Hillbilly ræddi við Olgu Bergmann og Önnu Hallin, myndlistartvíeyki, um nýtt sýningarrými í miðbæ Reykjavíkur. Anna og Olga hafa unnið saman frá árinu 2005 og hlotið alls kyns lof. „Samstarfið byrjaði eiginlega óvart þegar okkur var boðið af arkitektum Arkibúllunnar að taka þátt í samkeppni um byggingar og listaverk í Gufuneskirkjugarði. Það gekk furðu vel og við fundum hvað það getur verið öflugt að vera í samstarfi og í stöðugu samtali um hugmyndir og útfærslur, líka að geta skipt með sér verkum og það verður til orka sem er öðruvísi en þegar maður vinnur í einrúmi.“ Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og þær hafa unnið saman að fjölda sýninga og verkefna. „Okkur finnst mjög spennandi að takast á við eitthvert samhengi í verkefnum okkar. Hvort sem það er ákveðið rými, sögulegt samhengi eða starfsemi. Við höfum gert verk inn í safneignir, til dæmis Listasafns Einars Jónssonar, byggðasöfn hér …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.
Bílar keyra stundum í gegnum nýja galleríið
Myndlistartvíeykið Olga Bergmann og Anna Hallin hafa velt fyrir sér virkni myndlistar í almannarými og ólíkum leiðum til að koma henni á framfæri. Nú voru þær að opna gallerí í undirgöngum á Hverfisgötu, þar sem bílar aka stundum í gegn til að komast á bakvið húsið. Vegfarendur staldra gjarnan við og listamönnum þykir rýmið spennandi.
Athugasemdir