Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

556. spurningaþraut: Hvað heitir þessi ameríska ofurhetja?

556. spurningaþraut: Hvað heitir þessi ameríska ofurhetja?

Fyrri spurningaþraut:

Á myndinni hér að ofan má sjá ameríska ofurhetju sem hefur gert garðinn frægan í ýmsum myndum síðan 1962. Hvað heitir þessi hetja?

***

Aðalspurningar:

1.  Hann fæddist 1770 í Bonn í Þýskalandi og lést 1827, 56 ára gamall. Hann er gjarnan talinn einn mesti snillingur tónlistarheimsins og lét ekki á sig fá þótt hann stríddi á síðari hluta ævinnar við vanda sem gerði honum erfitt fyrir á því sviði. Hvað hét hann?

2.  Blackjack er fjárhættuspil eitt sem þróaðist í Bandaríkjunum og Kanada en bresk útgáfa nefnist Pontoon. Þetta er eitt af vinsælustu fjárhættuspilum heims og kemur oft fyrir í bíómyndum og sjónvarpsþáttum sem gerist í spilavítum. Íslendingar þekkja líklega best nafnið á upprunalegu útgáfunni, sem mun vera komin frá Frakklandi. Hvað nefnist sú útgáfa?

3. Dairy Queen er bandarískt fyrirtæki sem einu sinni hafði fótfestu á Íslandi. Hver er þekktasta framleiðsluvara Dairy Queen?

4.  Hvað heitir leikarinn sem fór með hlutverk Mad Max í nokkrum kvikmyndum en hefur síðan leikið til dæmis skoska frelsishetju, Hamlet Danaprins og löggu í myndaröðinni Lethal Weapon? Hann hefur og leikstýrt myndum um Jesú Krist og hina grimmu Asteka í Mexíkó. 

5.  Við hvaða borg er flugvöllur sem kenndur er við píanóleikarann Frederic Chopin?

6.  En flugvöllur sem heitir eftir John Lennon?

7.  Kampavín er kennt við hérað í ... hvaða landi?

8.  Árið 1918 sögðu þrír keisarar í Evrópu af sér embætti. Einn þeirra bjó í Þýskalandi og hét ... ?

9.  Keisari númer tvö bjó ívið sunnar en sá þýski, þótt ekki munaði miklu. Hvað hét hann?

10. Þriðji keisarinn, sem sagði af sér 1918, hann bjó ögn sunnar og austar en hinir. Sumum fannst að landið hans verðskuldaði varla að halda uppi þjóðhöðingja með keisaranafn, en hann hafði nú kallað sig keisara samt. Hvað land var hér um að ræða?

***

Seinni spurningaþraut:

Hvað heitir hljómsveitin á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Beethoven.

2.  21.

3.  Rjómaís.

4.  Mel Gibson.

5.  Varsjá.

6.  Liverpool.

7.  Frakklandi.

8.  Vilhjálmur.

9.  Karl — hann var keisari í Austurríki-Ungverjalandi.

10. Búlgaríu.

***

Svör við aukaspurningum:

Ofurhetjan er vitaskuld Thor Odinson. Eða bara Þór, það dugar.

Hljómsveitin hét Lummurnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
5
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár