Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þriðjungur allra íbúðakaupa fyrstu kaup

Dreg­ið hef­ur jafnt og þétt úr fjölda fyrstu kaupa á íbúð­um á yf­ir­stand­andi ári. Verð fyrstu íbúða fólks er nú um fjór­um millj­ón­um hærra en var fyr­ir ári síð­an. Með­al­ald­ur fyrstu kaup­enda er 29,5 ár.

Þriðjungur allra íbúðakaupa fyrstu kaup
Fyrstu kaupum fækkar Kaupum á fyrstu eign hefur fækkað um talsvert frá því á fyrsta ársfjórðungi. Mynd: Shutterstock / Jóhann Helgason

Á þriðja ársfjórðungi yfirstandandi árs voru 1.562 íbúðir keyptar af fólki sem var að kaupa sína fyrstu eign. Eru það töluvert færri fyrstu kaup en voru á öðrum ársfjórðungi og einnig á fyrsta ársfjórðungi en aldrei höfðu fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en þá. Aldrei hafa fleiri fyrstu kaup verið gerð en á  fyrsta ársfjórðungi þessa árs, alls 1.938.

Þetta kemur fram í gögnum Þjóðskrár Íslands. Þar má sjá að fyrstu kaup tóku mikinn kipp á þriðja ársfjórðungi síðasta árs þegar 1.913 íbúðir voru keyptar af fólki sem var að kaupa sína fyrstu eign. Á fjórða ársfjórðungi þess árs voru kaupin 1.777 talsins. Fjöldi fyrstu kaupa hefur aldrei verið neitt í líkingu við það sem hefur verið undanfarið ár en hæst hafði hann farið í 1.427 árið 2007. Meðalaldur þeirra sem keyptu sína fyrstu íbúð á ársfjórðungnum var 29,5 ár.

Að meðaltali greiða fyrstu kaupendur fjórum milljónum króna meira í dag fyrir sína fyrstu íbúð en þeir gerðu fyrir ári síðan. Meðalkaupverð íbúðanna er nú 45,4 milljónir fyrir 96,9 fermetra íbúð, sem er meðalstærð íbúða sem fyrstu kaupendur keyptu. Það jafngildir um 469 þúsund krónur á fermetra. Mest greiða kaupendur fyrir sína fyrstu eign á höfuðborgarsvæðinu en minnst á Austurlandi. Langflestir fyrstu kaupendur voru á höfuðborgarsvæðinu, 977 talsins sem jafngildir 62,5 prósentum.

Hlutfall fyrstu kaupenda var lægst á Norðurlandi vestra á síðasta ársfjórðungi, um fjórðungur allr kaupenda. Hæst var hlutfallið á Vestfjörðum, um 45 prósent allra kaupenda. Vakin er athygli á að fáir samningar geti verið að baki viðskiptum í einstökum landsfjórðungum á hverjum ársfjórðungi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár