Fyrri aukaspurning:
Hver tók ljósmyndina hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hver skrifaði skáldsögurnar Óp bjöllunnar, Turnleikhúsið og Morgunþula í stráum?
2. Jamón og prosciutto eru spænsk og ítölsk útgáfa af ... hverju?
3. Á íslensku bera tvær eyjar sama nafn, önnur við Bretland og hin tilheyrir Danmörku. Hvernig er þetta íslenska nafn þeirra beggja?
4. Þýska orðið Schadenfreude er illþýðanlegt á aðrar tungur, en á íslensku er þó til orð sem þýðir nokkurn veginn það sama og Schadenfreude. Athyglisvert er að helmingur orðsins er karlmannsnafn eitt. Hvaða orð er þetta?
5. Við fljót eitt mikið í Evrópu standa margar borgir. Svo háttar á einum stað að tvær borgir hvor á sínum árbakkanum hafa vaxið saman í tímans rás og mynda nú eina stóra borg, sem reyndar er höfuðborg í tilteknu ríki. Nafn borgarinnar myndað úr nöfnum gömlu borganna tveggja. Hvað hétu þær?
6. En hvað heitir fljótið?
7. Hver skrifaði bókina Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar?
8. Hver skrifaði þríleik glæpasagna: Gildruna, Netið og Búrið?
9. Hvað var algengasta karlmannsnafn á Íslandi öldum saman?
10. Léa Seydoux, Lashana Lynch og Naomie Harris léku allar í nýrri og afar vinsælli kvikmynd. Hvað heitir hún?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða fjölmenna Asíuríki hefur þennan fána?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Thor Vilhjálmsson.
2. Skinku.
3. Mön.
4. Þórðargleði.
5. Búda og Pest.
6. Dóná.
7. Davíð Oddsson.
8. Lilja Sigurðardóttir.
9. Jón.
10. No Time to Die.
***
Svör við aukaspurningum:
Efri myndina tók Ragnar Axelsson en það dugar að segja Rax.
Á neðri myndinni er fáni Filippseyja.
Athugasemdir