Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem tekið hafa kosningapróf Stundarinnar telja að leggja ætti stóreignaskatt á fólk sem á yfir 200 milljónir króna í hreinni eign. Að sama skapi telur svipað hlutfall að rétt sé að hækka skatta á arðgreiðslur fyrirtækja til eigenda þeirra. Yfirgnæfandi meirihluti telur líka að hækka eigi persónuafslátt verulega, alls 83 prósent. Þá eru 70 prósent á því að bjóða eigi upp aflaheimildir í sjávarútvegi og afla með því ríkissjóði tekna með markaðsverði fyrir fiskveiðikvóta.
Þetta er meðal þeirra niðurstaðna þar sem greina má hvað skýrastar línur í afstöðu fólks sem tekið hefur kosningapróf Stundarinnar fyrir alþingiskosningarnar 2021. Prófið er mjög ítarlegt, alls 68 spurningar. Efstu fimm frambjóðendum þeirra tíu flokka sem bjóða fram á landsvísu var boðið að senda sín svör inn, alls 300 manns, og svöruðu um tveir þriðju frambjóðenda boðinu. Tíu þúsund manns höfðu tekið prófið þegar Stundin fór í prentun í gær.
Athugasemdir