Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sólveig Anna segir frá ofbeldishótun starfsmanns

Frá­far­andi formað­ur Efl­ing­ar seg­ir starfs­mann hafa ætl­að sér að gera henni mein. Hún seg­ir að starfs­menn Efl­ing­ar „telji mjög brýnt og nauð­syn­legt“ að hún „sitji áfram und­ir óleið­rétt­um ásök­un­um“, þótt sama fólk hafi orð­ið vitni að of­beld­is­hót­un í henn­ar garð.

Sólveig Anna segir frá ofbeldishótun starfsmanns
Sólveig Anna Jónsdóttir Sagði af sér formennsku í stéttarfélaginu Eflingu í gær. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, segist hafa verið boðuð á fund með starfsmönnum Eflingar fyrir tveimur vikum, þar sem komið hefði fram að einn starfsmanna hefði hótað að gera henni mein.

„Þá gerðist það að ég var beðin að koma á fund þar sem mér var tilkynnt um að einn af karlkyns starfsmönnum skrifstofu Eflingar hefði lýst því yfir við annan starfsmann að hann væri mjög reiður út í mig og væri að hugsa um að fara heim til mín og vinna mér þar skaða sem ekki var lýst nánar en voru augljóslega einhvers konar ofbeldi,“ lýsir hún á Facebook-síðu sinni.

„Hann lét fylgja sögunni, þegar hann lýsti ofbeldishótunum sínum gegn mér, að hann hefði í tvö ár rispað bíl manns sem honum var illa við,“ segir Sólveig Anna.

Hún gefur til kynna að hún hafi tilkynnt málið til lögreglu. „Eins og vanalega þá veit ég að ég verð nú sökuð um lygar, og beðin um sönnunargögn sem aldrei verða nógu marktæk. Ég verð sjálf sögð vera vandmálið. Ég stundi ógnarstjórn og gangi um með aftökulista. Skelli jafnvel hurðum, svo fast að starfsfólk Eflingar óttist mig og þurfi sérstaka vernd. Það mun ekki skipta neinu þótt ég hafi tilkynnt um málið til lögreglu. Það mun ekki skipta máli þótt að starfsmenn á vinnustaðnum viti af og hafi rætt sín á milli um þessa uppákomu. Þeir munu eflaust ekki kannast lengur við neitt.“

Hún segir fyrrverandi stjórnendur Eflingar „á síðastliðnum árum farið fram með endalausar lygar, hótanir um dómsmál og óhróður gegn [sér], í fjölmiðlum og víðar“.

Frásögn Sólveigar Önnu í heild

Á Vísi í dag er sagt frá því að yfirlýsing mín um ástæður afsagnar minnar úr stöðu formanns Eflingar hafi „hleypt illu blóði í marga starfsmenn stéttarfélagsins“. Samkvæmt heimildum fréttastofu Vísis fannst starfsfólki að ég hafi gefið „opið skotleyfi“ á það með því að segja satt frá aðdraganda og ástæðum afsagnar minnar.

Þessi orð fengu mig til að hugsa um atburði sem gerðust á vinnustaðnum fyrir ríflega tveimur vikum. Þá gerðist það að ég var beðin að koma á fund þar sem mér var tilkynnt um að einn af karlkyns starfsmönnum skrifstofu Eflingar hefði lýst því yfir við annan starfsmann að hann væri mjög reiður út í mig og væri að hugsa um að fara heim til mín og vinna mér þar skaða sem ekki var lýst nánar en voru augljóslega einhvers konar ofbeldi.

Hann lét fylgja sögunni, þegar hann lýsti ofbeldishótunum sínum gegn mér, að hann hefði í tvö ár rispað bíl manns sem honum var illa við. Það sannaði að honum væri alvara og að hann væri fær um að fremja glæp. Hann bætti því við, að hann hefði ekki áhyggjur af að verða dæmdur í fangelsi vegna þess sem hann kynni gera mér, af því að jafnvel þó að hann yrði dæmdur þá þyrfti hann aldrei að sitja inni, þar sem hann væri með hreint sakavottorð.

Mér er ekki kunnugt um að hafa gert nokkuð á hlut þessa manns, en mér hefur þó skilist að hann sé óánægður með að annar starfsmaður fékk stöðuhækkun sem hann taldi sig eiga rétt á. Það er alvitað að hann er náinn fyrrum stjórnendum á skrifstofu Eflingar, þeim sömu sem hafa á síðastliðnum árum farið fram með endalausar lygar, hótanir um dómsmál og óhróður gegn mér, í fjölmiðlum og víðar.

Þetta dæmi, sem er staðfest með skriflegum vitnisburði sem liggur inni hjá mannauðsstjóra skrifstofu Eflingar, er aðeins eitt af mörgum um það ofstæki og þá heift sem þótt hefur eðlilegt að ég sitji undir af hálfu starfsfólks Eflingar frá þeim degi sem ég var kosin sem formaður Eflingar.

Eins og vanalega þá veit ég að ég verð nú sökuð um lygar, og beðin um sönnunargögn sem aldrei verða nógu marktæk. Ég verð sjálf sögð vera vandmálið. Ég stundi ógnarstjórn og gangi um með aftökulista. Skelli jafnvel hurðum, svo fast að starfsfólk Eflingar óttist mig og þurfi sérstaka vernd. Það mun ekki skipta neinu þótt ég hafi tilkynnt um málið til lögreglu. Það mun ekki skipta máli þótt að starfsmenn á vinnustaðnum viti af og hafi rætt sín á milli um þessa uppákomu. Þeir munu eflaust ekki kannast lengur við neitt.

Á föstudaginn ávarpaði ég starfsfólk Eflingar. Ég vildi spyrja þau hvort þau gætu hugsað sér að afstýra neikvæðri umfjöllun um vinnustaðinn, koma í veg fyrir enn eina rógsherferðina um mig og minnka skaða fyrir baráttu félagsmanna okkar. Þetta hefðu þau getað gert með því að bera til baka ofstækisfull orð úr dómgreindarlausri ályktun trúnaðarmanna frá því í sumar sem stjórnarmaður hefur séð sig knúinn að vekja athygli fjölmiðla á. Að bera til baka ásakanir um að ég stundaði ógnarstjórn og aftökur.

Svarið var nei, starfsfólk Eflingar telur mjög brýnt og nauðsynlegt að ég sitji áfram undir óleiðréttum ásökunum um allt þetta.

Í salnum sat starfsmaðurinn, sem sjálfur varð vitni að ofbeldishótunum í minn garð frá þessum samstarfsmanni okkar, og sem hefur sagt frá uppákomunni við nokkra aðra starfsmenn. Í salnum sátu einnig fleiri úr hópi þeirra sem hafa fengið vitneskju um hótunina, til dæmis trúnaðarmaður vinnustaðarins, sá sami og gengið hefur harðast fram í glórulausum ásökunum gegn mér og kröfum um að vinnustaðafundum verði snúið upp í réttarhöld yfir "„glæpum“ mínum.

Ég var ekki á fundinum. Ég veit því ekki hvort einhver fundarmanna sem hafði vitneskju um rétt svo tveggja vikna gamlar ofbeldishótanirnar gegn mér hafi rétt upp hönd, spurt ef til vill spurninga, velt því ef til vill upp hvort komið væri gott af „opnu skotleyfi“ á mig? Það veit ég ekki, en ég veit hver niðurstaðan var af fundinum.

Ég hef tekið mína ákvörðun og við hana stend ég. Ég er ekki hlaupast undan merkjum. Ég er einungis að viðurkenna fyrir sjálfri mér og öðrum hverjar takmarkanir mínar sem manneskju eru, þegar fólk sem ég þarf að geta treyst hefur lýst sig reiðubúið að svipta mig ærunni opinberlega en stendur þögult hjá á meðan ég er sjálf beitt ofbeldi fyrir framan augun á þeim.

Ég legg til að við, undirokað fólk af stétt verka- og láglaunafólks, stöndum saman. Ég hvet til þess að við áttum okkur á því að heimurinn sem við lifum í er skakkur, viðsnúinn, bjagaður. Í þessari skekkju hallar alltaf á okkur. Að átta sig á því er fyrsta skrefið. Svo fikrum við okkur áfram saman, eitt skref í einu, stöppum stálinu hvert í annað, vinnum fyrst lítinn sigur, svo annan lítinn og svo stóran. Óhjákvæmilega getum við þurft að stíga skref til baka líka – það er erfitt – en við getum barist áfram og gert þennan skakka heim réttan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
4
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár