Var smitaður hjá Gísla Marteini

„Smit­skömm­in í lág­marki,“ seg­ir Hall­grím­ur Helga­son rit­höf­und­ur, sem var einn 72 Ís­lend­inga sem greind­ust með Covid-19 í gær. Hann hvet­ur til bólu­setn­inga. „Guð blessi bólu­efn­in!“

Var smitaður hjá Gísla Marteini
Hallgrímur í vikunni Alls óafvitandi var hann smitaður af Covid-19 við útsendingu Vikunnar hjá Gísla Marteini um helgina. Mynd: RÚV

„Það fór ekki svo að Kóvíð konungur næði manni ekki inn í ríki sitt,“ skrifar Hallgrímur Helgason rithöfundur, sem fluttur var af slökkviliðsmanni á sóttvarnarhótelið við Rauðarárstíg í gærkvöldi, eftir að hafa greinst smitaður af Covid-19, einn 72 Íslendinga í gær. 

Alls eru 897 Íslendingar í einangrun í dag og 1.169 í sóttkví. Það flækir stöðuna hjá Hallgrími að hann var einn þriggja gesta í Vikunni hjá Gísla Marteini Baldurssyni á RÚV á laugardagskvöldinu, eins og hann lýsir á Facebook-síðu sinni.

„Vona svo bara að ég hafi ekki smitað neinn í settinu hjá honum Gísla Marteini. Þau eru þrjú komin í sóttkví mín vegna, hann sjálfur, Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Sóli Hólm, einkennalaus sem betur fer, og smitskömmin því í lágmarki. Aðrir sem ég hitti á föstudaginn eru í smitgát. Allir neikvæðir að ég best veit,“ segir hann.

EinkennalausSessunautar Hallgríms eru einkennalausir í sóttkví.

Hallgrímur er „vel flensaður og slappur en þó enn með bragð- og lyktarskyn“, „enda tvívarinn með Astra Zeneca síðan í sumar,“ eins og hann segir. 

Af þeim 72 sem greindust smitaðir í gær voru tæp 40% ekki bólusett, en það er mun hærra hlutfall en fjöldi óbólusettra í samfélaginu segir til um. 76% landsmanna eru bólusettir og 89% fullorðinna.

Hallgrímur eggjar alla landsmenn að láta bólusetja sig. „En við ykkur sem enn eigið eftir að láta bólusetja ykkur segi ég: Gerið það strax!“ segir hann og hnykkir út: „Guð blessi bóluefnin!“

Hallgrímur tekur sérstaklega fram að þau sem komu í útgáfuteiti hans á fimmtudag þurfi ekki að bregðast við, þar sem línan sé dregin við föstudagsmorgun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár