Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

539. spurningaþraut: Hvaða karl var bersýnilega kunnur fyrir Schadenfreude?

539. spurningaþraut: Hvaða karl var bersýnilega kunnur fyrir Schadenfreude?

Fyrri aukaspurning:

Hver tók ljósmyndina hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver skrifaði skáldsögurnar Óp bjöllunnar, Turnleikhúsið og Morgunþula í stráum? 

2.  Jamón og prosciutto eru spænsk og ítölsk útgáfa af ... hverju?

3.  Á íslensku bera tvær eyjar sama nafn, önnur við Bretland og hin tilheyrir Danmörku. Hvernig er þetta íslenska nafn þeirra beggja?

4.  Þýska orðið Schadenfreude er illþýðanlegt á aðrar tungur, en á íslensku er þó til orð sem þýðir nokkurn veginn það sama og Schadenfreude. Athyglisvert er að helmingur orðsins er karlmannsnafn eitt. Hvaða orð er þetta? 

5.  Við fljót eitt mikið í Evrópu standa margar borgir. Svo háttar á einum stað að tvær borgir hvor á sínum árbakkanum hafa vaxið saman í tímans rás og mynda nú eina stóra borg, sem reyndar er höfuðborg í tilteknu ríki. Nafn borgarinnar myndað úr nöfnum gömlu borganna tveggja. Hvað hétu þær?

6.  En hvað heitir fljótið?

7.  Hver skrifaði bókina Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar?

8.  Hver skrifaði þríleik glæpasagna: Gildruna, Netið og Búrið?

9.  Hvað var algengasta karlmannsnafn á Íslandi öldum saman?

10.  Léa Seydoux, Lashana Lynch og Naomie Harris léku allar í nýrri og afar vinsælli kvikmynd. Hvað heitir hún?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða fjölmenna Asíuríki hefur þennan fána?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Thor Vilhjálmsson.

2.  Skinku.

3.  Mön.

4.  Þórðargleði.

5.  Búda og Pest.

6.  Dóná.

7.  Davíð Oddsson.

8.  Lilja Sigurðardóttir.

9.  Jón.

10.  No Time to Die.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndina tók Ragnar Axelsson en það dugar að segja Rax.

Á neðri myndinni er fáni Filippseyja.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár