Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Var smitaður hjá Gísla Marteini

„Smit­skömm­in í lág­marki,“ seg­ir Hall­grím­ur Helga­son rit­höf­und­ur, sem var einn 72 Ís­lend­inga sem greind­ust með Covid-19 í gær. Hann hvet­ur til bólu­setn­inga. „Guð blessi bólu­efn­in!“

Var smitaður hjá Gísla Marteini
Hallgrímur í vikunni Alls óafvitandi var hann smitaður af Covid-19 við útsendingu Vikunnar hjá Gísla Marteini um helgina. Mynd: RÚV

„Það fór ekki svo að Kóvíð konungur næði manni ekki inn í ríki sitt,“ skrifar Hallgrímur Helgason rithöfundur, sem fluttur var af slökkviliðsmanni á sóttvarnarhótelið við Rauðarárstíg í gærkvöldi, eftir að hafa greinst smitaður af Covid-19, einn 72 Íslendinga í gær. 

Alls eru 897 Íslendingar í einangrun í dag og 1.169 í sóttkví. Það flækir stöðuna hjá Hallgrími að hann var einn þriggja gesta í Vikunni hjá Gísla Marteini Baldurssyni á RÚV á laugardagskvöldinu, eins og hann lýsir á Facebook-síðu sinni.

„Vona svo bara að ég hafi ekki smitað neinn í settinu hjá honum Gísla Marteini. Þau eru þrjú komin í sóttkví mín vegna, hann sjálfur, Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Sóli Hólm, einkennalaus sem betur fer, og smitskömmin því í lágmarki. Aðrir sem ég hitti á föstudaginn eru í smitgát. Allir neikvæðir að ég best veit,“ segir hann.

EinkennalausSessunautar Hallgríms eru einkennalausir í sóttkví.

Hallgrímur er „vel flensaður og slappur en þó enn með bragð- og lyktarskyn“, „enda tvívarinn með Astra Zeneca síðan í sumar,“ eins og hann segir. 

Af þeim 72 sem greindust smitaðir í gær voru tæp 40% ekki bólusett, en það er mun hærra hlutfall en fjöldi óbólusettra í samfélaginu segir til um. 76% landsmanna eru bólusettir og 89% fullorðinna.

Hallgrímur eggjar alla landsmenn að láta bólusetja sig. „En við ykkur sem enn eigið eftir að láta bólusetja ykkur segi ég: Gerið það strax!“ segir hann og hnykkir út: „Guð blessi bóluefnin!“

Hallgrímur tekur sérstaklega fram að þau sem komu í útgáfuteiti hans á fimmtudag þurfi ekki að bregðast við, þar sem línan sé dregin við föstudagsmorgun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár