Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

539. spurningaþraut: Hvaða karl var bersýnilega kunnur fyrir Schadenfreude?

539. spurningaþraut: Hvaða karl var bersýnilega kunnur fyrir Schadenfreude?

Fyrri aukaspurning:

Hver tók ljósmyndina hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver skrifaði skáldsögurnar Óp bjöllunnar, Turnleikhúsið og Morgunþula í stráum? 

2.  Jamón og prosciutto eru spænsk og ítölsk útgáfa af ... hverju?

3.  Á íslensku bera tvær eyjar sama nafn, önnur við Bretland og hin tilheyrir Danmörku. Hvernig er þetta íslenska nafn þeirra beggja?

4.  Þýska orðið Schadenfreude er illþýðanlegt á aðrar tungur, en á íslensku er þó til orð sem þýðir nokkurn veginn það sama og Schadenfreude. Athyglisvert er að helmingur orðsins er karlmannsnafn eitt. Hvaða orð er þetta? 

5.  Við fljót eitt mikið í Evrópu standa margar borgir. Svo háttar á einum stað að tvær borgir hvor á sínum árbakkanum hafa vaxið saman í tímans rás og mynda nú eina stóra borg, sem reyndar er höfuðborg í tilteknu ríki. Nafn borgarinnar myndað úr nöfnum gömlu borganna tveggja. Hvað hétu þær?

6.  En hvað heitir fljótið?

7.  Hver skrifaði bókina Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar?

8.  Hver skrifaði þríleik glæpasagna: Gildruna, Netið og Búrið?

9.  Hvað var algengasta karlmannsnafn á Íslandi öldum saman?

10.  Léa Seydoux, Lashana Lynch og Naomie Harris léku allar í nýrri og afar vinsælli kvikmynd. Hvað heitir hún?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða fjölmenna Asíuríki hefur þennan fána?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Thor Vilhjálmsson.

2.  Skinku.

3.  Mön.

4.  Þórðargleði.

5.  Búda og Pest.

6.  Dóná.

7.  Davíð Oddsson.

8.  Lilja Sigurðardóttir.

9.  Jón.

10.  No Time to Die.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndina tók Ragnar Axelsson en það dugar að segja Rax.

Á neðri myndinni er fáni Filippseyja.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár