Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Logi kallar umræðu um Kristrúnu „atlögu að lýðræði“

Logi Ein­ars­son, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði „dag­blöð sér­hags­muna­afl­anna“ gera að­för að lýð­ræð­inu með sér­kröf­um á hend­ur Kristrúnu Frosta­dótt­ur um að gefa upp upp­lýs­ing­ar um fjár­hag sinn, eft­ir frétt­ir af hátt í 100 millj­óna króna hagn­aði henn­ar af kauprétt­ar­samn­ing­um. Kristrún sagð­ist hins veg­ar áð­ur skilja gagn­rýn­ina.

Logi kallar umræðu um Kristrúnu „atlögu að lýðræði“
Logi Einarsson Sagði umfjöllun um fjármál Kristrúnar Frostadóttur ótrúlega í leiðtogaumræðum á RÚV í kvöld. Mynd: RÚV

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir umfjöllun hagsmunatengdra fjölmiðla um fjármál Kristrúnar Frostadóttur, oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík suður, vera „aðför að lýðræðinu“. 

Kristrún svaraði ekki blaðamanni Viðskiptablaðsins sem vann frétt um hagnað hennar af kaupréttarsamningi þegar hún starfaði í Kviku banka, en hann er sagður hafa nálgast 100 milljónir króna. Kristrún brást síðan harkalega við umfjölluninni.

„Samantekin ráð virðast nú vera hjá MBL og Viðskiptablaðinu að gefast upp á að ræða um mína pólitík á efnislegum grunni og reyna nú bara að keyra konuna niður með smjörklípum, óhróðri, gera lítið úr jafnaðarmannaskoðunum mínum,“ sagði hún á Twitter.

Hæfileikarík kona þurfi að svara meiru

„Hefði ekki verið eðlilegast að koma strax fram og svara þessum spurningum,“ var Logi spurður í leiðtogaumræðum á RÚV í kvöld, „í stað þess að grípa til klækjustjórnmála og saka blaðamenn um undarlegar hvatir“?

„Mér finnst eiginlega alveg ótrúlegt að ung kona, hæfileikarík kona, sem hefur ótrúlega margt fram að færa í umræðunni núna fyrir kosningar, sé krafin af dagblöðum sérhagsmunaaflanna um að gefa meiri upplýsingar um sinn persónulegan fjárhag heldur en nokkur annar stjórnmálamaður hefur þurft að gera. Kristrún Frostadóttir hefur svarað og svarið hennar stendur. Samfylkingin er hins vegar vön þessu úr þessum áttum sem þetta kemur. Og við tökum þessu bara af æðruleysi.“

„Hræðsluáróður og atlaga að lýðræðinu“

Þegar Baldvin Þór Bergsson, fréttamaður RÚV, sagði að Samfylkingin hefði áður gagnrýnt ef eitthvað teldist  „undarlegt í fjármálafortíð hjá öðrum stjórnmálaflokkum“, sagði Logi óboðlegt að hún þyrfti að gefa meiri upplýsingar en aðrir og ekki hafi verið um neitt misferli að ræða.

„Það er óboðlegt að hún sé krafin um meiri upplýsingar um sinn fjárhag, heldur en aðrir hérna við borðið.“
Logi Einarsson

„Þessu var öllu svarað. Við höfum stigið fram þegar fólk hefur verið uppvíst að misferli. Hér var ekki um neitt slíkt að ræða. Ég endurtek, að það er óboðlegt að hún sé krafin um meiri upplýsingar um sinn fjárhag, heldur en aðrir hérna við borðið. Og ég vil kalla þetta næstum því einhvers konar hræðsluáróður og atlögu að lýðræði til þess að hræða ungt og hæfileikaríkt fólk frá því að taka þátt í stjórnmálum. Og ég tek ekki þátt í því og styð hana.“

Kristrún segir kaupréttarkerfið ekki sanngjarnt

Kristrún sagði í samtali við Stundina að hún teldi að fólk sem væri í þeirri stöðu að njóta kauprétta ætti að greiða meira til samfélagsins, enda fengju ekki allir sömu tækifæri. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að einstaklingar sem eru í þessari stöðu séu meðvitaðir um það og séu þá tilbúnir að leggja meira til samfélagsins vegna þess að mjög eðlilega hugsar fólk þarna úti: Ég fékk ekki þessi tækifæri og ég get ekki ávaxtað mitt fé á sömu forsendum ...“

Þá sagði Kristrún kerfið ekki vera byggt upp með sanngjörnum hætti. „Þannig að ég get kannski ekki farið út í díteila um það en ég á ekkert erfitt með að fullyrða það að mér finnst ekki sanngjarnt hvernig kerfið er uppbyggt, það liggur alveg fyrir.“ 

Hún neitar að svara um hagnað sinn af kaupréttarsamningum og vill ekki ganga svo langt, í svörum sínum til Stundarinnar, að segja að hún muni beita sér gegn slíkum samningum, verði hún fjármálaráðherra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár