Shakira gerði það. Líka Ringo Starr, Claudia Schiffer, Julio Iglesias og krikketstjarnan Sachin Tendulkar.
Þau hafa öll stofnað aflandsfélög á stöðum eins og á Bresku Jómfrúaeyjum þar sem skattar eru lágir eða engir og fyrirtækin þeirra og fólkið á bak við þau eru falin fyrir almenningi.
Þau eru á meðal þess fræga fólks, stjórnmálamanna og milljarðamæringa sem nefnd eru í skjölum sem var lekið til alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna, International Consortium of Investigative Journalists (ICIJ). Þessi gögn eru hluti af Pandóruskjölunum, rannsókn á aflandsfjármálakerfinu sem gerir ríkum og frægum kleift að kaupa snekkjur og einkaþotur, fjárfesta í fasteignum og vernda ættarauð með því að komast undan eftirliti. Stundin og Reykjavík Media vinna úr skjölunum á Íslandi.
Að stofna aflandsfyrirtæki og -sjóði er auðvelt, hlutfallslega ódýrt og í mörgum tilfellum löglegt. Fræg manneskja sem býr í Lundúnum eða Los Angeles, til dæmis, getur ráðið fjármálaþjónustu í „lögsögu leyndar“ til að stofna …
Athugasemdir