voru á öðrum ársfjórðungi og einnig á fyrsta ársfjórðungi en aldrei höfðu fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en þá. Aldrei hafa fleiri fyrstu kaup verið gerð en á  fyrsta ársfjórðungi þessa árs, alls 1.938.

Þetta kemur fram í gögnum Þjóðskrár Íslands. Þar má sjá að fyrstu kaup tóku mikinn kipp á þriðja ársfjórðungi síðasta árs þegar 1.913 íbúðir voru keyptar af fólki sem var að kaupa sína fyrstu eign. Á fjórða ársfjórðungi þess árs voru kaupin 1.777 talsins. Fjöldi fyrstu kaupa hefur aldrei verið neitt í líkingu við það sem hefur verið undanfarið ár en hæst hafði hann farið í 1.427 árið 2007. Meðalaldur þeirra sem keyptu sína fyrstu íbúð á ársfjórðungnum var 29,5 ár.

Að meðaltali greiða fyrstu kaupendur fjórum milljónum króna meira í dag fyrir sína fyrstu íbúð en þeir gerðu fyrir ári síðan. Meðalkaupverð íbúðanna er nú 45,4 milljónir fyrir 96,9 fermetra íbúð, sem er meðalstærð íbúða sem fyrstu kaupendur keyptu. Það jafngildir um 469 þúsund krónur á fermetra. Mest greiða kaupendur fyrir sína fyrstu eign á höfuðborgarsvæðinu en minnst á Austurlandi. Langflestir fyrstu kaupendur voru á höfuðborgarsvæðinu, 977 talsins sem jafngildir 62,5 prósentum.

Hlutfall fyrstu kaupenda var lægst á Norðurlandi vestra á síðasta ársfjórðungi, um fjórðungur allr kaupenda. Hæst var hlutfallið á Vestfjörðum, um 45 prósent allra kaupenda. Vakin er athygli á að fáir samningar geti verið að baki viðskiptum í einstökum landsfjórðungum á hverjum ársfjórðungi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár