Djöfull er ég orðinn þreyttur á þessum faraldri. Nú segi ég stundum í gríni við fólk að ég sé alveg búinn að missa húmorinn fyrir Covid, en að baki þessari gríngrímu er persónan ég, algjörlega kominn með upp í kok af röskun á eðlilegu lífi.
Ekki misskilja, ég styð aðgerðir til þess að lágmarka áhrif faraldursins á líkamlega heilsu almennings, svo ekki sé minnst á þá sem veiran leikur hvað harðast. Ég bara nenni þessu helvíti ekki lengur.
Þegar allir voru orðnir bólusettir og við vorum úti að fíflast í sumar, nánast búin að gleyma þessu fáránlega tímabili þegar ósýnilegur skaðvaldur stjórnaði lífi okkar, leið mér eins og þetta væri bara búið. Ég var búinn að loka þessum kafla í mínu lífi. Hugsaði öðru hvoru „hah, þetta var nú meira ruglið, verður gaman að þreyta barnabörnin á þessum sögum“. Svo bara var þetta ekkert búið. Seinni hálfleikur. Eða þriðji leikhluti. …
Athugasemdir