Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hannes Hólmsteinn: „Skattasniðganga er dyggð“

Stjórn­mála­fræði­pró­fess­or­inn Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son hélt fyr­ir­lest­ur á ráð­stefnu um lög­gæslu og af­brota­varn­ir með heim­speki­legu ívafi. Hann sagði að inn­herja­við­skipti væru ekki órétt­lát, sam­kvæmt kenn­ing­um mið­aldag­uð­fræð­ings, og að skattasnið­ganga væri í reynd dyggð en ekki löst­ur.

Hannes Hólmsteinn: „Skattasniðganga er dyggð“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson Prófessor í stjórnmálafræði sem meðal annars hefur kennt stjórnmálaheimspeki. Mynd: Heiða Helgadóttir

Á ráðstefnunni Löggæsla og samfélagið á Akureyri í gær, sem hafði þemað afbrotavarnir og fjallaði um „aðferðir og aðgerðir til að draga úr afbrotum og áhrifum þeirra á samfélagið“, skilgreindi stjórnmálafræðiprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson skattasniðgöngu sem dyggð og sagði  innherjaviðskipti ekki vera óréttlát.

„Innherjaviðskipti eru ekki óréttlát, en ekki heldur gjafmild,“ sagði Hannes. Í fyrirlestrinum byggði hann á kenningum heilags Tómasar frá Akvínas, 13. aldar guðfræðings og heimspekings sem lagði grunninn að heimspekilegri nálgun kaþólsku kirkjunnar, eins og hann hefur gert undanfarin ár.

Innherjaviðskipti geta verið ólögleg, en þau eru til dæmis viðskipti sem eigandi eða starfsmaður fyrirtækis á markaði, eða aðrir sem hafa trúnaðarupplýsingar um stöðu þess, stundar með hluti fyrirtækisins þegar hann býr yfir upplýsingum sem munu fyrirsjáanlega lækka eða hækka gengi þeirra. Í skilgreiningu héraðssaksóknara segir að viðskiptin geti ýmist verið lögmæt eða ólögmæt. „Ræðst það oftast af því hvort innherjinn hafði aðgang að eða bjó yfir innherjaupplýsingum þegar til viðskiptanna var stofnað.“

Klám synd, en ekki innherjaviðskipti

„Ég ræddi um vændi, klám, innherjaviðskipti og skattasniðgöngu og fór eftir greiningu heilags Tómasar af Akvínas, sem vildi, að ríkið einbeitti sér að því að vernda okkur fyrir ræningjum og ofbeldisseggjum, en léti okkur í friði um smásyndir, sem ekki sköðuðu aðra,“ sagði Hannes á Facebook í dag um fyrirlesturinn. 

Í fyrirlestrinum fjallaði Hannes um það sem hann kallaði glæpi án fórnarlambs. Hann flokkaði klám og vændi sem syndir, en skattasniðgöngu sem dyggð. „Skattasniðganga ætti að vera dæmd af niðurstöðunni, ekki af ásetningnum. Hún er dyggð, sparsemi,“ sagði hann.

Hannes er þar ekki að ræða um skattsvik sem slík, en oft eru þó mörkin milli skattsvika og skattaundanskota óljós. Hannes hefur áður haldið því fram að „siðferðislega óréttlætanlegt“ hafi verið hjá norrænum bankastofnunum að kaupa eignir föllnu íslensku bankanna eftir fjármálahrunið „fyrir smánarverð“, á mælikvarða heilgas Tómasar.

„Undirliggjandi spurning er hver á þig, og eignir þínar, sérþekkingu og getu til tekjuöflunar, þú sjálf(ur) eða einhver annar, til dæmis samfélagið,“ sagði Hannes á ráðstefnunni í gær.

Starfar fyrir hugveitu

Hannes Hólmsteinn hefur um árabil verið áberandi sem talsmaður frjálshyggju á Íslandi og var löngum einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins, ekki síst í formannstíð vinar hans, Davíðs Oddssonar, sem nú er ritstjóri Morgunblaðsins. Auk þess að vera æviráðinn prófessor við Háskóla Íslands, fékk Hannes meðal annars það hlutverk hjá Bjarna Benediktssyni, þá fjármálaráðherra, árið 2014, að rannsaka erlendar orsakir íslenska bankahrunsins, en meðal niðurstaða hans var að „ekkert [væri] nauðsynlega rangt við innherjaviðskipti eða að þau ættu endilega að vera ólögleg“. 

Hann hefur starfað sem forstöðumaður rannsókna hjá Rannsóknarsetri um nýsköpun og hagvöxt. Í stjórn rannsóknarsetursins, sem stofnað var 2012, eru meðal annars Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Gísli Hauksson, fyrrverandi forstjóri GAMMA og Jónas Sigurgeirsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
1
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
8
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það er ekkert eftir“
2
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
4
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár